24 stundir - 16.04.2008, Side 30

24 stundir - 16.04.2008, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Vöruúrval og öll þjónusta BYKO hefur aukist á undanförnum árum. Þetta á ekki síst við um grófvöruna þar sem við getum boðið við- skiptavinum heildstæða þjónustu með eigin innflutningi. Þar get ég til dæmis nefnt forsmíðaðar timb- ureiningar, stálgrindahús, álglugga og gler og svo framvegis. Einnig leggjum við sífellt meira upp úr allri sérsmíði til að geta komið til móts við viðskiptavini og óskir þeirra, sem eru afar ólíkar,“ segir Steingrímur Birkir Björnsson, framkvæmdastjóri byggingasviðs. Lagnadeild og sumarvörur BYKO er meðal þátttakenda í Verk og vit. Steingrímur segir sýn- inguna vera kærkomið tækifæri til að hitta viðskiptavini og kynna þeim fyrirtækið sem hafi tekið al- gjörum stakkaskiptum á und- anförnum árum. Framboð á allri grófvöru sé meira, aukinheldur sem mikill kraftur hafi verið settur í uppbyggingu lagnadeildar. Innan hennar hafi síðan verið sett upp raflagnadeild í verslun fyrirtæk- isins í Breiddinni, sem þjóni öðr- um verslunum fyrirtækisins mið- lægt. „Leigumarkaður okkar er meðal þeirra þátta í starfseminni sem hafa vaxið mikið á undanförnum árum,“ segir Steingrímur. „Við leigjum meðal annars út krana, há- hýsalyftur og steypumót og við höfum fundið fyrir aukinni eft- irspurn eftir slíkri þjónustu. Sama gildir raunar um jeppakerrur, garðvinnutæki og fleira sem fólk þarf þegar það er að dytta að heima fyrir. Í sumar stendur til að auka vöruframboðið á leigumark- aðnum enn frekar með ýmiss kon- ar afþreyingarvörum fyrir krakk- ana, til dæmis hoppukastölum, trampólínum og fleiru slíku. Ég efa ekki að sú þjónusta sé og verði mörgum kærkomin. Einnig mun- um við á sýningunni kynna okkar fjölbreytta garða- og sum- arhúsavöru, til dæmis grill, girð- ingaeiningar, heita potta og svo framvegis. Sá markaður er afar stór og mikilvægur.“ Líta í kringum sig Heldur hefur hægt á bygg- ingamarkaðnum, sé til dæmis mið- að við stöðuna fyrir ári. „Þetta er allt spurning um mælikvarða. Ef við horfum enn lengra aftur í tím- ann og miðum við stöðuna kannski fyrir fimm árum eru um- svifin í dag afar mikil og margt í pípunum, meðal annars í opinber- um framkvæmdum. Ríkið hefur beðið með stórar framkvæmdir að undanförnu sem nú eru að fara á fullt skrið. En vissulega finnur greinin fyrir samdrætti svo sem í byggingu íbúðarhúsnæðis, þegar lokað hefur verið fyrir lánveit- ingar,“ segir Steingrímur sem legg- ur þó áherslu á að þrátt fyrir allt sé útlitið framundan býsna gott. Það sé líka segin saga að þegar aðeins hægist um fari menn að líta í kringum sig; kynna sér nýjungar og vöruþróun sem sé mikilvægt svo að vinna megi hlutina með hagkvæmum og auðveldum hætti. 24stundir/Frikki BYKO hefur gjörbreyst á fáum árum og vöruframboð aukist Sérsmíði í sókn ➤ Mikill kraftur hefur verið sett-ur í lagnadeildina. ➤ Framboð á grófvöru hefurverið aukið til muna. ➤ Leigumarkaðurinn hefurstækka mikið og þjónar stærri hópum. BYKOBYKO hefur verið að auka framboð á hinum ýmsu vörum sem koma við- skiptavinum til góða og eru vel þegnar. Í sumar er von á ýmsum afþreying- arvörum fyrir börn sem leigðar verða út, svo sem hoppukastalar og tram- pólín. BYKO breytist „Vöru- úrval og öll þjónusta hefur aukist á und- anförnum árum, segir Steingrímur Birkir Björnsson, fram- kvæmdastjóri bygg- ingasviðs BYKO. Mest hefur um árabil haft til sölu sérsmíðaða viðhaldsfría danska glugga sem eru sérstaklega hent- ugir fyrir íslenskar aðstæður. Fást í öllum stærðum Fyrirtækið sem framleiðir gluggana heitir Pro-Tec en að sögn Elvars Bjarka Helgasonar hjá Mest eru gluggarnir sérstakir að því leyti að þeir eru smíðaðir úr áli og viði. „Að utanverðu eru gluggarnir úr áli sem ver þá gegn hörkulegum ís- lenskum vetri en að innanverðu eru þeir úr viði. Hver gluggi er sér- smíðaður og hægt er að fá þá í öll- um mögulegum stærðum og 200 litum. Auk þess er að sjálfsögðu hægt að velja um margar mismun- andi tegundir glerja og því ættu allir að geta fengið glugga við sitt hæfi.“ „Fyrirtækið hefur um 10 ára reynslu af því að smíða glugga fyrir íslenska veðráttu og býður upp á 10 ára ábyrgð á öllum sínum vörum,“ segir Elvar og bætir við að tveir starfsmenn Pro-Tec verði á sýningunni Verk og vit og við- skiptavinir geta því fengið grein- argóðar upplýsingar um gluggana. Allar nánari upplýsingar um gluggana og fyrirtækið sem fram- leiðir þá er hægt að fá á vefsíðunni www.pro-tec.dk eða hjá Mest í síma 440-0100. Sérsmíðaðir gluggar fyrir íslenskar aðstæður „Fyrirtækið Index er framleið- andi að þeim dúkum sem Olís er umboðsaðili fyrir á Íslandi. Fyr- irtækið er leiðandi aðili á heims- markaði í framleiðslu og þróun á þak- og hljóðdempandi dúkum.“ Olíuverslun Íslands tekur á móti gestum Hljóðdempandi dúkar „Við munum veita upplýsingar um þær vörur sem við bjóðum í fyrirtækjaþjónustu Olís á sýning- unni Verki og viti,“ segir Gústaf Kristinsson hjá fyrirtækinu. „Við leggjum sérstaka áherslu á þjón- ustu okkar hvað varðar þakpappa og útlögn. Við tökum við þökum og klárum þau. Erum und- irverktakar á ábyrgð Olís.“ Hljóðdempandi dúkar nauðsyn „Einnig erum við með hljóð- dempandi dúka sem eru orðnir að hreinni nauðsyn í dag. Þeir eru mikið notaðir á vinnustaði sem og í fjölbýlishús,“ segir Gústaf og bæt- ir við bæði í gamni og alvöru að það sé tilkomið vegna þess að fólk vilji finna hæfilega mikið fyrir nærveru annarra íbúa og vinnu- félaga. „Við verðum með kynning- arfund á laugardeginum í bíósaln- um. Allir eru velkomnir til okkar, þar sýnum við hljóðdempandi dúk, tveir munu halda erindi, Jó- hannes Kristjánsson tæknifræð- ingur og Ólafur Hjálmarsson verk- fræðingur. Jóhannes lýsir til að mynda notkun dúksins á Suður- landsbraut 22, afar vandaðar bygg- ingar sem mikið er lagt í og kynnir einnig skýrslur gerðar um eig- inleika dúksins.“ Gústaf segir dúkana á heims- mælikvarða og að verktakar séu ánægðir með þá. Nú sé til að mynda verið að leggja slíka í fram- kvæmdum við Háskóla Reykjavík- ur. Mynstraður þakpappi Á þaki einbýlishúss. Vandað til verka Starfsmenn Olís að verki. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Mynda-upphengibrautir sem hafa þann kost að ekki þarf að negla í veggi og er mjög auðvelt að breyta uppröðun eða bæta við myndum.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.