24 stundir - 16.04.2008, Síða 39
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 39
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
„Stöðug áhersla á gæði þeirrar
vöru og þjónustu sem við veitum
er besta kynningin sem fyrirtækið
fær. Því er rauði þráðurinn í okkar
starfi að afsláttur er aldrei veittur
af gæðum vöru okkar og við leggj-
um ekki nafn okkar við annað en
gæðavöru. Þessi áhersla hefur skil-
að okkur traustri stöðu á mark-
aðnum og tryggð viðskiptavina
okkar. Það er gott að geta byggt á
þeirri tryggð þegar hægja tekur á í
byggingariðnaðinum,“ segir Þor-
steinn Víglundsson, forstjóri BM
Vallár.
Innri vöxtur heilbrigður
Mikill vöxtur hefur verið í starf-
semi BM Vallár á undanförnum
árum. Upphafið var í Pípugerðinni
árið 2001 og í kjölfarið fylgdu síð-
an kaup á Steinprýði 2002, Möl og
sandi á Akureyri og Sandi Ímúr
2003 sama ár og fyrirtækið opnaði
starfsstöð á Reyðarfirði.
„Stærsta einstaka skrefið var þó
stigið árið 2006 er við festum kaup
á öllu hlutafé í Límtré - Vírneti ehf.
Loks festum við kaup á Smellinn á
Akranesi hf. í nóvember á síðasta
ári. Félög þessi hafa öll verið sam-
einuð BM Vallá. Allan þennan
tíma hefur innri vöxtur félagsins
hins vegar einnig verið mjög heil-
brigður og við höfum séð að þessar
einingar hafa stutt vel hver við
aðra,“ segir Þorsteinn Víglunds-
son. BM Vallá er með starfsstöðvar
í Reykjavík, Garðabæ, Akranesi,
Borgarnesi, Akureyri, Ólafsfirði,
Reyðarfirði, Flúðum, Reykholti og
Þorlákshöfn. Fyrir þremur árum
voru starfsstöðvar fyrirtækisins að-
eins þrjár og veltan 1,5 milljarðar. Í
dag er hún hins vegar orðin liðlega
9,3 milljarðar og starfsmennirnir
um 470 talsins.
Breitt vöruframboð
BM Vallá mun á sýningunni
Verk og vit kynna breitt vöru-
framboð fyrirtækisins auk þeirra
byggingalausna sem í boði eru.
Þannig starfrækir fyrirtækið öflug-
ar hönnunardeildir fyrir húsein-
ingaframleiðslu og byggingasvið
sem hnýta saman vöruframboð í
heildstæðar byggingarlausnir eftir
því sem við á hverju sinni.
„Við sérhæfum okkur í burð-
arvirkjum húsa,“ segir Þorsteinn
Víglundsson. „Við getum boðið
viðskiptavinum okkar allt milli
himins og jarðar í þeim efnum ef
svo mætti að orði komast, allt frá
þaki niður í frárennsli. Í burð-
arvirkjum bjóðum við upp á stein-
steypu, forsteypt einingahús, stál-
grindahús og límtréshús. Þá erum
við með yleiningar fyrir þök og
veggi, klæðningarefni, múrvörur,
þakefni, saum, hurðir og glugga,
loftræstibúnað, þakrennur, hellur
og steina og frárennsli og svo
mætti áfram telja. Stöðugt er unn-
ið að vöruþróun einstakra vöru-
flokka auk þess sem nýjum vöru-
tegundum er bætt inn.“
24stundir/RAX
Fyrirtækið BM Vallá er alltaf að þróast og stækka
Gæðin skila okkur
traustri stöðu
➤ Velta BM Vallár fór úr 1,5 í9,3 milljarða kr. á fimm ár-
um.
➤ Nýjar einingar styðja hvervið aðra.
➤ Fyrirtækið hefur sérhæftsig í burðarvirkjum.
BM VALLÁVið veitum ekki afslátt af
gæðunum, segir Þor-
steinn Víglundsson hjá
BM Vallá en fyrirtækið
hefur stækkað mikið á
undanförnum árum og
aukið jafnframt vöruúr-
val sitt.
Mikill vöxtur í starf-
semi BM-Vallár „Af-
sláttur er aldrei veittur af
gæðum,“ segir Þorsteinn
Víglundsson.
Þrjú svið Reykjavíkurborgar
munu í sameiningu kynna
starfsemi sína á sýningunni.
Framkvæmdasvið Reykjavík-
urborgar mun kynna 1, 2 og
Reykjavík, sem er yfirskrift víð-
tæks samráðs Reykjavík-
urborgar við íbúa í hverfum
borgarinnar um viðhaldsverk-
efni og smærri nýframkvæmdir
í borgarumhverfinu. Einnig
mun sviðið kynna nýtt og öfl-
ugt framkvæmda- og eignasvið.
Þá mun skipulags- og bygging-
arsvið kynna vinningstillögu
um framkvæmdir í Vatnsmýr-
inni og Veldu þér stað, sem er
úthlutunaráætlun fyrir nýbygg-
ingarsvæði. Loks mun um-
hverfissvið kynna vistvænan
skrifstofurekstur og Græn skref
í Reykjavík.
Grænu skrefin
Grænu skrefin fela í sér vistvæn
skref til að bæta umhverfismál í
borginni. Þeirra á meðal má nefna
nýjar innkaupareglur borgarinnar
þar sem vistvæn innkaup eru meg-
inregla og meirihluti bílaflota
Reykjavíkurborgar verður visthæf-
ur. Einnig að göngu- og hjólreiða-
stígurinn frá Ægisíðu upp í Elliða-
árdal verði breikkaður, upphitaður
og vatnshönum þar fjölgað.
Á Höfðaborgarreitnum
„Sameiginlegt þema verður það
að skipulagsmál, framkvæmdir,
umhverfismál og velferðarmál
munu fljótlega sameinast í einu
húsnæði á hinum nýja Höfðaborg-
arreit,“ segir Davíð P. Steinsson,
skipulags- og byggingarsviði.
Fjögur svið Reykjavíkurborgar á einn og sama staðinn
Auðveldar samvinnu
Reykjavíkurborg Kynnir
starfsemi sína.
Dúkþak ehf, Melabraut 24, 220 Hafnafirði, sími 564-1030
dukthak@dukthak.is • www.dukthak.is
Ecoseal er umhverfisvænn
þakdúkur. Hann inniheldur
eingin skaðleg efni fyrir
umhverfið.
Ecoseal veitir 15 ára
ábyrgð.
Dúkþak ehf veitir
10 ára ábyrgð á vinnu.
Ecoseal dúkurinn stenst
alla alþjóðlega staðla og ís-
lenskar reglugerðir.
Það er mikilvægt að
hafa umhverfisvæna
valkosti í þakhönnun.
Aukin gæði þakefna
eru líka æskileg.
Ecoseal er styrktur
dúkur sem hefur báða
fyrrnefnda kosti og
það sem meira er, á
samkeppnishæfu
verði.
Þök, svalir og
þakgarðar
Við sérhæfum okkur í lagningu
á þakdúk fyrir stór og smá hús
þar sem fólki líður vel