24 stundir


24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 41

24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 41
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 41 Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Íslandsmót iðngreina verður hald- ið samhliða Verki og viti dagana 18. og 19. apríl í anddyri gömlu Laugardalshallarinnar. „Mark- miðið með mótshaldinu er að vekja athygli á iðnnámi, hvað er í boði og hvað fólk fer að gera að námi loknu,“ segir Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri mótsins fyrir hönd Iðnmenntar. Iðnmennt sér um al- mennan undirbúning og skipulag mótsins en AP-almannatengsl sjá um kynningu og framkvæmd. „Með keppninni viljum við gefa ungu fólki tækifæri til að koma og sjá hvað fólk sem stundar þetta nám gerir og fá þá raunhæfari hug- mynd um hvað þetta snýst. Maður hefur þá tilfinningu að upplýs- ingaflæði um iðn- og starfsnám sé ekki eins gott og um bóklega nám- ið sem er að vissu leyti skiljanlegt því þetta er ekki eitt ákveðið náms- umhverfi eða skyldar greinar. Þetta eru gjörólíkar greinar og nám í mörgum af þessum greinum er byggt öðruvísi upp.“ Breytt iðnnám Það eru alls skráðir 77 kepp- endur á Íslandsmótinu og að þessu sinni verður keppt í 11 greinum s.s. málmsuðu, trésmíði, pípulögn, bílaiðngreinum, múrverki, mál- araiðn, dúklagningum, hársnyrt- ingu og mörgu fleira. Tryggvi segir að Íslandsmót iðn- greina hafi verið haldið þrisvar áð- ur en þá undir yfirskriftinni Ís- landsmót iðnnema. „Þá kepptu skólarnir hver við annan í ýmsum greinum en nú verður fyr- irkomulag mótsins með öðrum hætti og nemarnir keppa hverjir við aðra. Ástæðan er helst sú að iðnnám hefur tekið ýmsum breyt- ingum og margar greinar eru kenndar á fáum stöðum eða jafnvel einum stað þar sem skólar hafa verið að sérhæfa sig meira en áður var.“ Krefjandi verkefni Í ár stendur mótið yfir í tvo daga og samkvæmt Tryggva er meira lagt í keppnisgreinarnar nú en áð- ur. „Viðfangsefnin eru veigameiri og meira krefjandi. Einnig eru reglur um þátttöku aðeins rýmri þannig að mótið er ekki bara fyrir þá sem eru í námi heldur líka fyrir þá sem hafa nýlokið námi. Það er 22 ára aldurstakmark í mótinu og ein af helstu ástæðunum fyrir því er að samræma þetta við erlend mót sem við höfum þátttökurétt í. Þannig verður þróunin í framtíð- inni, að Íslandsmótið verði und- ankeppni fyrir Evrópumót og heimsmót.“ Markmiðið með breyttu fyr- irkomulagi mótsins er meðal ann- ars að auka þátttöku atvinnulífsins í mótinu og efla tengslin milli þess og iðnskólanna. „Iðnfélögin hafa alltaf verið mjög sterkir bakhjarlar iðnnáms hér á landi,“ segir Tryggvi. „Þau áttu ríkan þátt í að koma iðnnámi á laggirnar á sínum tíma og hafa haft mikil áhrif á hvernig það hefur þróast. Tilgang- urinn með mótshaldinu er einnig að vekja athygli atvinnulífsins á því hvað hægt er að gera til að námið haldi áfram að þróast og eflast.“ Íslandsmót iðngreina verður haldið 18. og 19. apríl Athygli vakin á iðnnámi Íslandsmót 2007 Íslandsmótið er með breyttu fyrirkomulagi í ár. ➤ Íslandsmót iðngreina verðurundanfari og forkeppni ein- stakra keppnisgreina fyrir þátttöku í Euro Skills og World Skills sem er alþjóðleg keppni iðngreina. ➤ Evrópumótið var haldið í Jap-an í fyrra en verður í Kanada á næsta ári. ➤ Menntamálaráðuneytiðstyrkir þátttöku í Íslands- mótinu og erlendu samstarfi. EVRÓPUMÓTMarkmið Íslandsmóts iðngreina er að vekja at- hygli á iðn- og starfs- menntun og þeim tæki- færum sem felast í námi og starfi í iðngreinum. Tryggvi Thayer Verkefnisstjóri Íslands- móts iðngreina 24stundir/JónSvavarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.