24 stundir - 16.04.2008, Page 49

24 stundir - 16.04.2008, Page 49
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 49 LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@24stundir.is a Við ætlum að byrja á að einbeita okkur að lág- vöruverðsverslununum en við vitum að þetta er vandamál bæði í matvöruverslunum, sérverslunum og alls staðar. SAFT stendur um þessar mundir fyrir málþingum víða um land í samstarfi við Vodafone þar sem leitast er við að draga fram sýn nemenda annars vegar og foreldra og kennara hins vegar á helstu kosti og galla netsins. Þátttakendum er skipt upp í tvo hópa þar sem for- eldrar og kennarar fara í annan en nemendur í hinn. „Hóparnir ræða innbyrðis nokkrar lykilspurningar um netið. Svo hittumst við aftur og skoðum mismuninn á sýn ung- linga og sýn foreldra á netið,“ segir Hlíf Böðvarsdóttir, verkefnisstjóri hjá SAFT. Munur á kynslóðunum Foreldrar og unglingar hafa svipaða sýn á kosti nýju tækninnar þó að þeir kalli hlutina oft ólíkum nöfnum. „Helsti munurinn er sá að foreldrar upplifa fleiri ógnir en unglingar og sjá til dæmis meiri ógn af barnaníðingum en þeir. Báðir hóparnir virðast þó vera mjög varir um sig,“ bætir Hlíf við. Niðurstöður málþinganna koma að góðu gagni að sögn Guðbergs K. Jónssonar, verkefnisstjóra hjá SAFT. „Við munum nota þær til að uppfæra netheilræðin sem við höf- um verið að gefa út og dreifa til foreldra og til að útbúa jafningja- fræðsluefni fyrir ungt fólk,“ segir hann. Þörf fyrir málþingin Góð þátttaka í málþingunum gefur til kynna að mikil þörf sé fyr- ir þau að mati Guðbergs. „Þetta spyrst hratt út og nú hafa skólar samband við okkur og biðja okkur um að koma með sams konar mál- þing. Ég geri ráð fyrir að það verði hlé á þessu í sumar en síðan mun- um við halda áfram,“ segir Guð- berg K. Jónsson að lokum. Foreldrar upplifa fleiri ógnir Munur á kynslóðum Foreldrar sjá meiri ógnir við netið en unglingar. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Neytendasamtökin blása til átaks í verðmerkingum í matvöruverslun- um í dag milli kl. 15 og 18. Neyt- endur verða sérstaklega hvattir til að fylgjast með hvort samræmi sé milli verðmerkinga í hillu og á kassa og hvort merkingum í hillu sé ábótavant. Fulltrúar Neytenda- samtakanna og sjálfboðaliðar verða við nokkrar verslanir og aðstoða neytendur við eftirlitið. Ósamræmi við hillu og kassa „Við munum afhenda þeim ark- ir með litlum límmiðum. Þegar neytandinn kemur inn í búðina getur hann skrifað á límmiðann hilluverðið á þeirri vöru sem hann er að kaupa, skellt honum á vöruna og sett ofan í körfu. Þegar hann kemur að kassanum getur hann borið það saman við kassaverðið eða strimilinn og gert athugasemd- ir um leið,“ segir Þuríður Hjart- ardóttir, framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna. Með þessu getur neytandinn eflt eigin verðvitund um leið og hann veitir versluninni aðhald. Merkingar vantar „Við ætlum líka að vera með lit- aða límmiða þannig að í þeim til- fellum sem verðmerkingar hrein- lega vantar ætlum við að hjálpa versluninni og benda henni á það. Þá getur fólk skellt miðanum þang- að sem verðmerkingu vantar,“ seg- ir Þuríður og bætir við að Neyt- endasamtökunum berist margar kvartanir vegna skorts á merking- um í verslunum. Þeir sem vilja leggja samtökun- um lið sem sjálfboðaliðar geta haft samband á netfangið ns@ns.is eða í síma 545 1200. „Við ætlum að byrja á að einbeita okkur að lág- vöruverðsverslununum en við vit- um að þetta er vandamál bæði í matvöruverslunum, sérverslunum og alls staðar,“ segir Þuríður Hjart- ardóttir að lokum. Neytendasamtökin vekja athygli á verðmerkingum í verslunum Verðmerkingum oft ábótavant Ekki er alltaf samræmi milli verðmerkinga í hillu og við kassa í mat- vöruverslunum. Tilboðs- verð skilar sér ekki alltaf á kassann og stundum vantar hreinlega verð- merkingar í hillum. Ósamræmi í merkingum Algengt er að ósamræmi sé milli verðmerkinga á hilluk- anti og verðs á kassa. ➤ Allar vörur í verslunum eigaað vera skýrt verðmerktar samkvæmt lögum. ➤ Verðið á annað hvort að veraá vörunni sjálfri eða við hana. ➤ Það sama gildir um vörur ísýningargluggum. VERÐMERKINGAR „Tilgangur okkar er fyrst og fremst að vekja athygli fólks á því að með því að breyta ökulagi sínu getur það dregið úr eldsneytisnotkun um allt að 15%,“ segir Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu, en fyrirtækið býður almenningi upp á námskeið í sparakstri í sam- starfi við Ökukennarafélag Íslands. Hvert námskeið tekur um tvo tíma og er tvinnað saman bóklegri fræðslu og verklegri kennslu í akstri. Að lokum er svo ávinningur hvers og eins mældur. Að- gangur er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi í boði og þarf fólk því að skrá sig á netfanginu www.volkswa- gen.-is. Námskeiðin fara fram næstu fjórar helgar en Jón Trausti telur líklegt að fleiri námskeiðum verði bætt við vegna mikils áhuga. „Núna eru náttúrlega allir að hugsa um bæði umhverfið og efnahaginn og því hentar þetta námskeið vel,“ segir Jón Trausti. Dregið úr eldsneytisnotkun Minni eyðsla Með spa- rakstri má draga verulega úr eldsneytisnotkun. Gömlum rafhlöðum á ekki að henda með heimilissorpinu heldur skila til úrvinnslu. Í þeim leynast spilliefni sem geta verið hættuleg heilsu manna og skaðleg umhverf- inu. Tekið er á móti raf- hlöðum á helstu bens- ínstöðvum og söfnunarstöðum sveitarfélaga. Rafhlöður til úrvinnslu Það getur haft áhrif á orku- þörf heimilisins hvernig hús- munum er raðað upp. Þannig er lítið vit í því að hylja ofna með gluggatjöldum sem draga úr varmagjöf þeirra eða hylja ofninn með húsgögnum. Hús- gögn við útveggi geta aftur á móti dregið úr loftstreymi við hann og minnkað orkutap. Húsgögn og orkuþörf Ef fólk er orðið ringlað á mis- munandi tilboðum síma- og fjarskiptafyrirtækja getur það skoðað gjöld og tímamælingar á heimasíðu Póst- og fjar- skiptastofnunar á vefslóðinni www.pta.is. Þar er hægt að bera saman verð og þjónustu fyrirtækja á markaði og er list- inn uppfærður reglulega þannig að upplýsingarnar eru nýjar. Net og sími Neytendastofa hefur gert úttekt á því í hvaða mæli opinberar stofn- anir og fyriræki innheimta seðil- gjöld eða sambærilegar fylgikröfur. Af 278 opinberum stofnunum, fyr- irtækjum og hlutafélögum sem formleg fyrirspurn var send til vegna úttektarinnar svöruðu 246 eða 88,4%. Af svarendum kvaðst 181 senda út kröfur og þar af 44 (24,3%) leggja á seðilgjald eða ann- an aukakostnað við aðalkröfu en þó ekki endilega við allar inn- heimtar kröfur. Gjaldið nær raunkostnaði Í úttekt Neytendastofu kemur fram að yfirleitt sé um lágar fjár- hæðir að ræða hjá þeim opinberu stofnunum og fyrirtækjum sem innheimta seðilgjöld. Ennfremur segir þar að ætla megi að gjald sem opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti gagnvart neytendum sé mun lægra og nær raunkostnaði en sambærileg gjaldtaka á almennum samkeppnismarkaði. Af þeim 44 opinberu stofnunum og fyrirtækjum sem innheimtu seðilgjöld kváðust 19 aðspurð ætla að hætta gjaldtökunni en 19 hugð- ust ekki hætta henni. Sex höfðu ekki tekið ákvörðun um það þegar fyrirspurninni var svarað. Úttekt á einkamarkaði Úttektin var gerð að beiðni við- skiptaráðherra. Hann hefur nú far- ið þess á leit við Neytendastofu að gerð verði úttekt á innheimtu seð- ilgjalda og sambærilegra fylgi- krafna á einkamarkaði. Kannaðar skulu fjárhæðir og grundvöllur innheimtunnar, það er hvort inn- heimtan byggist á samningi milli aðila. Einnig verður kannað hvort greiðendum bjóðist að greiða kröf- ur með öðrum hættti þannig að ekki komi til greiðslu seðilgjalds. Opinber seðilgjöld Áður en menn kaupa sér tæki eða tól frá útlöndum ættu þeir að ganga úr skugga um að ein- hver þjónusti tækin hér á landi. Það á til dæmis við um farsíma, bíla og allt þar á milli. Margir uppgötva fyrst þegar tækið bilar að enga við- gerðarþjónustu er að fá og neyðast jafnvel til að senda gripinn til útlanda með ærn- um tilkostnaði og fyrirhöfn. Engin þjónusta

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.