24 stundir - 16.04.2008, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Þótt fjölgun golfáhugamanna hér-
lendis undanfarin ár sé með hrein-
um ólíkindum er alltaf nokkur
hópur fólks sem gefst upp eftir
fyrstu skiptin enda meira en að
segja það að hitta golfkúlu svo vel
sé í fyrstu atrennu. Og ekki er held-
ur laust við að þeir sem hafa náð
undirstöðuatriðunum gefist upp
þegar hvað mest blæs á móti.
24 stundir tóku hús á þremur
golfkennurum sem allir eiga ágæt-
an feril að baki í faginu og grein-
inni og lagði fyrir þá nokkrar
spurningar varðandi golf og golf-
kennslu.
Mestu byrjendamistökin?
Úlfar: Tæknilega er það hversu
margir beygja vinstri handlegg of
mikið og sveifla kylfunni þar af
leiðandi of langt í aftursveiflunni.
Sigurpáll: Vitlaust grip.
Brynjar: Að halda að golf sé ein-
föld íþrótt.
Mestu mistök lengra kominna?
Úlfar: Þeir reikna alltaf með full-
komnu höggi og hafa ekki nægilega
gott leikskipulag.
Sigurpáll: Ekkert leikskipulag og
fara ekki eftir því þegar svo er.
Einnig er of algengt að fólk dragi
upp dræver á par fjögur og par
fimm brautum sem er ekki alltaf
vænlegt til árangurs.
Brynjar: Oft gleyma kylfingar að
setja upp leikskipulag og margir
taka of oft erfiðu leiðina að hol-
unni og spila þar af leiðandi erfið
högg.
Hversu margar kennslustundir
þarf byrjandi áður en árangur
sést?
Úlfar: Mjög einstaklingsbundið
og fer eftir því hversu viðkomandi
æfir sig mikið sjálfur.
Sigurpáll: Sumir ná tökum á
golfi eftir örfáa tíma meðan aðrir
eiga í basli í langan tíma. Eitt er
hins vegar ljóst og það er að allir
geta lært golf og það vel með tíð og
tíma.
Brynjar: Byrjandi þarf klukku-
stund með mér og eftir það er bolt-
inn farinn að fljúga mjög vel og
nemandinn farinn að sveifla eins
og á að sveifla.
Æfingasvæðið eða úti á velli?
Úlfar: Það þarf að æfa sig á báð-
um stöðum. Tæknilega hliðin lær-
ist á æfingasvæðinu en golfið sjálft
verður að lærast á völlum landsins.
Sigurpáll: Þarna þarf jafnvægi.
Eitt er að skjóta vel á æfingasvæð-
inu en annað úti á velli. Að mínu
viti á öll kennsla að fara meira fram
í leik á velli en og ég kenni þannig
sjálfur.
Brynjar: Þessir tveir þættir þurfa
að vera í góðum hlutföllum. Eng-
inn nær árangri með eintómum
æfingum á æfingasvæðinu og öf-
ugt.
Skipta græjurnar máli?
Úlfar: Ár frá ári er ekki mikill
munur á græjum en síðustu tíu til
fimmtán ár hafa orðið miklar
framfarir, sérstaklega í dræverum,
og engin spurning að framþróun
þar hefur hjálpað kylfingum.
Sigurpáll: Nýrri græjur í golfinu
eru almennt til batnaðar að mínu
mati.
Brynjar: Góðar kylfur sem passa
hjálpa klárlega leikmanni að ná ár-
angri. Það þýðir samt ekki að allir
þurfi alltaf að hafa það nýjasta
hverju sinni.
Skemmtilegasti íslenski völl-
urinn?
Úlfar: Golfvöllurinn í Vest-
mannaeyjum er mjög skemmtileg-
ur og eins er Grafarholtið af öft-
ustu teigum afar skemmtilegt. Best
líður mér þó á Hvaleyrarvelli í góð-
um félagsskap.
Sigurpáll: Völlurinn á Akureyri
er einstakur og ég get ekki beðið
eftir að það verði búið að endur-
nýja allar flatirnar fyrir norðan.
Brynjar: Grafarholtið er einstakt
að mínu mati enda alltaf sérstakur
sjarmi yfir honum frá mínum bæj-
ardyrum séð. Að auki eigum við
fína velli á borð við Urriðakotsvöll,
Keili og Vestmannaeyjar.
Þó að fjölgun sé í golfinu eru alltaf nokkrir sem heltast úr lestinni
Allir geta náð góðum
tökum á golfi
Það kannast flestir við að
fyrstu skrefin í golfinu
geta vægast sagt verið
hræðileg lífsreynsla, því
að eins einfalt og þetta
virðist vera í sjónvarpi er
raunin önnur og bara það
að hitta litlu hvítu kúluna
við fætur manns burtséð
hvert hún fer getur ald-
eilis tekið á taugarnar.
Þrír af hæfustu golfkenn-
urum landsins, Sigurpáll
Geir Sveinsson, Úlfar
Jónsson og Brynjar Eldon
Geirsson eru þó sammála
um að hver sem er geti
náð góðum tökum á golf-
íþróttinni standi sann-
arlega vilji til.
Einfalt mál Eins og í öllu
öðru skiptir æfingin höf-
uðmáli til árangurs.
ÚLFAR JÓNSSON
30 mínútna stakur
tími í golfkennslu
hjá Úlfari kostar
3800 krónur. Inni-
falin er svokölluð
vídeógreining en
hópar geta enn-
fremur fengið ýmis pakkatilboð.
„Áhugamenn ættu svona alla
jafna ekki að verða mikið varir við
þetta í leik sínum,“ segir Hörður
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Golfsambands Íslands, en sam-
bandið hefur kynnt á vef sínum
nokkrar breytingar sem orðið hafa
á forgjafarkerfinu hérlendis. Miða
þær breytingar að því að samræma
íslensku reglurnar að fullu við þær
er gilda í Evrópu.
Þrennt er þar nýtt eða frábrugð-
ið því sem verið hefur að sögn
Harðar. „Í fyrsta lagi munu nú veð-
urfar og vallaraðstæður í mótum
hafa áhrif á skor keppenda. Reikni-
aðferðin er flókin en í stuttu máli
má segja að séu aðstæður góðar og
þorri keppenda spilar vel getur það
orðið til hækkunar þegar upp er
staðið og svo öfugt ef aðstæður eru
slæmar. Í öðru lagi verður nú for-
gjöf hvers og eins skoðuð árlega og
leiðrétt ef svo ber undir. Segja má
sem dæmi að sé kylfingur með 10 í
forgjöf en spili sjaldan og sé þá
langt frá þeirri forgjöf þá geti for-
gjafarnefndir hækkað forgjöf hans
um allt að þremur í stað kerfisins
nú sem aðeins lækkar viðkomandi
um 0,1 fyrir hvert skor yfir forgjöf.
Svo er komin svokölluð virk forgjöf
og þeir sem ekki eru með slíka geta
ekki unnið til verðlauna í mótum
sem dæmi. Kylfingar þurfa að skila
fjórum gildum skorum árið á und-
an til að hljóta virka forgjöf.“
Breytingar á forgjafarkerfinu hérlendis
Samræmist nú
reglum Evrópu
Kennir bæði erlend-
is á vegum ferða-
skrifstofa og eins
hér heima hjá golf-
klúbbnum Kili.
Stakur 30 mínútna
tími hjá Sigurpáli
kostar 3000 krónur
SIGURPÁLL SVEINSSON
Brynjar er íþrótta-
stjóri GR og eigandi
Progolf. 30 mínútur
hjá honum kosta
5000 krónur en
margs konar grein-
ing þar innifalin auk
toppaðstöðu.
BRYNJAR GEIRSSON
VORIÐGOLF
lifsstill@24stundir.is a
Veðurfar og vallaraðstæður á mótum geta nú haft
áhrif á skor keppenda. Reikniaðferðin er flókin en í
stuttu máli má segja að séu aðstæður góðar og þorri kepp-
enda spili vel getur það leitt til hækkunar og svo öfugt.
Ráðhús Reykjavíkur
Miðvikudag 16. apríl. kl. 20:30
Aðgangur
ókeypis
Ný tónlist
HILMAR JENSSON
Stórsveit Reykjavíkur