24 stundir - 16.04.2008, Qupperneq 51
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 51
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Okkur bauðst þetta tækifæri og
það er svo mikill metnaður hjá Kili
og uppgangur í unglingastarfinu að
við gripum tækifærið feginshendi,“
segir Ingi Rúnar Gíslason, yfirþjálf-
ari golfklúbbsins Kjalar í Mos-
fellsbæ, en hann hefur veg og
vanda af því að sjö ungir og efni-
legir strákar úr klúbbnum æfa sig
nú sem aldrei fyrr fyrir stórt og til-
tölulega erfitt erlent mót er heitir
US Kids European Masters og fer
fram í mekka golfsins, Skotlandi,
eftir rúman mánuð.
Ekki er algengt að klúbbar
landsins sendi félagsmenn sína ut-
an til keppni og enn sjaldgæfara að
unglingsstrákar fái slíkt tækifæri
enda er tilhlökkunin eðlilega mikil
og stífar hafa æfingarnar verið frá
því ákvörðunin um að taka þátt var
tekin í febrúar.
Að sögn Inga er hugmyndin að
strákarnir öðlist mikilvæga reynslu
í slíkri keppni erlendis. „Það er
annað en að keppa hér heima og í
raun eðlilegt skref í framþróun
unglingastarfsins en þetta er dýrt
og margir sem þurfa að hlaupa
undir bagga. Ég efast hins vegar
ekki um að strákarnir búa að svona
reynslu um langan tíma og öll slík
reynsla hjálpar til lengri tíma litið.“
Að sögn framkvæmdastjóra
Kjalar, Hauks Hafsteinssonar,
gengur fjáröflun bærilega en áætl-
anir gerðu gróflega ráð fyrir að
kostnaður vegna fararinnar yrði
um ein og hálf milljón.
Strákarnir ásamt þjálfara sín-
um. Mótherjarnir í Skotlandi eru
ekki af verri endanum en þeir ís-
lensku láta sér fátt um finnast.
Sjö strákar úr Kili keppa á sterku móti í Evrópu í næsta mánuði
Skeleggir í víking
til Skotlands
Þeir heita Aron Skúli
Ingason, Birnir Snær
Ingason, Björn Óskar
Guðjónsson, Gísli Ólafs-
son, Guðni Valur Guðna-
son, Hans Blomsterberg
og Heiðar Atli Styrk-
ársson og eftir 39 daga
keppa þeir á sterku golf-
móti í Skotlandi.
Verkefni á borð við það sem golf-
klúbburinn Kjölur hefur nú tekist á
við er dýrt og sérstaklega nú þegar
pund og evrur hafa hækkað veru-
lega síðan í febrúar. Allur stuðn-
ingur er þess vegna vel þeginn.
Þeim sem styrkja vilja það er bent
á að hafa samband við þjálfara
Kjalar Inga Rúnar Gíslason á net-
fanginu ingigolf@gmail.com.
KOSTNAÐARSAMT
Agi Strákarnir æfa mun stífar þessa dag-
ana vegna mótsins sem framundan er
Undirstöðuatriðin Æft er í fínni aðstöðu
hjá Sporthúsinu í Kópavogi
24stundir/Ómar
Flestir yrðu nokkuð sáttir við að
hafa eignast rúma eina milljón
króna fyrir að spila golf í nokkra
mánuði nema ef vera skyldi að um
keppnismann á evrópsku móta-
röðinni væri að ræða. Þannig er
ástatt um Birgi Leif Hafþórsson at-
vinnukylfing en verðlaunafé hans
hingað til á mótaröðinni nemur
rétt tæplega 1,1 milljón þegar
þriðjungur móta hefur verið spil-
aður. Dugar það engan veginn til
að halda í við þá fremstu enda situr
Birgir nú í 240. sæti af 300 ein-
staklingum er þátttökurétt hafa.
Markmið Birgis fyrir þessa leik-
tíðina var að lenda ekki í þeirri
stöðu sem hann var löngum í á
sínu fyrsta ári á mótaröðinni þegar
hann var tæpur lengi vel. Birgir
komst aðeins inn nú vegna góðs
gengis á sérstöku úrtökumóti.
Miðað er við að 120 efstu menn
hvert ár á peningalistanum haldi
keppnisrétti milli ára og er Birgir
nú þegar 5,4 milljónum króna á
eftir þeim er situr í sæti 120. Mun
lengra er eðlilega í efstu menn en sá
sem situr í 20. sæti hefur unnið sér
inn 35 milljónir króna það sem af
er.
Ekki gengur nógu vel hjá okkar manni á evrópsku mótaröðinni
Í sæti númer 240
Birgir Leifur í leik Þó
enn sé nægur tími til
stefnu þarf hann að
fara að næla sér í al-
vöru upphæðir.
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
Plata Sverris Berg-
manns, sem heitir bara
Bergmann, er komin út.
» Meira í Morgunblaðinu
„Þungu fargi
af mér létt“
Miðvikudagur 16. apríl
Það er meira
í Mogganum
í dag
Misstressaðir
útskriftarnemar
Nemendur á lokaári
Listaháskóla Íslands eru
misjafnlega stressaðir fyrir
útskriftarsýningu sína.
» Meira í Morgunblaðinu
reykjavíkreykjavík
Rekstur plötubúðar
Smekkleysu borgaði sig
ekki og því verður henni lok-
að um næstu mánaðamót.
»Meira í Morgunblaðinu
Endalok
Smekkleysu