24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 58

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 24stundir Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur Opið mán-lau kl. 11-17 Sendum frítt um land allt NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN ULL OG SILKI Full búð af nýjum vörum Hitavermar, Angora, Silki, Merino. Einnig mikið úrval af brjóstagjafarfatnaði. Gardínur og ljós í stíl Feim - Lene Bjerre - Bæjarlind 6 - www.feim.is opið virka daga 10 - 18, laugardaga 11 -16 Morðingjar á kreiki Rokkhljómsveitin Morðingj- arnir sem nýlega gaf út plötuna Áfram Ísland mun halda tvenna útgáfutónleika á næstunni, annars vegar á Akureyri þann 18. apríl á Græna hattinum og hins vegar í Reykjavík þann 25. apríl í Iðnó. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og er miðaverð 1000 kr. Hið merkilega við báða viðburði er þó nafngift upphitunarhljóm- sveitanna. Á tónleikunum á Ak- ureyri hitar hljómsveitin Akureyri! upp, en á tónleikunum í Reykjavík hitar hljómsveitin Reykjavík! upp, ásamt Sudden weather change. Ku Bóas, söngvari Reykjavíkur!, hafa stungið upp á hljómsveit- arnafninu Akureyri! við þá norð- anmenn á balli þeirra fyrrnefndu, sem tóku hann á orðinu. Gaman að þessu. Morðingjarnir halda tvenna útgáfutón- leika á næstunni Kvikmyndir traustis@24stundir.is Kvikmyndin 21, eða Svartipétur, fjallar um afburðanemandann Ben Campbell sem þráir það heitast að fá inngöngu í Harvard. En fái hann ekki fullan skólastyrk neyðist hann til þess að safna 300.000 dollurum fyrir náminu. Hann kemst í hóp skólasystkina sinna í MIT, sem undir leiðsögn háskólaprófessors- ins Micky Rosa stundar kerf- isbundið fjárhættuspil, 21, í Las Vegas um helgar. Þau hafa komið sér upp kerfi, þar sem þau telja spilin og beita síðan líkinda- reikningi til að sigra, sem er lög- legt, en illa liðið af spilavítaeigend- um. Vikið frá sanneikanum Myndin er byggð á metsölubók- inni Bringing Down the House, sem skrifuð var um raunverulegan hóp MIT-nema sem stunduðu þessa iðju í alvöru. Sú saga er þó töluvert frábrugðin myndinni, en alls ekkert síðri og í raun undarlegt þegar Hollywood sér sig knúna til að betrumbæta og ýkja ótrúlega sögu sem þarf ekki á slíkum við- bótum að halda. Myndin hefur til dæmis verið harðlega gagnrýnd fyrir að gera aðalsöguhetjurnar hvíta á hörund, þegar í raunveru- leikanum var um nema af asísku bergi brotna að ræða. Myndin er hins vegar ágætis skemmtun, þó aldrei nái hún að komast á al- mennilegt flug. Leikurinn er þó góður sem og tónlist og útlit myndarinnar. Handritið er hins vegar alltof fyrirsjáanlegt og nær aldrei upp neinni spennu. Sér- staklega er ótrúverðugt atriðið þar sem Micky er beittur veikum rök- um til þess að snúa aftur að spila- borðinu, sem er lykilatriði. Ágæt kennslumynd fyrir spilafíkla þó. Sannleikurinn er sagna bestur Heppinn í spilum og ástum Ben daðrar við Jill. Leikstjóri: Robert Luketic Leikarar: Jim Sturgess, Kevin Spacey, Kate Bosworth 21 Á sumardaginn fyrsta fara fram sérstakir tónleikar norður í landi þar sem Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, stígur á stokk og syngur með söngfélaginu Sálubót. Haldnir verða tvennir tónleikar, annars vegar á Akureyri og hins vegar í Ýdölum. Tengsl Jónsa við söngfélagið eru nokkur en hann var í sveit hjá einum meðlima fé- lagsins á unga aldri. „Þetta er fólkið mitt úr sveitinni. Mínir fyrstu aðdáendur voru kýrnar Huppa og Skjalda, ég söng af Massey Ferguson fyrir þær,“ segir Jónsi sem bíður spenntur eftir að komast aftur í sveitina. vij Jónsi syngur í sveitasælunni Hljómsveitin Jagúar fer í tón- leikaferð til Eystrasaltslandanna og Finnlands 24. til 26. apríl. Hljómsveitin kemur fram á Jazzkaar-hátíðinni í Eistlandi, Kaunas Jazz-hátíðinni í Litháen og loks April Jazz-hátíðinni í Finnlandi. Jagúar hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarnar vikur, en sveitin sendi frá sér sína fjórðu breið- skífu, Shake it Good, í fyrra. Jagúar hitar upp fyrir ferðalagið með miðnæturtónleikum á Org- an næstkomandi föstudagskvöld. 1.000 krónur kostar inn á tón- leikana. Jagúar í austurveg Tónlistaráhugamenn bíða mánudagsins 21. apríl eflaust með mikilli eftirvæntingu, en þá kemur út sjöundi diskurinn í Rokklands- seríunni, Rokkland 2007. Hefur umsjónarmaður Rokklandsþátt- anna á Rás 2, Ólafur Páll Gunn- arsson, sérvalið 41 lag á þessa tvö- földu safnplötu með dyggri aðstoð rokk-ömmunnar Andreu Jóns- dóttur. Fyrstu plötuna prýða bestu lög tónlistarársins 2007 og má þar nefna listamenn á borð við Rufus Wainwright, Mugison og Blonde Redhead, ásamt laginu Freight Tra- in með Lay Low, Ólöfu Arnalds og Pétri Ben, sem hefur ekki komið áður út á diski, en var eitt vinsæl- asta lagið á Rás 2 í fyrra. Á seinni disknum er síðan að finna gamla og góða slagara frá ýmsum tímum. Þar eru sveitir eins og Utangarðsmenn, The Ramones, Chuck Berry, The Clash og Little Richard svo einhverjir séu nefndir. Diskinn má nálgast í öllum betri plötubúðum. traustis@24stundir.is Rokkland 2007 kemur út Óli rokk Óli Palli hefur verið með Rokkland sleitulaust frá árinu 1995. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Ég er löngu farinn að líta á Eyþór sem vin í stað keppinautar. Ann- aðhvort er Bubbi að leita að mér eða honum,“ segir Arnar Már Friðriksson, keppandi í Bandinu hans Bubba. Arnar og Eyþór Ingi Gunn- laugsson syngja til úrslita í Band- inu hans Bubba á Stöð 2 á föstu- dagskvöld. Þeir skiptu með sér fyrsta og öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra, en þá sigraði Eyþór. Arnar vonar að sætaskipan verði öfug í ár þótt milljónirnar þrjár, sem eru í fyrstu verðlaun, skipti hann litlu. „Mér er skítsama um peningana,“ segir hann. „En auðvitað vil ég vinna! Annars væri ég ekki í þessu. Ég lít samt svo á að enginn tapi. Við er- um báðir sigurvegarar.“ Brengluð tilviljun Arnari finnst það skemmtileg tilviljun að mæta Eyþóri á ný og skipta með honum fyrstu sæt- unum tveimur. „Það er brenglað. Mjög töff. Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Eyþór er flytj- andi sem ég lít mjög mikið upp til,“ segir hann. Aðdáun Arnars á Eyþóri virðist vera gagnkvæm, en Eyþór segist bera mikla virðingu fyrir Arnari. „Arnar er klárlega stórkostlegasti söngvari sem ég hef heyrt í lengi. Það er gríðarleg orka í þessum manni,“ segir hann. Ekki sigurviss Eyþór er ekki sigurviss og telur að Arnar muni veita harða keppni á föstudagskvöld. „Ég held að það sé komið að því að hann nái fram hefndum,“ segir Eyþór. „En að sjálfsögðu berst ég fyrir mínu.“ Verðlaunaféð keyrir Eyþór ekki áfram frekar en Arnar og að- spurður hvort peningarnir herði keppnina segir Eyþór ekki svo vera. „Það er engin græðgi hérna meg- in,“ segir hann. Eyþór og Arnar skipta með sér fyrsta og öðru sæti á ný „Mér er skítsama um peningana“ Hver sigrar? Arnar og Eyþór syngja til úrslita á föstudag. ➤ Níu keppendur kepptu til úr-slita sem hófust 29. febrúar. ➤ Í verðlaun eru þrjár milljónirkróna, plötusamningur og staða í Bandinu hans Bubba. ➤ Gestadómari á föstudag verð-ur bárujárnsrokkarinn Eiríkur Hauksson. BANDIÐ HANS BUBBA Söngvararnir Eyþór og Arnar, sem syngja til úr- slita í Bandinu hans Bubba á föstudagskvöld, lentu í fyrsta og öðru sæti í Söngkeppni framhalds- skólanna í fyrra. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Arnar er klárlega stórkostlegasti söngvari sem ég hef heyrt í lengi. Það er gríðarleg orka í þessum manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.