24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 61

24 stundir - 16.04.2008, Blaðsíða 61
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 61 JAKKAR frá 3.990 kr. RÚV klukkan 20.10 Private Practice er bandarísk þáttaröð þar sem fylgst er með Addison Montgomery, lækni í Grey’s Anatomy-þáttunum. Hún heimsækir gömul skóla- systkini sín til Kaliforníu. Einkalíf þeirra er í molum en þeim gengur betur í starfi og Addison bræðir það með sér að flytjast frá Seattle til Santa Monica og vinna með þeim. Á nýjum stað Stöð 2 klukkan 20.20 Eins og nafnið gefur til kynna leggur Tim Gunn línurnar í stíl, hönnun og tísku í hinum nýja þætti sínum, Tim Gunn’s Guide to Style. Í hverjum þætti tekur Tim misalvarleg tískuslys upp á sína arma og kennir þeim að klæða sig við hæfi. Ómissandi þáttur fyrir þá sem vilja vita hvernig er best að klæða sig. Tískulöggan Skjár Einn kl. 21.50 Lipstick Jungle er glæný þátta- röð sem byggð er á met- sölubók frá höfundi Sex and the City. Aðalsöguhetjurnar eru þrjár valdamiklar vinkon- ur í New York. Wendy reynir að sanna að hún sé góð móðir og tekur dóttur sína með á samkomu til heiðurs konum í fjölmiðlageiranum en það endar öðruvísi en ætlað var. Ný beðmál Stöð 2 Sport kl. 19.05 Í kvöld eigast við Keflavík og ÍR í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fær að mæta sterku liði Snæfells í úrslitum Ice- land Express-deildarinnar. Eftir að ÍR hafði náð að kom- ast 2-0 yfir í einvígi liðanna sýndi lið Keflavíkur mikinn styrk með því að vinna síðustu tvo leiki og jafna metin. Það verður því leikið til þrautar í kvöld, með tilheyrandi hörku og kjaftbrúki. Lokarimman HÁPUNKTAR Samkvæmt nýjasta tölublaði TV Guide er ljóst að enn mun fækka í leikaraliði hinna gríð- arlega vinsælu þátta CSI. Leikarinn Gary Dour- dan hefur tilkynnt framleiðendum þáttanna að hann vilji hætta að koma fram í þáttunum og snúa sér að einhverju öðru. Dourdan, sem leik- ur hinn svala rannsóknarmann og spilafíkil Warrick Brown í þáttunum, hefur leikið í þátta- röðinni frá því að hún hóf göngu sína árið 2000 og er því líklegt að aðdáendur þáttanna muni sjá eftir honum. Dourdan verður annar leikarinn sem yfirgef- ur þáttaröðina á innan við ári en leikkonan Jorja Fox, sem lék Söru Sidler, yfirgaf þáttaröð- ina í nóvember síðastliðnum, en síðasti þáttur leikkonunnar var einmitt sýndur á Skjá einum síðastliðið mánudagskvöld. Engin uppgjöf hjá framleiðendum Þrátt fyrir að tveir af aðalleikurum þáttarað- arinnar hafi nú yfirgefið eða ákveðið að segja skilið við þættina er engan bilbug að finna hjá framleiðendunum. William Petersen hefur þegar endurnýjað samning sinn við þáttaröðina og fastlega er reiknað með því að afgangurinn af aðalleik- urum þáttaraðarinnar, George Eads og Marg Helgenberger, muni gera slíkt hið sama. Fram- leiðendur eru nú þegar farnir að gera ráðstaf- anir vegna brotthvarfs Dourdans og eru farnir að auglýsa eftir nýjum leikara í hans stað. Leik- arinn kemur til með að fara með hlutverk Ray Santoro, hins myndarlega, gáfaða hasarkropps sem gengur til liðs við eina mögnuðustu lög- gæslumaskínu sjónvarpssögunnar. vij Yfirvofandi mannabreytingar í CSI Dourdan fer frá Las Vegas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.