24 stundir


24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hefur áhyggjur af þjóðarvitund og sjálfstæði Íslands vegna umræðna um hugsanlega inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið. Í ræðunni, sem þingforsetinn hélt í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn á sumardaginn fyrsta, var gamalkunnur tónn og röksemdir, sem hafa oft heyrzt áður í aðdraganda stórra ákvarðana í utanríkismálum. Slíkur ótti hefur áður verið á kreiki, m.a. í afmörkuðum hópum í Sjálf- stæðisflokknum, þegar rætt hefur verið um inngöngu í NATO, EFTA og að- ild Íslands að EES-samningnum. Reyndar er það svo, þegar horft er til baka, að aðild Íslands að þessu alþjóðlega samstarfi hefur hvorki skaðað sjálfstæði landsins né komið niður á vitund Íslendinga um sjálfa sig sem þjóð. Í ræðu Sturlu var líka sú röksemd, sem var höfð mikið uppi af andstæð- ingum EES-samningsins á sínum tíma, að Ísland sé svo mikið öðruvísi en önnur ríki að hér geti ekki gilt sömu reglur og annars staðar. Fylgir því þá kannski að það fari öðruvísi með Íslendinga en aðrar þjóðir að gerast aðilar að samstarfinu í ESB? Sennilega þarf Sturla þó ekki að hafa áhyggjur. Að minnsta kosti verður ekki vart við að núverandi aðildarríki líti svo á að þau hafi glatað þjóðarvitund sinni eða sjálfstæði. Þvert á móti hefur vegferð t.d. Eystrasaltsríkjanna inn í ESB farið saman við mikla þjóðernisvakningu. Forseti Alþingis spurði hvort hið háa Alþingi myndi „njóta sæmdar og hafa þau áhrif sem því ber innan Evrópusambandsins“. Svarið er að Alþingi myndi hafa meiri áhrif á löggjöf sambandsins en það hefur nú. Samkvæmt EES-samningnum stimplar Alþingi reglur frá ESB og hefur engin áhrif á samningu þeirra. Í ESB hefði ríkisstjórn, sem situr í umboði þingsins, full- trúa við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar um slíkar reglur og yrði að svara fyrir þær ákvarðanir gagnvart þinginu, sem hefði aðgang að öllum gögnum. Það er rétt hjá Sturlu Böðvarssyni að með aðild að ESB framselja ríki hluta af formlegu fullveldi sínu. Hvers vegna? Vegna viðleitni til að endurheimta með samtakamætti alþjóðlegs samstarfs þau áhrif, sem hnattvæðingin hefur löngu svipt hverja ríkisstjórn fyrir sig. Alþjóðlegt samstarf sviptir ríki ekki sjálfstæði sínu, enda geta þau hvenær sem er sagt sig frá því ef þau kjósa það. Samstarfið styrkir áhrif ríkja á mál, sem varða þau miklu. Umræður um ESB eiga að snúast um hagsmuni, efnahagslega og pólitíska, „krónur og evrur“ svo notuð séu orð þingforsetans. Af þjóðarvitundinni þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur; af henni eigum við nóg. Nóg þjóðarvitund SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Spuni út yfir mörk hins fáránlega af hálfu Downingstrætis 10? Það eru engin nýmæli, sbr. Írak. Hingað til hefur þó alltaf einhver tilgangur verið með spunanum, yfirleitt sá að réttlæta eða fegra eigin gerðir. Þess vegna er það með nokkrum ólíkindum að breska forsætisráðherraskrif- stofan taki nú upp á því án sýni- legs tilgangs að senda frá sér upp- spuna, eins og hún segir þriðj- unginn af fréttatilkynningu sinni af fundi þeirra Geirs Haarde og Gordon Brown í dag hafa verið. Það þarf alla vega talsvert þrosk- aða skáldskapargáfu … Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur.eyjan.is BLOGGARINN Spuni í London Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra er lögfræðingur og eflaust miklu skólaðri í lögum og góðum stjórnsýslu- hefðum heldur en ég. En er lög- legt og siðlegt að birta tölvupósta frá nafngreindum mönnum á bloggsíðu dóms- málaráðherra? Þetta eru tölvu- póstar sem hann hefur klárlega fengið sem æðsti embættismaður dómsmála á Íslandi. Ef þeir tölvupóstar sem Björn birtir eru birtir þar með samþykki og vit- und þeirra sem þá sendu þá er auðvitað ekkert við það að at- huga. Ef þetta væru færslur í opið athugasemdakerfi í bloggi … Salvör Gissurardóttir salvor.blog.is Tölvupóstarnir Það er merkilegt hvað menn eru alltaf tilbúnir að trúa hinu því versta upp á fólk. Eins og hana Láru Ómars- dóttur, duglega og prýðilega fréttakonu. Sjálf- ur hef ég verið í beinum útsend- ingum í marga klukkutíma á æv- inni – ég hef ekki lengur tölu. Í kringum beinar útsendingar er ýmislegt látið flakka milli stjórn- borðsins og þess sem er í útsend- ingunni. [...] Svo gerast einstöku sinnum slys og það kemur í ljós að kveikt var á hljóðnemanum. [H]ef enga ástæðu til annars en að trúa Láru þegar hún segist hafa verið að grínast. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils Trúi Láru Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Óeirðirnar sem brutust út í Norðlingaholti á miðvikudaginn var voru málstað atvinnubílstjóra ekki til framdráttar. Þegar ofan á bættist að einn úr þeirra hópi fór fram með ofbeldi gagnvart lögreglunni án nokkurrar sýni- legrar ástæðu síðasta fimmtudag má velta fyrir sér hvort sá málstaður sem mótmælin hafa snúist um að sögn bílstjóranna sé ekki orðinn aukaatriði. Mótmæli atvinnubílstjóra hafa nú staðið með hléum í tæpar fjórar vikur. Í upphafi mátti skilja á talsmönnum þeirra að meginástæða mótmælanna væri hátt elds- neytisverð og krafa þeirra væri sú að dregið yrði úr álögum ríkisins. Fjöldi fólks lýsti yfir stuðningi við málstað bílstjóranna og mátti greina ákveðna sam- kennd hins almenna borgara með kröfu þeirra. Þetta var fyrstu dagana. Þegar mótmæli bílstjóranna héldu áfram dögum saman kom smátt og smátt annað hljóð í strokkinn hjá mörgum þeirra sem áður höfðu lýst stuðningi sínum við málstað þeirra. Spurningar vökn- uðu um hvort boðlegt væri að loka stofnæðum borg- arinnar klukkutímum saman án þess að skeyta um ör- yggi samborgaranna. Hverjar eru kröfurnar? Atvinnubílstjórar voru inntir eftir því með hvaða hætti þeir vildu að stjórnvöld brygðust við. Þá kom í ljós að kröfur bílstjóra voru víðfeðmari en svo að þær næðu bara til lækkunar á eldsneytisverði. Þeir lýstu yfir óánægju með hvíldartímareglur og kröfu um endur- menntun. Þetta eru kröfur sem snerta hag almennings ekki beint. Almennt hefur almenningur litla hugmynd um hvað það er sem bílstjórar eru óánægðir með. Það er einfalt að skilja kröfur um lægra eldsneytisverð. Hitt er erfiðara fyrir venjulegt fólk að skilja. Málstaðurinn er orðinn þokukenndur Árni Þórður Jónsson, ráðgjafi hjá almannatengsla- fyrirtækinu Athygli, segist telja að trúverðugleiki at- vinnubílstjóra hafi beðið hnekki við atburði síðustu daga. „Ég er ekki viss um að almenningur viti almenni- lega lengur hverjar kröfurnar eru. Ég held að bílstjór- arnir þurfi að koma skýrar á framfæri fyrir hverju þeir berjast. Voru það þessar eldsneytisálögur eða hvíld- artíminn eða eru menn bara komnir í slag við kerfið? Málstaðnum sturtað niður? SKÝRING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.