24 stundir


24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 19

24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 19
Ég held að þetta sé orðið þokukennt fyrir almenningi og þar af leiðandi dregur úr samúð með málstaðnum.“ Árni segist telja að bílstjórar verði að skýra sínar kröfur og koma á framfæri af hverju þeir séu svona óánægðir með hvíldartímaákvæðin. „Það getur vel ver- ið að raunveruleikinn sem bílstjórar búa við sé sá að þessi ákvæði séu hamlandi í ákveðnum tilvikum en ég veit það ekki. Þess vegna verða þeir að reyna að skýra málið til að öðlast aftur stuðning við málstað sinn.“ Allir fóru offari í Norðlingaholti Í mótmælunum í Norðlingaholti fóru allir offari. Lögreglan brást við af hörku sem ekki hafði sést áður í mótmælaaðgerðum bílstjóra. Deilt hafði verið á lög- regluna fyrir að sýna bílstjórum linkind og vel má vera að sú gagnrýni hafi haft áhrif á framgöngu hennar. Hitt er ljóst að báðir aðilar voru ögrandi í framkomu og áttu báðir sök á hvernig fór. Þegar við bættist að fjölda fólks sem margt hvert virtist ekki hafa hugmynd um hver málstaður bílstjóranna var dreif að og hóf að ögra lögreglunni þurfti ekki að koma á óvart að upp úr syði. Hámarki á farsakenndri atburðarásinni var svo náð þegar ungmenni í nasistabúningum komu á vettvang og hrópuðu slagorð þriðja ríkisins að lögreglunni. Þá var ljóst að það var ekki bara búið að sturta malarhlassi niður. Það var búið að sturta trúverðugleikanum niður. Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, segist þess þó fullviss að almenningur hafi fullan skilning á málstað bílstjóranna og styðji hann. „Við getum ekki hætt núna, þá er allt unnið fyrir gýg. Hvernig fram- haldið verður get ég ekki sagt en mótmælunum verður haldið áfram.“ freyr@24stundir.is aFreyr Rögnvaldsson Hámarki á farsakenndri at- burðarásinni var svo náð þegar ungmenni í nas- istabúningum komu á vettvang og hrópuðu slag- orð þriðja ríkisins að lög- reglunni. Þá var ljóst að það var ekki bara búið að sturta mal- arhlassi niður. Það var búið að sturta trúverðugleikanum niður. 24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 19 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið sunnudagskvöldið 27. apríl, kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Boðin verða upp um það bil 130 listaverk. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg laugardag 11–17 og sunnudag 12–17. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is Á sgrím ur Jónsson Gleðilegt sumar Þorvaldur Skúlason Mörgum brá í brún í vikunni að heyra sjónvarpsfréttamann ræða hvort hægt væri að sviðsetja eggja- kast fyrir myndavélarnar vegna út- sendingar frá mótmælaaðgerðum vörubílstjóra við Rauðavatn. En þetta hald manna var auðvitað úr lausu lofti gripið. Eftir að samtal fréttamannsins við starfsfélaga sína varð almælt sendi hann út leiðréttingu þess efnis að þetta hefði aldrei staðið til, heldur verið í kaldhæðni sagt milli kollega, en ekki ætlast til að það væri tekið al- varlega. Fréttamaðurinn var ekki eini fulltrúi trúverðugleikans í heimin- um sem þurfti að leiðrétta sig í fyrradag. Þess þurfti líka breska forsætisráðuneytið sem til þessa hefur verið orðlagt fyrir varfærni og nákvæmni í sínu starfi. Sem kunnugt er hittust þeir Geir Haarde og Gordon Brown á sum- ardaginn fyrsta og ræddu alvarleg mál meðan við hin vorum í skrúð- göngum og hoppuköstulum. Og eftir fundinn tilkynnti Downing- stræti 10 að þeir hefðu m.a. rætt strategískar viðræður æðstu emb- ættismanna vegna þess að sívax- andi líkur væru á inngöngu Ís- lands í ESB. Sitthvað ESB og Evrópumál Þó sumum hafi þótt þetta hljóma líklega var það strax borið til baka af okkar ráðuneyti. Þannig segir aðstoðarkona ráðherra í Morgunblaðinu í gær „að Evrópu- sambandið hafi ekkert verið rætt“. Þó sagði í tilkynningu forsætis- ráðuneytis okkar að þeir Geir og Gordon hefðu rætt Evrópumálin, en það er auðvitað sitthvað ESB og Evrópumál. Þó hefði ekkert verið eðlilegra en að ræða Evrópusambandið og sívaxandi líkur á inngöngu Íslands á fundi þeirra Gordons og Geirs. Þeir voru sannanlega að ræða hin- ar gerbreyttu forsendur í bæði ör- yggis- og efnahagsmálum okkar sem nú eru og auðvitað liggur fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar vill hefja undirbúning að aðild að ESB. Ekki kannski af því að við séum svo hrifin af skrifræðinu í Brussel eða langi svo mikið að senda þingmenn á Evrópuþingið, heldur fyrst og fremst vegna þess öryggis og stöðugleika sem er að sækja í ESB og ekki síst mynt- bandalag þess. Einnig liggur fyrir að lands- málaforysta Íslands, jafnt fagleg sem flokkspólitísk, hefur ekki ver- ið með eða á móti aðild að ESB af trúarástæðum. Þar ræður víðast kalt hagsmunamat. Forsendur þess hagsmunamats hafa breyst hratt og því miður ekki örugglega á síðustu misserum. Vaxandi krafa er úr atvinnulífinu um að látið verði reyna á hvaða kjör bjóðist við aðild, en þegar hefur verka- lýðshreyfingin tekið þá afstöðu. Þá hafa æ fleiri stjórnmálamenn sett málið á dagskrá með hugmyndum um vegvísa, breytingar á stjórnar- skrá, tvöfalda þjóðaratkvæða- greiðslu o.s.frv. Einnig hafa kyn- slóðabreytingar áhrif en í pólitík, á hinum félagslega vettvangi og í fjölmiðlum er yngra fólk, hlynnt ESB-aðild, að taka sæti kynslóðar sem hafði meiri efasemdir. Göngum upprétt inn Við sem lengi höfum talað fyrir aðild höfum lagt áherslu á m.a. mikilvægi þess að ráða sjálf för okkar inn í ESB, fremur en hrekj- ast þangað undan veðri og vind- um. Erfiðleikar á fjármálamarkaði gætu leitt til þess að við teldum ekki aðrar leiðir færar og leituðum eftir aðildarviðræðum á þeim for- sendum. Það er mikilvægt að með andvaraleysi komum við okkur ekki í þá stöðu, heldur hefjumst strax handa og setjum fram eigin forsendur og skilyrði fyrir inn- göngu. Við eigum að ganga styrk til samninga og þó nú séu blikur á lofti byggir sterkur efnahagur okk- ar ekki síst á mat og orku, en verð- hækkanir á þessu tvennu eru ekki síst sá vandi sem þjóðirnar glíma við. Kröfum okkar um forræði auðlindanna eigum við að halda á lofti því aðild að ESB á ekki að vera af neyð, heldur vegna þeirra stóru tækifæra sem í því felast til að bæta lífskjör almennings á Íslandi. Höfundur er alþingismaður Evrópa og eggjakast VIÐHORF aHelgi Hjörvar Við eigum að ganga styrk til samninga og þó nú séu blikur á lofti byggir sterk- ur efnahagur okkar ekki síst á mat og orku, en verðhækkanir á þessu tvennu eru ekki síst sá vandi sem þjóð- irnar glíma við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.