24 stundir - 26.04.2008, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir
Það er í raun afar athyglisvert og
pínulítið dapurlegt að lesa ummæli
Magnúsar Kristinssonar, eiganda
útgerðarmanns úr Eyjum og eig-
anda Toyota-umboðsins, í laugar-
dagsviðtali 24 stunda þann 19. apr-
íl síðastliðinn. Blaðamaður spyr
hvort hann telji að evran og Evr-
ópusambandið séu lausnin á efn-
hagsvanda þeim sem Íslendingar
glíma nú við: Orðrétt svarar Magn-
ús: „Ég fylgist með umræðunni
sem mér finnst á köflum vera
glamúrkennd. Ísland er eyja úti í
Atlantshafi. Evrópusambandið er
ekki töfraorð. Ef við færum inn í
Evrópusambandið hefðum við þar
lítil sem engin áhrif.“ Fyrir það
fyrsta átta ég mig ekki alveg á því
hvað hann á við með orðinu
„glamúrkennd“ því enska orðið
„glamour“ vísar til einhvers sem
hefur yfir sér töfra eða dýrðar-
ljóma. Á Magnús þá við að Evr-
ópuumræðan hér á landi sé af því
taginu, hafi slíkan ljóma yfir sér?
Áhrif Íslands
Og svo er það þetta með áhrifin.
Hvernig veit Magnús að við hefð-
um þar lítil sem engin áhrif? Ís-
lendingar hafa aldrei verið í ESB!
Heldur hefur verið í gangi síðan
1994 sérstakur samningur (EES)
um aðgang okkar að innri markaði
ESB, sem veitt hefur þjóðinni að-
gang að markaði sem í dag telur
500 milljónir manna! Það er ekki
lítið. Hins vegar höfum við ekkert
að segja um það hvernig framtíðin
innan ESB mótast, við erum ekki
pólitískir þátttakendur í ESB held-
ur þiggjendur og tökum við löggjöf
frá ESB. Er það óskastaðan?
Það er hins vegar bjargföst trú
mín að Íslendingar gætu haft tölu-
vert mikið um ýmis mál að segja
innan ESB, ekki síst sjávarútvegs-
mál, þann málaflokk sem Magnús
gjörþekkir og hefur gríðarlega
reynslu af.
Í lok febrúar fór ESB þess form-
lega á leit við Íslendinga að við
myndum aðstoða þá við endur-
skoðun sjávarútvegsstefnu ESB.
Það eru í raun fáheyrð tíðindi, en
sýnir engu að síður að ESB metur
þekkingu okkar á þessum mála-
flokki mikils. Eða mistúlka ég
skilaboðin? Lítið hefur hins vegar
farið fyrir viðbrögðum íslenskra
stjórnvalda. Það væri áhugavert að
heyra mann eins og Magnús segja
frá reynslu sinni af útgerðar- og
kvótamálum fyrir framan fulltrúa
ESB. Mann sem þekkir bæði kosti
og galla núverandi fyrirkomulags.
Frá fyrstu hendi. Ég er nokkuð viss
um að allavega þeir sem hafa eitt-
hvað með sjávarútvegsmál að gera
innan ESB myndu hlusta, jafnvel
fleiri.
Þroskandi samstarf
Fulltrúar ESB og landa innan
þess, sem að undanförnu hafa
komið hingað til lands, hafa nánast
undantekningarlaust sagt að þeir
vilji fá Ísland inn í sambandið. Þeir
telja okkur eiga samleið með því í
þeim breytingum sem eru að eiga
sér stað á alþjóðakerfinu. Það tel ég
einnig. Það væri að mínu mati afar
þroskandi fyrir Ísland, íslenskt
stjórnkerfi og stjórnmálalíf að geta
t.d. átt ótakmarkað samstarf, á
grundvelli ESB, við þau norrænu
ríki sem nú þegar eru innan sam-
bandsins; Danmörku, Svíþjóð og
Finnland. Allt lönd sem hafa mik-
illa hagsmuna að gæta hér á norð-
urhveli jarðar, en síðustu atburðir
benda til þess að einmitt norður-
hvelið sé að verða sífellt mikilvæg-
ara svæði jarðarkringlunnar.
Magnús segir að Ísland sé eyja í
Atlantshafinu. Það er vissulega rétt
hjá honum. Við breytum ekki
landfræðilegri legu landsins. En
eru það rök fyrir því að ganga ekki í
ESB? Innan ESB er fullt af eyjum:
Malta, Kýpur, eyjar Ítalíu og Grikk-
lands, svo dæmi séu tekin. Og ef Ís-
land gengi í ESB myndu Vest-
mannaeyjar bætast í þennan ágæta
hóp.
Afstaða án raka
Nei, rökin eiga náttúrlega að
vera bæði efnhagslegs og pólitísks
eðlis. Viljum við vera með í að
skapa þá framtíð sem Evrópa
stendur frammi fyrir? T.d. á sviði
umhverfismála, sem er annar
málaflokkur sem ég tel að við Ís-
lendingar höfum klárlega ýmislegt
til málanna að leggja. Ég veit t.d.
ekki betur en að það hafi verið
lengi í gangi rannsóknir (og þróun)
á því hvernig minnka megi elds-
neytisnotkun fiskiskipa okkar og
að slíkur búnaður sé í notkun í
flotanum, eða a.m.k. hluta hans.
Hreinræktuð umhverfismál! Önn-
ur möguleg svið: Hitnun jarðar,
bráðnun ísa, möglegar breytingar á
straumum í kjölfar umhverfis-
breytinga. Erfið, en gríðarlega mik-
ilvæg mál.
Það er vissulega ágætt að Magn-
ús fylgist með umræðunni um Evr-
ópumálin, en það væri líka afar
áhugavert að heyra meiri rök fyrir
skoðunum hans. Því án raka er
ekki hægt að taka afstöðu, hvorki
með eða á móti. Þá hjakkar maður
í sama farinu. Og þá dugar hvorki
Toyota né einhver önnur bílateg-
und til.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og hefur stundað togarasjómennsku
Magnús í Eyjum
og ESB
UMRÆÐAN aGunnar Hólmstein Ársælsson
Fulltrúar ESB
og landa inn-
an þess, sem
að und-
anförnu hafa
komið hing-
að til lands,
hafa nánast undantekn-
ingarlaust sagt að þeir
vilji fá Ísland inn í sam-
bandið.
Umhverfismál „Viljum
við vera með í að skapa
þá framtíð sem Evrópa
stendur frammi fyrir?“
„Mannréttindi og kirkja“ er
mikilvægt efni til umhugsunar en
það hefur varla nokkuð verið til
umfjöllunar sem slíkt t.d. á mál-
þingi eða ráðstefnum. En loksins
þorir Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra að halda málþing með yf-
irskriftinni „Mannréttindi í heimi
trúarinnar“ hinn 28. apríl kl. 16.15
í Hjallakirkju. Augljóst er að við-
fangsefni sem eitt málþing getur
fjallað um er afmarkað en ég fagna
þessari tilraun. Ég óska þess að
fleiri tækifæri fylgi í kjölfarið og
jafnframt langar mig að skrifa
nokkrar línur sjálfur af þessu til-
efni.
Fæðing mannréttinda
Að hugsa um mannréttindi felur
það ekki aðeins í sér að opna lög-
fræðibækur, lesa dóma eða alþjóð-
lega sáttmála. Slíkt er ómissandi til
að dýpka skilning okkar á mann-
réttindum og mannréttindahug-
takinu. Hins vegar á áhersla okkar
fyrst og fremst að vera sú sem felur
það í sér að við hlustum og lítum
til þeirra staða þar sem mannrétt-
indamálin fæðast. „Fæðingarstað-
ur mannréttindamála“ hlýtur að
vera í þeim aðstæðum þar sem
mönnum er mismunað og þeir eru
kúgaðir, þar sem menn heyra aðra
æpa og gráta án þess jafnvel að átta
sig á að um mannréttindabrot er
að ræða. Þegar til dæmis Rosa
McCauley neitaði að standa upp úr
sæti sínu fyrir hvítum manni í
strætó í Alabama árið 1955 hafði
hún án efa enga hugmynd um að
mótmæli hennar yrðu kveikjan að
einu af stærri mannréttindamálum
sögunnar. Mannréttindi berast
hins vegar engum líkt og pakki í
pósti. Því það er ekki nógt að við-
urkenna þau mannréttindamál
sem þannig eru kynnt fyrir okkur,
heldur þurfum við að greina sjálf
hvaða mál varða mannréttindi og
hver ekki. En allt þetta hefst með
því að líta og hlusta.
Ómetanleg manneskja
Mér finnst það afar mikilvægt
fyrir okkur í kirkjunni að við
gleymum ekki að hlusta eftir neyð
náungans. Mannkynið hefur oft
verið duglegt við að breiða yfir þá
staði þar sem mismunun er í gangi
og láta þar með eins og allt sé í lagi.
Ef ég má halda áfram að skrifa út
frá minni persónulegu trú sem
kristinn maður, þá hættir kirkjan
að vera kirkja þegar hún hlustar
ekki á fólk sem hrópar á hjálp í
neyð sinni. Kristur hættir aldrei að
hlusta. Jesús sýndi okkur, með því
að eiga í samskiptum við jaðarfólk
síns tíma, sem var útskúfað og kúg-
að með trúarlegum röksemdum,
að sérhver manneskja er sköpuð
svo að dýrð Guðs birtist í henni og
því er hún ómetanleg. Manneskja
verður ómetanleg ekki vegna trúar
sinnar og verka hér á jörðinni,
heldur er hún dýrmæt alveg frá
upphafi sem sköpunarverk Guðs.
Að mínu mati er þetta inngangur
mannréttindamála fyrir þá sem
játa kristna trú og ástæða þess að
kirkjan hugsar um mannréttindi
óháð trúarlegum bakgrunni hvers
einstaklings.
Rödd fólksins
Mannréttindabaráttunni getur
oftar en ekki verið ógnað með
illsku manna og ofbeldi. Í fréttum
frá Burma eða Tíbet að undan-
förnu sá ég tilvist margra búddam-
unka. Í miðri baráttu fyrir lýðræði
og frelsi hlusta þeir enn eftir ang-
istarópum og hrópi fólks, þeir eru
sjálfir orðnir rödd fólksins.
Kannski eru engin samsvarandi
vandamál núna á Íslandi og t.d. í
Burma eða Tíbet. En samt eigum
við í kirkjunni að rifja upp mik-
ilvægi þess að líta til upphafsins til
„fæðingarstaða mannréttinda-
mála“ þegar við byrjum að hugsa
um mannréttindi og kirkju. Ef við
gleymum að hlusta eftir neyð fólks
sem hrópar á hjálp, mun umræða
um mannréttindi eiga það á hættu
að verða aðeins að fræðslustund.
Höfundur er prestur innflytjenda
Mannréttindi og kirkjan
UMRÆÐAN aToshiki Toma
Ef við gleym-
um að hlusta
eftir neyð
fólks sem
hrópar á
hjálp, mun
umræða um
mannréttindi eiga það á
hættu að verða aðeins að
fræðslustund.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl
Kynntu þér námið á www.hr.is
Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum
árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara-
próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar-
og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl.
TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR
MEISTARANÁM VIÐ
Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í
• Byggingarverkfræði
- Framkvæmdastjórnun
- Umferðar- og skipulagsfræðum
- Steinsteyputækni
- Mannvirkjahönnun
• Fjármálaverkfræði
• Véla- og rafmagnsverkfræði
• Heilbrigðisverkfræði
• Líf- og heilbrigðisvísindum
• Ákvarðanaverkfræði