24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 25
UMRÆÐAN aSóley TómasdóttirMarkmið
þeirra er að
hafa raun-
veruleg áhrif
eftir lýðræð-
islegum leið-
um, að þau
séu tekin alvarlega og til-
lögur þeirra afgreiddar
með sama hætti og til-
lögur fullorðna fólksins
Sjöundi fundur borgarstjórnar
og Reykjavíkurráðs ungmenna
var haldinn þann 22. apríl síðast-
liðinn. Að vanda lögðu ung-
mennin fram vel undirbúnar og
ígrundaðar tillögur og hlutu
verðskuldað hrós af hálfu kjör-
inna fulltrúa.
Mikilvægi ungmennalýðræðis
Markmiðið með starfsemi
Reykjavíkurráðs ungmenna er að
skapa vettvang til að gera ung-
mennum kleift að koma skoð-
unum sínum á framfæri, en jafn-
framt að veita þeim fræðslu og
þjálfun í lýðræðislegum vinnu-
brögðum. Starfsemin er afar mik-
ilvæg fyrir okkur öll. Fyrir ung-
mennin, fyrir borgarfulltrúana og
fyrir Reykvíkinga alla.
Ungmenni sem taka þátt í
slíku ráði eflast sem einstaklingar.
Þau læra að setja fram og rök-
styðja mál sitt, taka þátt í mál-
stofu í borgarstjórn og kynnast
lýðræðislegum ferlum. Málsmeð-
ferð í stjórnsýslu Reykjavíkur er
hluti af því.
Önnur ungmenni eignast fyr-
irmyndir og öðlast trú á að þau
geti haft áhrif, þótt þau hafi ekki
kjörgengi eða kosningarétt – og
heilt yfir teljast ungmenni vera
hópur sem skiptir máli í sam-
félaginu. Kjörnir fulltrúar geta
þannig með beinum hætti eflt
sjálfsmynd og kjark ungmenna í
borginni, hljóti Reykjavíkurráðið
þann sess sem því ber.
Fyrir okkur, kjörna fulltrúa, er
starf Reykjavíkurráðsins og ung-
mennaráðanna ekki síður dýr-
mætt. Þar koma fram sjónarmið
sem skipta máli og við fáum
hressandi tilbreytingu frá því að
tala alltaf bara hvert við annað.
Við þurfum að taka afstöðu til
óvenjulegra tillagna og setja okk-
ur inn í mál sem sjaldan eru til
umræðu meðal fullorðinna.
Ungmennaráðin og Reykjavík-
urráð ungmenna efla þannig
ungmenni í Reykjavík, auka víð-
sýni borgarfulltrúa og ítreka mik-
ilvægi samtals milli kjörinna full-
trúa og umbjóðenda.
Sýndarlýðræði í borgarstjórn
Starfshættir borgarstjórnar
hafa allt frá upphafi hamlað því
að ungmennaráðin virki sem
skyldi. Tillögum ungmennanna
hefur verið vísað til afgreiðslu í
fagráðum, en þar hefur þær und-
antekningalítið dagað uppi.
Formleg afgreiðsla hefur sjaldan
farið fram og ungmennin ekki
fengið lyktir sinna mála. Oftar en
ekki hafa tillögurnar því verið
lagðar fram ár eftir ár á hinum
árlega fundi, ungmennin gagn-
rýnt kjörna fulltrúa fyrir skeyt-
ingarleysi, en allt kemur fyrir
ekki. Tillögurnar gleymast, týnast
eða hverfa.
Á fundinum þann 22. apríl
reyndu kjörnir fulltrúar að hug-
hreysta ungmennin með því að
einhverjar tillagnanna hefðu með
óbeinum hætti haft áhrif á
stefnumótunarvinnu á fagsviðum
borgarinnar. Ekki var á ung-
mennunum að skilja að þau
sættu sig við slíkt, enda skiljan-
legt. Markmið þeirra er að hafa
raunveruleg áhrif eftir lýðræðis-
legum leiðum – að þau séu tekin
alvarlega og tillögur þeirra af-
greiddar með sama hætti og til-
lögur fullorðna fólksins. Sam-
þykktar, felldar, þeim vísað frá
eða til frekari vinnslu. Þannig
virkar það lýðræði sem þau eru
að þjálfa sig í.
Þekking á öllu
Á fundi borgarstjórnar og
Reykjavíkurráðs ungmenna áttu
sér stað heitar umræður um mál-
efni sem brenna á ungmennun-
um, m.a. viðbrögð borgarinnar
við veggjakroti, forvarnafræðslu
og lífsleikni. Í ræðum ungmenn-
anna kom fram ákall um samráð
í þeim málaflokkum sem þau
varðar.
Samtalið milli yngra og eldra
fólks er mikilvægt. Skilningur
kjörinna fulltrúa á aðstæðum og
þörfum ungs fólks er takmark-
aður og eykst ekki nema með
samtali. Enginn núverandi borg-
arfulltrúi hefur tekið þátt í lífs-
leikni sem er tiltölulega nýtt fag,
forvarnarfræðslu þarf að aðlaga
núverandi hættum sem steðja að
börnum og ungmennum, og
menningarheimur veggjakrots
hefur gerbreyst frá því sem var.
Stefna borgarinnar í veggjakrots-
málum er stefna fullorðinna, án
samráðs við ungmenni. Ekki get-
ur það talist farsæl leið til að fara
og gildir þá hið forkveðna: Ekkert
um okkur án okkar!
Það er afar brýnt að borgar-
stjórn Reykjavíkur taki fagnandi
tilboði eins fulltrúanna, Gunnars
Inga Magnússonar, um að kjörn-
um fulltrúum væri frjálst að leita
til þeirra varðandi öll þau mál
sem þeir væru orðnir „of gamlir“
til að hafa þekkingu á.
Tillögur til úrbóta
Á næsta borgarstjórnarfundi
mun undirrituð leggja fram til-
lögu um eflingu ungmennalýð-
ræðis í Reykjavík. Þar verður gert
ráð fyrir að fagráð borgarinnar
skuli afgreiða tillögur Reykjavík-
urráðsins innan tilskilins frests,
en jafnframt verði settur á lagg-
irnar samráðshópur ungmenna
og borgarfulltrúa sem í samein-
ingu móti stefnu í málefnum sem
varða ungmennin beint s.s.
rekstri félagsmiðstöðva og ung-
mennaráða, eflingu lífsleikni- og
forvarnarfræðslu, viðbrögðum
við veggjakroti og fleira í þeim
dúr.
Ég vil að lokum þakka fulltrú-
um í Reykjavíkurráði ungmenna
fyrir þrautseigju og kjark, trú á
lýðræðið og dug til að hafa áhrif
á samfélagið sem við erum öll
hluti af. Framtíðin verður björt ef
fram heldur sem horfir.
Höfundur er varaborgarfulltrúi
Mikilvægi ungmennaráða
Agnarsmá brot úr eilífð hefur að geyma ljóð sem Ólafur Ragnarsson,
fyrrum bókaútgefandi og fréttamaður, orti síðustu tvö ár ævi sinnar.
„Bókin hans Ólafs er gimsteinn og perlurnar í henni snerta viðkvæma
strengi í brjósti hvers manns.“
–Skúli Jón Sigurðarson, fyrrv. forstöðum. Rannsóknarnefndar flugslysa
„Síðdegisútvarpið mælir með þessari fallegu ljóðabók.“
– Rás 2
„Ólafur hefur ljóðskáldstaugar, er persónulegur og hlýr og er næmur
fyrir landi og umhverfi. En mesta athygli vekur þrekmikið æðruleysi
og afstaða hans til lífs og dauða.“
– Matthías Johannessen skáld.
1. SÆTIMETSÖLULISTIEYMUNDSSONAR23. APRÍL 2008 INNBUNDINSKÁLDVERK
ÞREKMIKIÐ ÆÐRULEYSI