24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 27
24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 27
Fiskmarkaður Íslands hf. og
Reiknistofa fiskmarkaða hf. , áð-
ur Íslandsmarkaður hf., misnot-
uðu markaðsráðandi stöðu sína
og brutu þannig gegn samkeppn-
islögum. Fiskmarkaði Íslands hf.
er gert að greiða 10 milljóna
króna stjórnvaldssekt, samkvæmt
úrskurði Samkeppniseftirlitsins.
Fiskmarkaður Íslands hf. er sagð-
ur hafa tvinnað saman kaup á
fiski og slægingu á fiski og þannig
raskað samkeppni á uppboðs-
markaði fyrir fiskafurðir. Kaup-
endur að fiski á fiskmarkaðnum,
eins og kvartandi málsins Frost-
fiskur ehf., voru neyddir til þess
að kaupa slægingu sem þeir
höfðu ekki óskað eftir á óslægð-
um fiski sem þeir höfðu keypt á
markaðnum.
Reiknistofa fiskmarkaða hf. er
talin hafa brotið lög með því að
láta Frostfisk ehf. á válista vegna
ógreiddrar slægingarskuldar, en
félag sem lenti á válista var úti-
lokað frá viðskiptum á Fiskaneti
RSF þar til skuldin hafði verið
greidd.
mbl.is
Sekt fyrir samkeppnisbrot
Icelandair og Finnair hafa samið
um samstarf félaganna tveggja á
flugleiðum á milli Íslands og
Helsinki í Finnlandi annars vegar
og Helsinki og Varsjár í Póllandi
hins vegar. Í fréttatilkynningu frá
Icelandair segir að íslenska flug-
félagið muni annast flug milli Ís-
lands og Helsinki á Boeing 757
þotum sínum með íslenskri
áhöfn. Flogið verði fjórum sinn-
um í viku til Helsinki í sumar, en
tvisvar í viku í maí.
Gunnar Már Sigurfinnson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðs-
sviðs Icelandair, segir samstarfið
ánægjulegt og munu veita félag-
inu aðgang að mörkuðum í
austri. hos
Samstarf við
finnskt félag
EFTA hefur samið um fríverslun
við samstarfsráð Persaflóaríkja
(Barein, Katar, Kúveit, Óman,
Sádi-Arabía og Sameinuðu arab-
ísku furstadæmin). Samning-
urinn gerir ráð fyrir að tollar á
sjávarafurðum og öllum helstu
iðnaðarvörum frá Íslandi falli
niður frá gildistöku, að því er
fram kemur í tilkynningu frá ut-
anríkisráðuneytinu.
Með tvíhliða samningi hvers
EFTA-ríkis fyrir sig við Persaflóa-
ríkin eru tollar á landbún-
aðarvörum lækkaðir eða felldir
niður. Innflutningur á íslensku
lambakjöti til ríkjanna verður t.d.
tollfrjáls. Jafnframt verða lækk-
aðir eða felldir niður tollar af
ýmsum unnum landbún-
aðarvörum.
Tollfrítt lamba-
kjöt til Persaflóa
Út í vorið
Nánari upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is og
www.leirubakki.is
Til sölu mjög fallegar lóðir við Ytri-Rangá í landi
Leirubakka. Kjarri- og mosavaxið hraun. Sögufrægt hér-
að, mikil fjallasýn, veðursæld og hlý sumur. Miklir
útivistarmöguleikar. Allt eignarlóðir sem seljast með vegi
að lóðamörkum og vatni og rafmagni í götum. Hitaveita
verður í boði.
Golfvöllur í undirbúningi.
Kaup á landi er ein öruggasta fjárfesting sem völ er á.
Aðeins 100 km frá Reykjavík.
Upplagt að fá sér bíltúr um helgina, skoða lóðirnar, fara
á Heklusýninguna og kanna hið landsfræga
kökuhlaðborð Leirubakka.
Fjölbreytileg þjónusta er við lóðaeigendur heima á
Leirubakka: Hótel, veitingahús, verslun,
bensínstöð, Heklusetur með glæsilegri
Heklusýningu, hestaleiga, reiðskóli,
skipulagðar gönguferðir og margt fleira
Allir velkomnir að koma og skoða!
510 3744