24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 27
24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 27 Fiskmarkaður Íslands hf. og Reiknistofa fiskmarkaða hf. , áð- ur Íslandsmarkaður hf., misnot- uðu markaðsráðandi stöðu sína og brutu þannig gegn samkeppn- islögum. Fiskmarkaði Íslands hf. er gert að greiða 10 milljóna króna stjórnvaldssekt, samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Fiskmarkaður Íslands hf. er sagð- ur hafa tvinnað saman kaup á fiski og slægingu á fiski og þannig raskað samkeppni á uppboðs- markaði fyrir fiskafurðir. Kaup- endur að fiski á fiskmarkaðnum, eins og kvartandi málsins Frost- fiskur ehf., voru neyddir til þess að kaupa slægingu sem þeir höfðu ekki óskað eftir á óslægð- um fiski sem þeir höfðu keypt á markaðnum. Reiknistofa fiskmarkaða hf. er talin hafa brotið lög með því að láta Frostfisk ehf. á válista vegna ógreiddrar slægingarskuldar, en félag sem lenti á válista var úti- lokað frá viðskiptum á Fiskaneti RSF þar til skuldin hafði verið greidd. mbl.is Sekt fyrir samkeppnisbrot Icelandair og Finnair hafa samið um samstarf félaganna tveggja á flugleiðum á milli Íslands og Helsinki í Finnlandi annars vegar og Helsinki og Varsjár í Póllandi hins vegar. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að íslenska flug- félagið muni annast flug milli Ís- lands og Helsinki á Boeing 757 þotum sínum með íslenskri áhöfn. Flogið verði fjórum sinn- um í viku til Helsinki í sumar, en tvisvar í viku í maí. Gunnar Már Sigurfinnson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Icelandair, segir samstarfið ánægjulegt og munu veita félag- inu aðgang að mörkuðum í austri. hos Samstarf við finnskt félag EFTA hefur samið um fríverslun við samstarfsráð Persaflóaríkja (Barein, Katar, Kúveit, Óman, Sádi-Arabía og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin). Samning- urinn gerir ráð fyrir að tollar á sjávarafurðum og öllum helstu iðnaðarvörum frá Íslandi falli niður frá gildistöku, að því er fram kemur í tilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu. Með tvíhliða samningi hvers EFTA-ríkis fyrir sig við Persaflóa- ríkin eru tollar á landbún- aðarvörum lækkaðir eða felldir niður. Innflutningur á íslensku lambakjöti til ríkjanna verður t.d. tollfrjáls. Jafnframt verða lækk- aðir eða felldir niður tollar af ýmsum unnum landbún- aðarvörum. Tollfrítt lamba- kjöt til Persaflóa Út í vorið Nánari upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is og www.leirubakki.is Til sölu mjög fallegar lóðir við Ytri-Rangá í landi Leirubakka. Kjarri- og mosavaxið hraun. Sögufrægt hér- að, mikil fjallasýn, veðursæld og hlý sumur. Miklir útivistarmöguleikar. Allt eignarlóðir sem seljast með vegi að lóðamörkum og vatni og rafmagni í götum. Hitaveita verður í boði. Golfvöllur í undirbúningi. Kaup á landi er ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Upplagt að fá sér bíltúr um helgina, skoða lóðirnar, fara á Heklusýninguna og kanna hið landsfræga kökuhlaðborð Leirubakka. Fjölbreytileg þjónusta er við lóðaeigendur heima á Leirubakka: Hótel, veitingahús, verslun, bensínstöð, Heklusetur með glæsilegri Heklusýningu, hestaleiga, reiðskóli, skipulagðar gönguferðir og margt fleira Allir velkomnir að koma og skoða! 510 3744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.