24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 28
Vinna ungmennaráðanna í Reykjavík hófst veturinn 2001-2002 svo að nú er sjötta starfsári þeirra að ljúka. Í öllum hverfum borgarinnar eru starfandi ungmennaráð og tilnefna grunn- og framhaldsskólar tvo full- trúa hver í ráðið. Reykjavíkurráð ungmenna er svo sett saman af fulltrúum frá öllum ungmennaráðum borgarinnar. Meginmarkmið með starfsemi ungmennaráðanna eru tvö, annars vegar að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila og hins vegar að veita þátttakendum fræðslu og þjálf- un í lýðræðislegum vinnubrögðum. Reykjavíkurráð ungmenna fund- ar með borgarstjórn Reykjavíkur ár- lega enda er því ætlað að vera ráð- gefandi í málefnum ungmenna. Borgin fundar ekki formlega með neinum öðrum hópi. Skipum þeim ekki fyrir „Verkefnið er lagt upp þannig að það er ungmennaráð í öllum hverf- um borgarinnar og þau eiga sig sjálf,“ segir Eygló Rúnarsdóttir, starfsmaður Reykjavíkurráðs ung- menna. „Það segir þeim enginn hvað þau eiga að tala um, hvernig þau eiga að tala um það, hvaða verkefni þau eiga að taka sér fyrir hendur eða nokkuð þessu tengt. Við erum að hjálpa þeim að læra lýð- ræðisleg vinnubrögð og taka tillit hvert til annars,“ segir hún. „Við stoppum ekkert sem þau vilja fara með styðjum við þau í að finna leiðirnar og bendum þeim á möguleika, spyrjum gagnrýninna spurninga og bendum á kosti og galla. En við getum ekki ákveðið fyr- ir þau að þetta sé ómöguleg tillaga og þau skuli ekki fara með hana. Það er ekki í þeim anda sem við vilj- um vinna,“ segir Eygló og bætir við: „Við vinnum náttúrlega innan laga- og reglugerðaramma þannig að ef það er eitthvað sem stríðir gegn al- mennum mannréttindum eða lög- um í landinu bendum við þeim á það en hugmyndafræðilega stopp- um við þau ekki með neitt.“ Skiptir máli fyrir borgina „Þessir fundir hafa gengið vel og okkur finnst mjög ánægjulegt að funda með þeim, með þeim hætti sem við gerum reglulega,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar. „Margar af þeim hugmyndum sem þau hafa komið með eru allrar athygli verðar,“ segir hún en bætir við: „Þau hafa reyndar sagt við okk- ur að þeim finnist þetta ekki gerast nógu hratt og þau ekki fá nógar upplýsingar en við bara tökum mið af því. Nú hafa þau óskað eftir formlegri afgreiðslu á tillögum sín- um en hefur verið sem felur það í sér að þeim verður nú boðið í hvert og eitt ráð og þau fá að kynna þær og þær verða þá afgreiddar þar formlega. Okkur þykir mjög gagn- legt að fá að heyra þeirra raddir og vita hvað þau eru að hugsa. „Þau eru oft með lausnir á ákveðnum viðfangsefnum sem tengjast þeirra- kynslóð. Þau bentu okkur nú góð- látlega á að við værum ekki mjög nálægt þeim í aldri svo að við höf- um gott af því að heyra sjónarmið þeirrar kynslóðar,“ segir Hanna Birna. Ungmennaráðin eiga sig sjálf  Reykjavíkurráð ungmenna kennir ungmennum lýðræðisleg vinnubrögð og hjálpar þeim að koma skoðunum sínum á framfæri ➤ Í ráðinu eru ungmenni á aldr-inum 13 til 18 ára. ➤ Einu sinni á ári víkja áttaborgarfulltrúar sæti fyrir ung- lingunum, einn úr hverju ráði. REYKJAVÍKURRÁÐIÐ Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@24stundir.is FRÉTTASKÝRING 28 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir Miklar deilur standa nú um hvort réttlætanlegt sé að leggja stór ræktarlönd undir framleiðslu líf- ræns eldsneytis, þegar milljónir manna í þróunarlöndum standa frammi fyrir miklum matarskorti og sífellt hækkandi matarverði. Evrópusambandið situr undir sí- fellt meiri gagnrýni vegna mark- miða þess um að tíunda hvert öku- tæki innan sambandsins skuli verða knúið lífrænu eldsneyti árið 2020, en slíkt mun krefjast stórra ræktarlanda. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur nú farið fram á að rannsókn verði gerð um hvort eitthvert orsaka- samband sé milli hækkandi mat- vælaverðs í heiminum og þess að land sé lagt undir til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Bæði Alþjóða- bankinn og Matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna hafa varað við hugsanlegum afleiðingum slíkrar framleiðslu. Gordon Brown, for- sætisráðherra Breta, hefur einnig lýst yfir efasemdum um þróunina. Aðrar skýringar Ásgeir Ívarsson, efnaverkfræð- ingur hjá Mannviti, segir ástæður fyrir framleiðslu á lífrænu eldsneyti vera nokkrar. Eldsneytið sé kolefn- ishlutlaust og valdi því ekki aukn- ingu á koldíoxíði í andrúmslofti. „Með notkun lífræns eldsneytis er verið að draga úr notkun jarðefna- eldsneytis og útblæstri gróður- húsalofttegunda. Sérstaklega í Bandaríkjunum vilja stjórnvöld með þessu verða minna háð olíu- innflutningi og svo er þetta liður í því að við vitum að olían er ekki óþrjótandi.“ Ásgeir segir mjög skiptar skoð- anir vera um það hvort þessi rækt- un eigi einhvern þátt í hærra mat- arverði og þeim matarskorti sem vofir yfir milljónum manna. Hann segir ljóst að helstu ástæðuna sé þó ekki að finna í ræktun lands til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Helsta ástæðan fyrir hækkandi matarverði er hækkandi heims- markaðsverð á olíu og aukin eft- irspurn og breytt neyslumynstur í Kína og Indlandi.“ Skoða hvert einstakt tilfelli Bændur í Evrópu, Bandaríkjun- um og víðar hafa lagt lönd undir ræktun til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Ásgeir segir að nauðsyn- legt sé að skoða hvert einstakt til- felli fyrir sig til að geta svarað því hvort réttlætanlegt sé að nýta rækt- arlönd í þessa framleiðslu. „Það fer eftir því hvar þetta er og hvort í raun sé verið að fórna ræktarlandi í þetta. Það er alls ekki alltaf þannig, eins og sjá má með lífdísil, mest notaða lífeldsneyti í Evrópu, sem búinn er til úr repjuplöntu. Þá er ekki nema helmingur plöntunnar sem fer í eldsneytisframleiðslu, en hinn fer í fóðurframleiðslu. Þannig er ekki alltaf verið að ganga á land undir matvælaframleiðslu.“ Rétt forgangsröðun Matvælaverð hefur hækkað mjög ört í heiminum síðustu mán- uði. Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur þannig hækkað um 130 pró- sent síðasta árið og verð á hrís- grjónum um 74 prósent. Forsetar Bólivíu og Perú gagnrýndu nýverið aukna framleiðslu á lífrænu elds- neyti í ræðum sínum á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Sögðu þeir framleiðsluna geta haft graf- alvarleg áhrif í þróunarríkjum. Laufey Steingrímsdóttir, pró- fessor við Landbúnaðarháskóla Ís- lands, segist líkt og margir aðrir hafa áhyggjur af því að verið sé að þjarma að landi til matvælafram- leiðslu, með því að setja mikið ræktarland undir framleiðslu á líf- rænu efni sem notað er sem elds- neyti. „Það er í samkeppni og menn þurfa að fara mjög varlega þar. Forgangurinn hlýtur að vera að jarðarbúar geti nærst almenni- lega, fremur en að fólk geti ferðast á einkabílnum sínum. Forgangs- röðunin verður að vera rétt.“ Hvikar ekki frá markmiðum Barroso segir ESB ekki stefna að því að hvika frá markmiðum um aukið vægi lífræns eldsneytis, en svo virðist sem framkvæmda- stjórnin standi ekki heil í um- ræðunni um lífrænt eldsneyti. Louis Michel, sem fer með þró- unarmál innan ESB, sagði í síðustu viku að þróunin með lífrænt elds- neyti gæti haft varasamar afleiðing- ar og að marmiðið um aukna notk- un lífræns eldsneytis væri ekki lengur í neinum forgangi. „Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að líf- rænt eldsneyti gæti valdið stórslys- um, sér í lagi í ríkjum sem eru ekki sjálfum sér næg í matvælafram- leiðslu.“ Mariann Fischer Boel, sem fer með landbúnaðarmál innan ESB, sagði hins vegar á nýlegum fundi í Kaupmannahöfn að á hverju ári sé 2,1 milljarður tonna af korni fram- leiddur í heiminum og að af þeim séu einungis 100 milljónir tonna nýttar í framleiðslu á lífrænu elds- neyti. Það sé því ótækt að kenna líf- rænu eldsneyti um hækkandi mat- vælaverð. Deilt um lífrænt eldsneyti © GRAPHIC NEWS LÍFRÆNT ELDSNEYTI Nú er einungis lítið brot ræktarlands notað til framleiðslu lífræns eldsneytis -minna en 5% í ESB - en takmarkið að nota lífrænt eldsneyti, í stað jarðefna- eldsneytis mun krefjast stórra landa. Heimild: Science % ræktarlands sem þarf til að ná takmarki ESB 38% Bandaríkin 43% NÝTING LANDS Bandaríkin (2022) ESB (2020) 85 90 15 10 Takmark (%) LífræntJarðefna Uppskera til matar Uppskera til lífræns eldsneytis Atli Ísleifsson atlii@24stundir.is FRÉTTASKÝRING  Telja ekki réttlætanlegt að leggja ræktarlönd undir framleiðslu lífræns eldsneytis þegar milljónir manna sjá fram á mikinn matarskort  ESB vill að 10 prósent ökutækja verði knúin lífrænu eldsneyti árið 2020 ➤ Lífrænt eldsneyti er unnið úrplöntum á borð við hveiti, maís, repju og sykurreyr. ➤ Veldur minni útblæstri gróð-urhúsalofttegunda en hefð- bundið jarðefnaeldsneyti. ➤ Árið 2010 munu 30 prósentmaísuppskeru Bandaríkjanna fara í framleiðslu á lífrænu eldsneyti. LÍFRÆNT ELDSNEYTI Verðhækkanir Verð á hveiti hefur hækkað um 130 prósent á einu ári. 24stundir/Frikki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.