24 stundir


24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 32

24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Þetta er erfið spurning, en ef ég verð að nefna einhvern þá er það bara Ómar Ragnarsson. Hann er efni í heila heimildarmyndarseríu. Hann er snillingur. Hver er þín fyrsta minning? Samloka með skinku og osti þegar ég var um 6 ára … keypt í sjoppu. Fyrsta sinn sem ég smakk- aði sjoppumat … Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Þegar hljómsveitin mín fékk plötudóma frá Árna Matt., ég held að þetta séu verstu plötu- dómar sem um getur í íslenskri tónlistarsögu. En ég var í hljómsveit sem hét Gimp sem síðar varð Toymachine. En í dag er þetta einhver sú skemmtilegasta minning sem ég á. Þið ættuð að lesa þessa dóma. Hvað í samfélaginu gerir þig dapran? Þegar einhver sem á jeppa horfir á bílinn minn og segir: Er þetta bíllinn þinn? Hvað gerir þú? Og svo byrjar viðkomandi að vorkenna mér. Leiðinlegasta vinnan? Sláturhús, tók sláturtíð og ég fláði um 30.000 lömb á 6 vikum. Uppáhaldsbókin þín? Alive, bókin um mennina sem hröpuðu í And- ersfjöllum … ég hef verið flughræddur síðan ég las þessa bók. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokkur? Úrvalskokkur, geri agalega góða bernaise-sósu, allt með bernaise, kjötbúðingur, nautakjöt, pylsur og pitsur með bernaise. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Steve Buscemi. Að frátalinni húseign, hvað er það dýrasta sem þú hefur fest kaup á? Rúm. Mesta skammarstrikið? Setti upp smá „act“ þegar vinur minn var að fara til útlanda í nám. Hann endaði á geðdeild í nokkra daga, fór aðeins yfir strikið en við hlæjum í dag að þessu. Þetta gerðist í sveit þar sem við settum upp Scream-atriði, á þeim tíma sem Scream-bíómyndin var sem heitust. Ég lék morð- ingjann en þetta fór allt úr böndunum og endaði með því að það þurfti 4 menn til þess að ná hon- um af mér. Hann reyndi í alvörunni að drepa mig. Hvað er hamingja að þínu mati? Að vera með tilgang. Hvaða galla hefurðu? Ég er með fuglsbringu, mjög erfitt að útskýra það eitthvað nánar, en bringan á mér er minni en bumban og ég er ekki með neina bumbu. Sem gerir þetta allt mjög skrýtið. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum, hverjir væru þeir? Ég væri með laser í 3. geirvörtunni. Ég er í al- vöru með 3 geirvörtur. Hvernig tilfinning er ástin? Gefur manni til- gang. Hvað grætir þig? Ég veit að þetta hljómar asnalega en ég held að það vanti þetta gen í mig. Ég kann ekki að gráta. Hefurðu einhvern tímann lent í lífshættu? Já, nokkrum sinnum. Einu sinni (bara svona okkar á milli) þá stóð ég á breiðgötu í New York, ég var hálfnak … ég get ekki sagt frá þessu, en sagan er sönn. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Rúmið. Það er ógeðslega gott. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Slappa af með fjölskyldunni, hlusta á dóttur mína ljúga einhverju í mig og son minn tala um kúk og piss. Hverjir eru styrkleikar þínir? Reyni alltaf að finna það jákvæða í því nei- kvæða og geri svo gott úr því. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lít- ill? Atvinnumaður í knattspyrnu. Er gott að búa á Íslandi? Ef við einbeitum okkur að finna jákvæðu hlið- arnar; já, það er gott að búa á landi þar sem ekki er töluð danska. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi ein- hvers? Nei, en mér hefur verið bjargað nokkrum sinn- um. Hvert er draumastarfið? Kvikmyndagerð Hvað ertu að gera núna? Ég er kvikmynda- gerðarmaður. 24spurningar Baldvin Z Baldvin Zophoníasson kvikmynda- gerðarmaður, betur þekktur sem Baldvin Z, er maðurinn á bak við nýtt Eurovision-myndband sem vakið hefur mikla athygli. Hann er sestur að á Íslandi á ný eftir að hafa dvalið langdvölum í Danmörku. Hann segist feginn því að vera kom- inn heim til Íslands og segir lítið til í því að Danir séu ligeglad. „Við mis- skiljum orðið ligeglad,“ segir Bald- vin. „Orðið þýðir bara að vera skít- sama!“ Þrátt fyrir að honum finnist Danir ekki sérlega ljúfir og fremur yfirgangssamir í lund, fannst Bald- vini gott að dvelja þar með börn. „Já, það er nú tvennt ólíkt. Danir hugsa vel um allt sem viðkemur börnum og barnafólki er gert lífið bærilegt.“ a Ef við einbeitum okkur að finna jákvæðu hliðarnar; já, það er gott að búa á landi þar sem ekki er töluð danska.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.