24 stundir - 26.04.2008, Page 34

24 stundir - 26.04.2008, Page 34
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008ATVINNA34 stundir Starfsfólk óskast! Kaffitería Perlunnar óskar eftir starfsfólki í framtíðarstarf. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi og jákvæðan anda. Hafið samband við Elvu: 562-0200 / perlan@perlan.is. OLÍS – við höldum með þér! Við leitum að hressu, skemmtilegu og duglegu fólki til starfa við grill, Quiznos og afgreiðslu á þjónustustöðvum okkar. Vaktavinna. Nánari upplýsingar veitir Fríða Guðmundsdóttir, frida@olis.is Hjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðinemar og sjúkraliðar Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Flúðabakki 2 • 540 Blönduós • Sími 455 4100 –Fax 455 4136 • www.hsb.is Heilbrigðisstofnunin Blönduósi þjónar aðallega íbúum A-Húnavatnssýslu. Að jafnaði eru um 80 manns á launaskrá hverju sinni. Lögð er áhersla á uppbyggingu, skipulag og þróun til móts við nýja tíma. Starfsemin skiptist í rekstur sjúkra-og hjúkrunarrýma samtals 36 rúm og 10 rýma dvalardeildar auk heilsugæslu með rekstri heilsugæslustöðva á Blönduósi og Skagaströnd. Sjá nánar á www.hsb.is Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa í föst störf frá 1. júní eða síðar. Óskum einnig eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarfræðinemum til sumarafleysinga. Um er að ræða dag- og kvöldvaktir en einnig eru bakvaktir. Starfshlutfall fer eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi BHM og stofnanasamningi HSB. Sjúkraliðar óskast í föst störf frá 1. júní eða síðar og einnig til sumarafleysinga. Starfshlutfall 80 -100%. Laun samkvæmt kjarasamningi SLFÍ og stofnanasamningi HSB. Útvegum húsnæði, leigan er hagstæð og aðstoðum við flutning. Umsóknir með upplýsingum um náms- og starfsferil skulu berist til Sveinfríðar Sigurpálsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar sem veitir upplýsingar um starfið í síma 455 4128 og 891 9004. Netfang: sveinfr@hsb.is Umsóknarfrestur er til og með 12. maí. Umsóknareyðublað er á heimasíðu HSB. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í síma 895 2256. Einstakt tækifæri TVÆR STÖÐUR VIÐ MENNTASKÓLA BORGARFJARÐAR ERU LAUSAR TIL UMSÓKNAR // UMSJÓN MEÐ SÉRDEILD 100% STAÐA // UPPLÝSINGATÆKNI OG UMSJÓN MEÐ DREIFNÁMI 100% STAÐA Menntaskóli Borgarfjarðar er nýr framhaldsskóli sem tók til starfa haustið 2007 í Borgarnesi. Skólinn er í eigu einkahlutafélags sem er að mestu í eigu heimamanna í Borgarfirði. Öll aðstaða til náms og kennslu er til fyrirmyndar. Skólinn er í samstarfi við Menntamálaráðuneytið og Sveitarfélagið Borgarbyggð um breytta kennsluhætti og skipulag skólastarfs á grunn- og framhaldsskólastigi. Áhersla er m.a. lögð á notkun upplýsingatækni í staðbundnu námi og dreifnámi, heildræns námsmats og hópa- og verkefnavinnu. Við erum að leita að öflugum einstaklingum, sem eru tilbúnir til að taka þátt í að móta nýjan framhaldsskóla og öflugu þróunarstarfi. Viðkomandi þurfa að vera frjóir í hugsun, tilbúnir til þátttöku í skapandi þróunarstarfi, hafa gaman af vinnu með ungu fólki og vera liprir í samskiptum. Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi eru nauðsynleg. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 1. ágúst 2008. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Ársæli Guðmundssyni, skólameistara, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes, eða á netfangið: arsaell@menntaborg.is fyrir laugardaginn 11. maí 2008. OLÍS – við höldum með þér! Nú vantar okkur hresst, duglegt og kraftmikið fólk til starfa á átöppunarlager. Vinnutími er frá kl. 8 til 18. Nánari upplýsingar veitir Fríða Guðmundsdóttir, frida@olis.is Við óskum eftir starfsmanni til starfa við átöppun og aðra lagervinnu Auglýsingasíminn er 510 3728 og 510 3726 107.000 eintök á dag - ókeypis Auglýsingasíminn er 510 3744 - kemur þér við Ef þú ert orðin/n leið/ur á vinnunni og vilt breyta til eru viss atriði sem þú þarft að hafa í huga. Í fyrsta lagi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þú ert í raun að markaðssetja vöru. Vöru sem þú vilt selja eins dýrt og hægt er. Sem sölumaður þarft þú að þekkja vöruna vel og gera þér fulla grein fyrir kostum hennar og göll um. Vinnu- veitendur spyrja umsækj- endur gjarnan að því hverjir séu þeirra stærstu kostir og gallar. Þá er gott að hafa svar sem er einlægt án þess þó að það minnki líkurnar á því að þú verðir ráðin/n. Kostirnir þurfa einnig að vera úthugsaðir enda þurfa þeir að koma starfinu við og vinnuveitandi verður að öll um líkindum ekki hrifinn ef viðkomandi getur ekki bent á neina kosti sem skipta máli. Skipulag skiptir líka miklu máli í atvinnuleit. Atvinnuleitandi ætti að skrá kerfisbundið niður alla mögulega staði sem hann gæti haft áhuga á að vinna á og komast að því hver sér um ráðningar á viðkomandi vinnustað. Gott er að halda dagbók þar sem viðtöl eru skráð niður og einnig er nauðsynlegt að skrá hvenær vinnuveitandi býst við símtali frá þér. Ef þú hringir ekki á tilsettum tíma eru litlar líkur á því að þú fáir starfið. Dagbókin hentar líka vel til að halda skrá yfir þau störf sem þú hefur sótt um og þá getur þú séð hversu langt er síðan þú sendir umsókn á viðkom andi vinnustað og þá jafnvel ákveðið hvort tími sé kom- inn til þess að endurnýja umsóknina. Skipulögð atvinnuleit

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.