24 stundir - 26.04.2008, Qupperneq 49
24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 49
Eftir Egil Bjarnason
egillegill@hotmail.com
Milli landamæra Pakistans og Afg-
anistans eru löglaus ættbálkahéruð
á stærð við Suðurlandsundirlendi
Íslands. Smygl, fíkniefnasala,
vopnaframleiðsla og peningafals
eru arðbærustu atvinnuvegirnir á
þessum „síðasta frjálsa stað jarðar“.
Héruðin tilheyra Pakistan en eru
utan pakistanskra laga. Íbúar eru
liðlega þrjár milljónir talsins og
flestir af kynþætti pastúna. Óhætt
er að segja að allt logi í átökum.
Mismunandi ættbálkar takast á um
völd. Á meðan reyna bandarískir
hermenn og Nato-liðar að svæla út
meðlimi al-Qaeda og talibana frá
landamærum Afganistans. Á hin-
um endanum bifast pakistanskir
hermenn svo við að koma reglu á
svæðið.
Byssubærinn Darra
Út um bílglugga virðist Darra
vera eins og hvert annað smáþorp á
þessum slóðum. En það varir
skammt. Ég er ekki fyrr stiginn
undir beran himin en skothljóð
heyrast í fjarska. Sjálfsagt einhver
að prófa eina af 700 byssunum,
framleiddum í þorpinu – daglega. Í
Darra er atvinnumiðlun einföld;
þú annað hvort framleiðir vopn,
selur eða notar þau.
„Þessi er á fimmtíu dollara,“ seg-
ir kaupmaður í Darra og veifar að
mér skammbyssu. „En betri gerðin
kostar fjögur hundruð dollara.
Haglabyssurnar eru svo þarna …“
Hver einasta verslun í Darra sel-
ur skotvopn. Samt eru þær ekki
endilega allar vopnabúðir að upp-
lagi. Sumar hafa nefnilega líka gott
úrval af verkfærum, mat og öðrum
kaupfélagsvörum í búðargluggan-
um. Næstum jafn absúrd sjón og
maður á eftirlaunaaldri á vappi
með Kalashnikov-riffil.
„Hvað viltu, félagi? Ég get látið
sérsmíða hvernig byssu sem er,“
heldur vopnasalinn áfram. Í sömu
andrá stormar sveit lögreglumanna
inn í verslunina.
„Þið verðið að fara. Þessi staður
er ekki fyrir útlendinga,“ segir túlk-
ur lögreglunnar og lítur í átt til mín
og breska ferðafélagans. Túlkurinn
lærði á sínum tíma ensku til að
lóðsa ferðamenn um staðinn. „Það
var áður en talibanarnir rændu
völdum. Núorðið er staðurinn
hættulegur,“ segir hann.
Túlkurinn rifjar upp fyrir okkur
að fyrir fjórum dögum hafi fjörutíu
gamlir, virtir menn dáið í sjálfs-
morðssprengjuárás. Fórnarlömbin
voru saman komin á útifundi til að
ræða öryggisástandið í Darra.
Lögreglumennirnir fallast á að
gefa okkur te áður en við erum
sendir aftur til baka. Við buðum
þeim peninga, hálfs mánaðar laun
lögreglumanns í Pakistan, til að
fylgja okkur um staðinn. En allt
kom fyrir ekki. Með öðrum orð-
um: Túlkurinn sagði satt.
Einnota skotvopn
Í staðinn fæ ég heimamann til að
sýna mér ólöglega vopnaverk-
smiðju í útjaðri Peshawar í Pak-
istan. Þar starfa um tuttugu manns
við að smíða skammbyssur. Mikil
nákvæmnisvinna en hver starfs-
maður afkastar um fimm byssum á
dag. Þær eru síðan aðallega seldar
milli- og hástéttarfólki í Pakistan.
Byssur eru stöðutákn meðal þeirra.
„Ef þú vilt taka með þér byssu
heim get ég selt þér eina í þremur
pörtum. Þú kemst í gegnum flug-
stöðvareftirlitið með því að setja þá
sinn í hverja töskuna. Púslar gripn-
um svo saman heima. Einfalt mál,“
segir forstjórinn í verksmiðjunni.
Sýnir mér svo stoltur byssu sem lít-
ur út eins og penni.
Athygli vekur að byssurnar eru
ranglega merktar „made in China“.
Byssurnar frá Pakistan eru nefni-
lega frægar fyrir að vera einnota
drasl.
Dópbasarinn
Vopnaverksmiðjan er steinsnar
frá frægum stórmarkaði sölu-
manna dauðans. Basarinn er í
mynni Kyberskarðsins sem liggur
milli tollgæslustöðva Pakistans og
Afganistans.
Ópíum, heróín, hass og sprútt frá
Afganistan á greiða leið inn á löglausu
svæðin. Þó að yfirvöld í Pakistan séu
áhrifalítil í ættbálkahéruðunum
stjórna þau alfarið umferð inn á svæð-
ið. Löggæslumennirnir eru hins vegar
upp til hópa spilltir. Með því að reiða
fram mútur geta talibanar, smyglarar
og ferðamenn hæglega komist leiðar
sinna.
Verslunargatan er niðurnídd. Enda
þurfa kaupmennirnir ekki að hafa
staðinn fínan til að laða að viðskipta-
vini. Inni í einni dæmigerðri verslun
er kaupmaðurinn að vigta heróín. Á
gólfinu sitja fastakúnnar, innan um
sprautunálar og álpappír í „mjög ann-
arlegu ástandi“ eins og lögreglan á Ís-
landi myndi orða það. Myndatökur
eru stranglega bannaðar.
Sumar verslanir selja líka falsaða
peninga, hundrað dollara seðla og
pakistanskar rúpíur. „Kauptu nokkur
hundruð dollara á slikk og skiptu
þeim svo í Pakistan. Gjaldkerar treysta
ferðamönnum mun betur en heima-
mönnum,“ útskýrir leiðsögumaður-
inn minn.
Ættbálkaerjur
Dópsalarnir verða allir að
borga tíund til héraðshöfðingj-
ans, Zaid, að eigin sögn. „Ef ein-
hver vandamál koma upp, leita
menn lausna hjá mér,“ segir
höfðinginn og sýnir mér dags-
gamla forsíðu pakistansks dag-
blaðs. Bendir á mynd af brenn-
andi jeppa, réttir út hendurnar
og segir hróðugur: „Við notuðum
svona stóra sprengjuvörpu.
Drápum þrjá af þeirra mönnum.
Engan okkar sakaði.“ Hinir
myrtu tilheyrðu öðrum ættbálki
og höfðu, að sögn Zaids, rænt
konu af hans svæði.
Aðspurður hvort pakistanska
lögreglan hafi einhvern tímann
gert rassíu stendur ekki á svarinu:
„Nei! Löggan veit hverjar afleið-
ingarnar yrðu,“ segir hann,
montinn af veldi sínu.
Verja eftirlýstasta mann heims
Ef Osama Bin Laden er enn lífi
er líklegast að hann sé í felum í
Waziristan-héraðinu. Íbúar þess
eru svarnir andstæðingar yfirvalda
og Vesturlanda. Á tímum Sovét-
stríðsins í Afganistan urðu ætt-
bálkahéruðin að griðastað skæru-
liða mujaheddin, sveitar guðs.
Síðan þá hefur það verið gróðr-
arstía trúarofstækismanna.
Ein af fáum ættbálkareglum
pastúna á svæðinu er að hýsa alla
aðkomumenn sem leita skjóls.
Þeim ber meira að segja að verja
gestinn með vopnum ef þess þarf.
25 milljóna dollara fundarlaun
freista ekki þeirra sem lifa utan
peningahagkerfis. Heiður, heiður
og aftur heiður er það eina sem
máli skiptir í samfélaginu. Það veit
Bin Laden.
Smygl, fíkniefnasala, vopnaframleiðsla og peningafals
Síðasti frjálsi staður jarðar
➤ Héruðin eru sjö, ná samtalsyfir 27 þúsund ferkílómetra,
með liðlega 3 milljónum
íbúa. Hvergi í heiminum er að
finna anarkískt samfélag af
sömu stærðargráðu.
➤ Daglega eru yfir þúsundólögleg skotvopn framleidd í
héruðunum.
➤ Sérstök verslunargata er fyrirfíkniefnasala sem selja einnig
falsaða peninga.
➤ Griðastaður talibana og al-Qaeda-meðlima undir stöð-
ugum árásum herja Banda-
ríkjamanna og Pakistana.
➤ Héraðshöfðingjar kveða uppdóm í ágreiningsmálum.
ÆTTBÁLKAHÉRUÐIN Stórfelld vopnafram-
leiðsla er í Afganistan.
Fíkniefnabasar er undir
stjórn blóðþyrsts héraðs-
höfðingja sem innheimtir
skatt af dópsölu. Talið er
að þarna sé að finna
griðastað Osama Bin
Ladens.
Héraðshöfðinginn Hinn
vægðarlausi Zaid innheimtir
skatt af stórfelldum dópsöl-
um á sínu yfirráðasvæði. Hér
liggur hann makindalega
uppi í rúmi með hjartalaga
púðum og horfir á 46 tommu
sjónvarpið sitt.
Sölumaður í Darra „ Ég get látið sérsmíða hvernig byssu sem er.“
Í vopnaverksmiðju Þessi vinnumaður púslar saman
fimm skammbyssum á dag.
Hálfkláraðar skammbyssur Talið er að á annað þúsund skotvopna séu framleidd
daglega inni á ættbálkasvæðunum í Pakistan.
Morðvopn Þessi penni er byssa með einu skoti, nógu öflug til að drepa mann af
stuttu færi, segir framleiðandinn.