24 stundir - 26.04.2008, Page 61

24 stundir - 26.04.2008, Page 61
24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 61 Ísbjörn er tegund stórra bjarndýra sem lifa á norðurheimskauti. Hvítabjörn er stærsta núlifandi rándýr sem fyrirfinnst á landi. Þeir hafast við á hafís meðfram ströndum. Ísbirnir geta hlaupið afar hratt þrátt fyr- ir stærðina. Þeir geta einnig synt dögum saman. Hvað éta ísbirnir? Villtir ísbirnir éta að minnsta kosti ekki mör- gæsir! Þær eru nefnilega á suðurhveli jarðar og ísbirnir á norðurhveli. Ísbirnir eru fremur mat- vandir og éta helst seli. Ef þeir verða hungraðir þá leggja þeir sér einnig til munns rostunga. Þeir veiða seli með því að rota þá þegar þeir koma upp úr vökum. Éta ísbirnir menn? Það er að minnsta kosti ekki óhætt að fara í skemmtigöngu á norðurhveli eða Svalbarða þar sem ísbirnir halda til. Því ef hungrið sverfur að þá neyðast ísbirnir til að veiða sér til matar. Ísbirnir í útrýmingarhættu? Ísbirnir eru alfriðaðir. Um miðja tutt- ugustu öld voru þeir þó réttdræpir hvar sem þeir fundust. Nú telur stofninn um 20.000 dýr. Ísbirnir kunna senn að verða lýstir í út- rýmingarhættu. Stafar það af því að hafís bráðnar af völdum hlýnunar á andrúms- lofti jarðar. Ísbirnir við Ísland? Ísbirnir hafa verið gestir á Íslandi. Þeir berast þá hingað á rekís frá Svalbarða, Jan Mayen og Grænlandi. Lítið hefur verið um þessar heimsóknir seinni ár því miklu minna er um hafís í hlýnandi andrúms- lofti. Hafísinn, heimkynni ísbjarnarins, bráðnar Ísbirnir senn í útrýmingarhættu Ísbjarnafjölskylda Ísbirnir kunna senn að verða lýstir í útrýmingarhættu. Hjá sumum hundum er lífið ekk- ert hundalíf. Í Kaliforníu hefur eigandi hundsins á myndinni ákveðið að byggja honum glæsi- legt setur. Setur sem þetta kostar frá 70 þúsundum króna. Seppasetur Gestir Hampshire-sjávardýra- safnsins geta ekki annað en undr- ast þegar þeir líta augum litlar og skrautlegar skötur safnsins enda virðast þær brosa lúmskt til þeirra. Sköturnar hafa öðlast miklar vinsældir sökum þessa. Brosandi skötur Broddgölturinn Georg fékk nóg af salthnetum og brauði að éta í dýragarði í Englandi. Svo mikið lét Georg ofan í sig að hann blés út og gat varla komist ferða sinna. Starfsfólk dýragarðsins tók þá til sinna ráða og ákvað að hann skyldi í megrun. Georg í megrun Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Þeir sem hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðs-leyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. Ánægja eða endurgreiðsla! Frá 1. apríl til 31. maí 2008 veitum við fullan skilarétt á Nicotinell tyggigúmmíi. Ef lyfið uppfyllir ekki væntingar þínar, getur þú fengið það endurgreitt. Hægt er að nálgast skilamiða í öllum apótekum sem inniheldur frekari upplýsingar.     Stökkt og brakandi yfirborð líkt og á venjulegu tyggigúmmíi Frískandi og betra bragð af fjórum bragðtegundum: - mintu, ávaxta, lakkrís og Classic Mjúkt og gott að tyggja Sykurlaust Nikótín tyggigúmmí Til að hætta eða draga úr reykingum

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.