24 stundir - 26.04.2008, Page 70

24 stundir - 26.04.2008, Page 70
70 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir „… mér þykir þessi yfirlýsing eig- inlega smyrja egginu um „andlit“ fréttastofunnar. Persónulega finnst mér ekki nema ein leið til þess að fréttastofa Stöðvar 2 við- haldi trúverðugleika sínum. Það er að viðkomandi fréttamaður segi upp störfum eða sé látin fara.“ G. Tómas Gunnarsson 49beaverbrook.blog.is „Unglingar sem þarna voru hafa staðfest í samtölum við mig að Lára bað þau að bíða með að eggja og flöskukast í smástund, þau yrðu "live" eftir örstutta stund og þá mættu þau kasta að vild. Starfsmaður Stöðvar 2 gaf þeim síðan merki þegar eggja- kastið byrjaði.“ Sveinn Ingi Lýðsson sveinni.blog.is „Ég styð Láru fullkomlega og trúi henni. Það er leitun á jafn góðum fréttamanni og henni. Var ekki líka einhver sem sagði að fjöldi eggja hefði fengið að fljúga? Var það ekki fyrir og eftir þessi um- mæli? Nei, Lára á ekki þetta skil- ið. Hún fær minn stuðning!“ Þorsteinn G. Jónsson doddiheimur.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Þetta er ein stærsta sýning á sínu sviði í Evrópu,“ segir hönn- unarneminn Róbert Gíslason. Róbert stundar nám í iðnhönn- un í skólanum Institudo de Europa Design í Mílanó. Róbert hannaði kaffivél í áfanga í skólanum sem er á leið á vörusýninguna Venditalia í maí. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, en meg- ináhersla er lögð á sjálfsala og kaffivélar. Ýmsir framleiðendur verða á sýningunni svo að það er aldrei að vita nema útsendari komi auga á hönnun Róberts, sem gerir sér þó ekki miklar vonir um það. „Sýningin getur verið góð kynning út á við,“ segir hann. „Þetta snýst um að sjást og láta í sér heyra. Svo er aldrei að vita hvað gerist í fram- haldinu. Það er ómögulegt að segja.“ Einföld hönnun Um hönnun kaffivélarinnar seg- ist Róbert hafa haft nútímaeldhús í huga. „Nýjar eldhúsinnréttingar eru allar kassalaga,“ segir hann. „Ég reyndi að hafa formið eins ein- falt og ég gat og virknina líka. Þannig að maður þarf bara að ýta á einn eða tvo takka til að fá einfald- an kaffibolla. Vélin er ekki fyrir fólk sem vill nostra við kaffið sitt í hálftíma til að fá einfaldan bolla.“ Róbert gerði ráð fyrir því við hönnun kaffivélarinnar að hægt væri að skipta um lit á henni. „Við áttum að gera ráð fyrir mörgum litamöguleikum. Maður getur breytt lit á vélinni. Það vilja allir merkja hlutina sína, þó það sé ekki nema með breyttum lit.“ Tækifæri til að pota sér áfram Aðspurður hvort það sé lína af heimilistækjum á leiðinni frá Ró- berti, hvort von sé á ísskáp og brauðrist í stíl, segir hann að það sé aldrei að vita. „Þá verður allt leiðinlegt og kassalaga í framtíð- inni og allir eiga eftir að hata mig,“ segir hann og hlær við. „Það er spennandi að taka þátt í sýning- unni og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Sýningin er aðallega tækifæri til að pota sér aðeins áfram.“ Róbert Gíslason hannar kaffivél sem verður til sýnis á Ítalíu í maí Á einni stærstu sýningu í Evrópu Róbert Gíslason stundar nám í iðnhönnun á Ítalíu. Hann hannaði kaffivél í áfanga við skólann sem er nú á leiðinni á eina af stærstu fagsýningum Evrópu. Hannar kaffivél Hönnun Róberts fer á sýningu í maí. Kassalaga hönnun Róbert vildi hafa hönn- unina sem einfaldasta. HEYRST HEFUR … Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi rit- stjóri DV, hefur stofnað nýtt bókaforlag, GKJ út- gáfu. Fyrsta verkefni nýja forlagsins er að endur- útgefa skáldsöguna Falskur fugl eftir Mikael sjálfan. Bókin kom fyrst út fyrir tíu árum og vakti mikla at- hygli. Geir Sveinsson, gagnrýnandi Morgunblaðs- ins, sagði í dómi sínum um hana að loksins væri búið að afmeyja íslenskar bókmenntir. afb Lára Ómarsdóttir hefur sagt upp á Stöð 2 í kjölfar frægra ummæla í mótmælunum miklu, en upptaka af þeim flakkaði um netið í gær. Nú velta menn fyr- ir sér hvort Láru verði boðið að taka að sér að vera talsmaður bílstjóra í mómælunum. Þykir það kjörið eftir að Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, laug því í fréttum að hann þekkti ekki manninn sem réðst á lögregluþjón við Kirkjusand í gær. afb Sýningin Bílar & sport 2008 fer fram dagana 2. til 4. maí í Fífunni í Kópavogi. Þar koma saman helstu tryllitæki landsins og bónið mun væntanlega flæða. Bifreið Egils Gillzenegger verður á sýningunni, en hann ekur um á kampavínsbleikum, tveggja sæta og 400 hestafla Merzedes Benz. Það er við hæfi hjá manni í hljómsveitinni Merzedes Club. Spurning hvort Gaz Man og Rebekka eigi líka Benz? afb Hinn hárprúði fréttamaður Stöðvar 2, Haukur Holm, sem þekktur er fyrir skeleggan frétta- flutning, skartar um þessar mundir forláta hliðarbörtum, svokölluðum kótilettum. Þykir líkur Elvis og Neil Young „Þetta kom nú bara af sjálfu sér einhvernveginn, þetta stækkaði bara og stækkaði og varð loks að þessum hlemmum,“ segir Haukur og rifjar upp sögu af herlegheit- unum. „Fyrir um einu ári eða svo, þeg- ar ég skartaði örlítið minni bört- um, var ég á leið til útlanda. Þegar ég stend og skoða brottfararskiltið, heyri ég allt í einu djúpri röddu fyrir aftan mig „Hva, bara Elvis mættur?“ Þá var það Björgvin Halldórsson. Síðan fyrir stuttu sagði Óli Palli að ég væri alveg eins og Neil Young. Og þegar svona höfðingjar líkja manni við hetjurn- ar sínar hlýt ég að vera að gera eitt- hvað rétt,“ segir Haukur og hlær. Haukur segist gjarnan taka upp á ýmsu varðandi hárvöxt í andliti sínu þegar hann er í vaktafríi. „Ég á það til að safna skeggi og börtum. Þá hef ég einnig leyft krullunum að síkka, svo þær njóti sín betur. Ég get leyft mér þetta þar sem ég hef verið minna og minna á skjánum, annars gengi þetta nú ekki,“ segir Haukur og viðurkennir að eflaust væri réttast að verða sér úti um skyrtukraga í yfirstærð og ofurbreið bindi, í anda áttunda áratugarins. „Flottast væri auðvit- að að fá sér hvítan Elvis samfesting með háum kraga.“ traustis@24stundir.is Hárvöxtur Hauks Holm eykst Hárprúður Haukur skartar risabörtum Macho macho man Kótiletturnar eru klárlega karlmennskumerki. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 4 2 5 8 7 9 1 6 3 3 8 9 6 4 1 7 5 2 7 6 1 3 2 5 9 4 8 2 5 6 9 8 3 4 1 7 9 3 7 4 1 2 5 8 6 8 1 4 5 6 7 2 3 9 5 4 8 7 9 6 3 2 1 1 7 3 2 5 8 6 9 4 6 9 2 1 3 4 8 7 5 Áttu annan matseðil? Ég á ekki efni á neinu á þessum. 24FÓLK folk@24stundir.is a Jú jú. Hann þyrfti þó að rífa aðeins í lóðin og bera á sig brúnkukrem. Er ekki fínt að vera með Gaslöggu-staðgengil? Garðar „Gas-man“ Ómarsson er tvímælalaust sverasti og skornasti meðlimur Merzedes-Club, en í Rauðavatnsóeirðunum mátti sjá vaskan svein yfirvaldsins bregða piparúðabrúsa á loft og öskra af heift: „GAS GAS GAS!“ Hefur lögreglumaðurinn fengið nafnið Gasman í blogg- heimum, þar sem myndband af atvikinu gengur manna á milli.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.