24 stundir - 20.05.2008, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
AÐ ÞAÐ GETA ALLIR SAFNAÐ
VILDARPUNKTUM HJÁ OLÍS
ÓHÁÐ GREIÐSLUMIÐLI?
VISSIR ÞÚ …
Vildarklúbbur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
19
81
0
5
/0
8
WW
W.VI
LDARKLUBBUR.IS
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
„Okkur finnst það vera algjörlega
óverjandi að Reykjavíkurborg út-
hluti samtökum, sem eru lokuð
meginþorra Reykvíkinga, lóð á
sömu kjörum og íþróttafélögunum
í Reykjavík,“ segir Reynir Ragnars-
son, formaður Íþróttabandalags
Reykjavíkur (ÍBR).
Lóðin sem um ræðir er Tryggva-
gata 13, sem borgin hefur gefið
UMFÍ vilyrði fyrir til að reisa höf-
uðstöðvar sínar á.
Reynir segir ÍBR-menn hafa
óskað eftir inngöngu í UMFÍ í heil-
an áratug. Árið 2005 hafi stjórn
UMFÍ samþykkt ósk ÍBR, gegn því
að bandalagið breytti lögum sínum
í samræmi við lög ungmenna-
félagsins. Það hafi verið gert. „Þá
var því bætt við að ÍSÍ og UMFÍ
yrðu líka að ná samkomulagi um
meðferðina á hagnaði úr lottói Ís-
lenskrar getspá. En það er náttúru-
lega eitthvað sem við réðum engu
um,“ segir Reynir.
Úthlutun verði frestað
Formleg úthlutun lóðarinnar
hefur ekki farið fram. „Við höfum
beðið borgarfulltrúa um að form-
legri úthlutun verði frestað þar til
við fáum aðgang að UMFÍ,“ segir
Reynir. Borgarfulltrúar hafi sýnt
skilning á afstöðu ÍBR. „En það
gerir samt enginn neitt.“
Sæmundur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, segist reikna
með að í framtíðinni verði íþrótta-
bandalögin öll hluti af UMFÍ.
Ástæðan fyrir tregðu ungmenna-
félagsmanna til að samþykkja að-
ildarumsókn ÍBR sé sú, að þá yrðu
lítil ungmennafélög á landsbyggð-
inni af mikilvægum tekjum úr
sjóðum Íslenskrar getspá. „Ef ÍBR
fengi úthlutað úr sjóðnum sam-
kvæmt úthlutunarreglum ung-
mennafélagsins, fengju þeir tæp
40% sjóðsins, vegna þess mikla
fjölda sem stendur að baki íþrótta-
félögunum í Reykjavík.“
Reynir segir ÍBR-menn hafa
skilning á því að lítil félög úti á
landi munar mikið um það sem
þau fá úr lottóinu, og stjórn UMFÍ
hafi verið tjáð að aðalástæða aðild-
arumsóknarinnar sé ekki ásókn í
lottósjóðinn. „Ég held að þetta
snúist miklu frekar um hræðslu við
að innganga okkar raski valdahlut-
föllum í UMFÍ.“
Formaður ÍBR Segir
óverjandi að úthluta
lokuðum samtökum
lóð á sömu kjörum og
íþróttafélögum.
Segir UMFÍ
lokuð samtök
Formaður ÍBR vill að lóðaúthlutun verði frestað þar til UMFÍ
hefur samþykkt aðildarósk ÍBR Segir þetta spurningu um völd
➤ ÍBR hefur í áratug sóst eftirinngöngu í UMFÍ, en umsókn-
inni verið hafnað.
➤ Framkvæmdastjóri UMFÍ seg-ir að ÍBR fengju 40% af lottó-
sjóði Íslenskrar getspár ef
þeir fengju inngöngu.
SÓTT UM Í ÁRATUG
Björn Ingi Hrafnsson, sem var
formaður borgarráðs þegar Ung-
mennafélagi Íslands (UMFÍ) var
gefið vilyrði fyrir Tryggvagötu 13,
segir eðilegt að borgin hlúi að
stórum landsamtökum á borð við
UMFÍ. „Þau eru geysilega virt
landsamtök sem voru með áform
um að byggja glæsilegar höfuð-
stöðvar. Ég taldi rétt að koma til
móts við samtökin með þessum
hætti, og það var mikil samstaða
um það í borgarstjórn.“
Hann bendir á að Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands hafi
fengið sambærilega lóð í Laugar-
dalnum.
Hann segist hafa verið þeirrar
skoðunar að íþróttafélögin í
Reykjavík ættu að fá inngöngu í
UMFÍ og hafi tjáð forsvarsmönn-
um ungmennafélagsins þá skoðun.
„Við töldum þó ekki rétt að
blanda þessu saman með þessum
hætti,“ segir hann um hugmynd
formanns ÍBR um að úthlutun lóð-
arinnar verði frestað þar til UMFÍ
samþykki aðildarumsókn ÍBR.
Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson, for-
maður borgarráðs, segir að stjórn
UMFÍ muni skila ýtarlegri grein-
argerð til borgarráðs síðar í þessari
viku um fyrirhugaða notkun UMFÍ
á húsnæði sem þeir hafa fengið fyr-
irheit um að byggja á Tryggvagötu.
hlynur@24stundir.is
Formaður Björn
Ingi var formaður
borgarráðs þegar
UMFÍ fékk vilyrðið.
Segir úthlutun til UMFÍ vera eðlilega
Ekki rétt að blanda
málunum saman
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
„Aðgengi efnalítilla einstaklinga að
dómstólum var ekki skert með
breytingum á gjafsóknarákvæðum
laga um meðferð einkamála árið
2005. Breytingin miðaði að því að
skýra skilyrði til veitingar gjafsókn-
ar og að gjafsókn ætti einkum að
tryggja efnalitlum einstaklingum
fjárstuðning úr ríkissjóði til þess að
reka mál fyrir dómstólum,“ segir í
tilkynningu frá ráðuneytinu.
Í 24 stundum síðastliðinn laug-
ardag sögðu hæstaréttarlögmaður-
inn Ragnar Aðalsteinsson og þing-
maðurinn Atli Gíslason að
lagabreyting árið 2005 og nýleg
reglugerð um skilyrði gjafsóknar
þrengdi mjög að aðgengi einstak-
linga að dómstólum.
Í tilkynningu ráðuneytisins segir
enn fremur: „Reglugerðin, sem
byggist á því grundvallaratriði að
efnalítið fólk geti leitað réttar síns
fyrir dómstólum, leysir af hólmi
reglugerð um starfshætti gjafsókn-
arnefndar frá árinu 2000. Í reglu-
gerðinni er fjallað með fyllri hætti
en áður um skilyrði gjafsóknar,
hvenær nægilegt tilefni sé til veit-
ingar gjafsóknar, þau atriði sem líta
ber til við mat á fjárhagsstöðu um-
sækjanda og heimildir til takmörk-
unar á gjafsókn“ og: „Tekjuviðmið
í hinni nýju reglugerð eru hærri en
viðmið eldri reglugerðar, en sam-
kvæmt henni skyldi hafa hliðsjón
af skattleysimörkum. Tekjuviðmið
er ekki hið eina til skoðunar við
mat á því, hvort veita eigi gjafsókn
og er ekki heldur ófrávíkjanlegt
skilyrði. Í sumum tilvikum er gjaf-
sókn lögbundin og er þá ekki horft
til tekna einstaklings, þegar réttur
hans til gjafsóknar er metinn.“
Stendur við sitt
Ragnar segir svar ráðuneytissins
engu breyta um sína afstöðu, hún
sé enn sú sama. „Alþingi samþykkti
árið 2005 að veiting gjafsóknar
skuli taka mið af því að einstaklingi
yrði fyrirsjánlega ofviða að bera
sjálfur kostnað af því að reka
dómsmál. Dómsmálaráðherra fer
ekki eftir þessum fyrirmælum
heldur setur viðmið sem eru langt
fyrir neðan þetta og sviptir þar með
fjölmarga borgara þeim rétti að
geta lagt mál sín fyrir dómstóla á
grundvelli gjafsóknar eins og Al-
þingi ætlaðist til.
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Dómsmálaráðuneytið svarar gagnrýni
Segir mörkin vera
hærri nú en áður