24 stundir - 20.05.2008, Síða 14

24 stundir - 20.05.2008, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Íslandshreyfingin skuldar um sautján milljónir króna. Kostnaður flokksins vegna síðustu alþingiskosninga var rúmar þrjátíu milljónir. Flokkurinn náði að safna tæpum sjö milljónum í styrki í kosningabarátt- unni, eftirstöðvarnar fóru í reikning. Flokkurinn hefur fengið úthlutað úr ríkissjóði 12 milljónum króna en ríkissjóður úthlutar árlega fé til starfsemi stjórnmálasamtaka sem hafa fengið einn mann kjörinn á þing eða hlotið 2,5% atkvæða í síðustu alþing- iskosningum. 5.973 kusu Íslandshreyfinguna sem eru 3,3 prósent atkvæða og náði engum manni á þing. Rúmlega þrjú hundruð eru skráðir félagar í flokknum, sem er um 0,1 prósent allra landsmanna. „Ef ríkisstjórnin heldur og ekki verður boðið til kosninga, munu þessar árlegu greiðslur frá ríkissjóði næstu þrjú árin duga fyrir okkar skuldum," sagði Sólborg Alda Pétursdóttir, gjaldkeri Íslandshreyfingarinnar, í viðtali við blaðamann 24 stunda og bætti svo við. „Þessar greiðslur munu duga fyrir skuldunum og vel það og því munum við eiga lítinn sjóð síðasta ár kjörtímabilsins til að halda áfram." Lögin um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýs- ingaskyldu þeirra tóku gildi 1. júní í fyrra. Þau voru sett með það að mark- miði að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjár- málum. Einnig að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið. Engin ástæða er til að agnúast út í Íslandshreyfinguna sem kemur út í gróða eftir kjörtímabilið án þess að hafa nokkurn mann inni á þingi og getur því reynt aftur að ná almannahylli. Þannig eru bara lögin. En spyrja má hvort lýðræðinu sé borgið með því að setja stjórnmálahreyfingar og þrýstihópa sem reyna að komast inn á þing í áskrift að almannafé. Þrátt fyrir að viðurlög séu við því að brjóta lögin, þ.e. að halda ekki bókhald og skila því ekki til ríkisendurskoðunar, stendur ekkert um hvern- ig stjórnmálaflokkunum beri að nota fjármunina. Ætli alþingismenn séu sáttir við lögin og finnist í lagi að framboð sem hvorki tekst að safna fé til að reka kosningabaráttu sína né nær hylli nægilegra marga til að koma manni á þing standi að lokum með milljónir af skattfé í vasanum? Að ef til vill fáeinir einstaklingar geti svo ákveðið hvort bjóða eigi aftur fram eða bara hirða peninginn? Væri ekki eðlilegra að ná í það minnsta manni á þing í stað þess að miða við ákveðið atkvæðavægi? Í áskrift hjá almenningi SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Yfirlýsingar pólitíkusa um, að þeim sé ekki sagt fyrir verkum, segja mér hið gagnstæða. Fólk talar ekki þannig nema það hafi lent í flokks- pólitískri hakka- vél. Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur hefur verið sagt fyrir verkum. Hún hef- ur því lýst yfir andstöðu við aðild að Evrópu- sambandinu. Sjálfstæðið þéttir vörnina með því að siða varafor- manninn. Björn Bjarnason telur, að umræða um aðild sé hættuleg. Hún muni skaða flokkinn, leiða til átaka og síðan kljúfa flokkinn. Björn tjaldar öllum pakkanum, talar sem kontrólfrík flokksins. Jónas Kristjánsson jonas.is BLOGGARINN Kontrólfrík En hvað gerist: hvorki prins né prinsessa létu sjá sig. [...] Óhamingju Íslands verður allt að vopni: Fyrst leggst níræði klámhundurinn í kör og getur ekki tekið á móti Ás- dísi Rán; sóma ís- lenskra kvenna, sverði og skildi og svo verða krónprins og krónprinsessa Serbíu veðurteppt á fögrum vordegi í Belgrad. Og það örskömmu eftir að serbneska lýðveldið kaus sér nýjan forseta – rúmum sex áratugum eftir að konungdæmið var lagt niður. Hvað næst, hættir Nancy Sinatra við að koma til að syngja með Geir Ólafs? Árni Snævarr arni.eyjan.is Óheppni Íslands Það er í lagi með homma, araba og aðra minnihlutahópa ef þeir halda sig heima hjá sér og láta mig vera. Ég biðst forláts en eru þetta ekki skila- boðin sem Magn- ús á blogginu og Sturla á þingpöll- um eru að senda út? Þetta eru vond skilaboð. Þetta hjálpar ekki í litlu þorpunum út um allt land þar sem fólk ekki af hérlendu bergi er stærri hluti samfélagsins en á mölinni. Þetta elur á andúð og það er afleitt. Það má skýla sér bakvið opna umræðu og málfrelsi í svo mörgu en hér er jarð- sprengjusvæði sem menn ættu að koma sér af hið fyrsta. Grímur Atlason eyjan.is/grimuratlason Vond skilaboð Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Lögmannafélag Íslands tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á ný- lega reglugerð dómsmálaráðherra um skilyrði gjaf- sóknar og telur allt of langt gengið í þá átt að skerða aðgengi almennings að dómstólum. Málið ristir í raun mun dýpra en það hvort reglu- gerðin sem slík hafi lagastoð eða ekki. Hún snýst um þann grundvallarrétt borgaranna að fá úrlausn deilumála sinna fyrir dómstólum. Hin nýja reglugerð dómsmálaráðuneytisins, þar sem tekjuviðmið mögulegra gjafsóknarhafa eru lækkuð umtalsvert, er í raun önnur atlagan að að- gengi einstaklinga að dómstólum á stuttum tíma. Árið 2005 var, að tillögu dómsmálaráðherra, felld niður heimild til gjafsóknar samkvæmt b. lið 126. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með þeirri takmörkun var réttur einstaklinga á gjafsókn í málum sem hafa verulega almenna þýðingu eða varða verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi, felldur niður nema fjárhagur þeirra væri bágborinn. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Lögmannafélagins í mars 2006, og beint var til forsætisráðherra og forseta Alþingis, var þessari takmörkun mótmælt og leiðréttingar krafist. Engin viðbrögð bárust við þeirri áskorun félagsins. Nú er hins vegar enn höggvið í sama knérunn og í þetta skiptið þrengt að tekjuviðmiðun þeirra ein- staklinga sem sækja um gjafsókn. Telur Lögmannafélag Íslands að með þessu hafi aðgengi ein- staklinga að dómstólum og mann- réttindi þeirra, sem er ein grund- vallarforsenda réttarríkis, verið skert enn frekar. Lögmannafélag Ís- lands skorar því á ríkisstjórnina og Alþingi að breyta reglum um gjaf- sókn og tryggja með afgerandi hætti aðgengi þeirra sem á hallar að dómstólum landsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands. Enn höggvið í sama knérunn ÁLIT Ingimar Ingason ingimar@ lmfi.is Hagstæð leiga og fyrsta flokks aðstaða Á laust herbergi sem hentar öllum er þurfa á vönduðu skrifstofuplássi af hóflegri stærð. Herbergið er 22m2 með sameign eða um 11m2 herbergið sjálft. Verð kr. 37.000 með vsk. Innifalið: hiti, rafmagn, netaðgangur, þrif á sameign, aðgengi að fundarherbergi með skjávarpa, kaffiaðstaða og setustofa. Húsgögn geta fylgt. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 664-6550 FYRIR EINYRKJA OG LÍTIL FYRIRTÆKI Auglýsingasíminn er 510 3744

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.