24 stundir - 20.05.2008, Page 15

24 stundir - 20.05.2008, Page 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 15 Að undanförnu hefur Kópa-vogsbær birt heilsíðuaug-lýsingu með fyrirsögninni „Verktakar ánægðir með Kópavog“ í blöðum. – Gott að búa í Kópavogi, eins og Gunnar Birgisson bæj- arstjóri hefur oft bent á. Í auglýsingunni er vitnað í könnun þar sem verktakafyr- irtæki voru beðin um að gefa sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu einkunn fyrir frammi- stöðu í skipulagsmálum. Nið- urstaðan er sú að verktakar telja Kópavogsbæ standa sig best. Menn geta svo deilt um með- mælin en í mikilli umræðu um skipulagsmál í seinni tíð hefur orðið „verktaki“ jafnvel verið not- að sem skammaryrði. Hvernig má það vera aðkindamiðar víða umborg og vegaskilti voru strax tengd við rasisma og líka við Magnús Þór Hafsteinsson? Halldóra á Mogga- blogginu var með aðrar tengingar. „Þetta var þá listaverk, þessar rollur sem voru límdar upp um allan bæ. Mér létti við að sjá það, hafði séð skrifað að þetta væri rasistaáróður og var farin að hafa áhyggjur af því að vera svo mikill sauður að skilja það ekki. Hélt að þetta væri auglýsing frá sviss- neskum banka um eitthvað á þýsku. Fór að hugsa, já – svarti sauðurinn sem er blóraböggull í hruni bankans og er kastað út … og eitthvað … Upphlaupið sýnir hvað umræðan er eldfim þessa dagana. Forstjóri OR erbitur vegnaBitruvirkj- unar, að mati Gísla Baldvinssonar sem bloggar um að embættismaðurinn hjá OR taki af stjórnmálamönn- unum ómakið og tjái eigin skoð- anir á niðurstöðu Skipulagsstofn- unnar. „Annar embættismaður hefur leyft sér þetta, jafnvel talið sig eiga virkjunarrétt, það er for- stjóri Landsvirkjunnar. … Þetta var ansi fyrirséð niðurstaða Veit ekki um einn sem deilir þessum skoðunum forstjóra OR.“ Sá er þó fundinn, heitir Björn S. Lár- usson og finnst búið að gelda Ís- land ef ekki má virkja. elias/beva KLIPPT OG SKORIÐ Íslendingar hafa skyldum að gegna gagnvart alþjóðasamfélaginu og móttaka flóttamanna er ein af þeim skyldum. Félagsmálaráðu- neytið semur við sveitarfélög um móttöku á ákveðnum fjölda flótta- manna í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Móttaka flóttamanna til Íslands er því samvinnuverkefni stjórnvalda, viðkomandi sveitarfélags og Rauða kross Íslands. Starfsfólk sveitarfé- laga hefur jafnan unnið mjög vel að móttöku flóttamanna, en einnig koma að móttöku þeirra starfs- menn og sjálfboðaliðar Rauða krossins. Rauði krossinn hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína varðandi móttöku flótta- manna. Fagfólk hefur stýrt verkefn- um fyrir hönd RKÍ og RKÍ hefur jafnan auglýst eftir stuðnings- aðilum / stuðningsfjölskyldum til að hjálpa flóttafólki að fóta sig á Ís- landi og hafa viðbrögðin verið um- fram væntingar. Þetta stuðnings- aðilakerfi hefur vakið verðskuldaða athygli. Níu sveitarfélög á Íslandi hafa tekið á móti flóttamönnum og er komin góð reynsla á alla verk- ferla auk þess sem íbúar hafa jafnan verið velviljaðir í garð flóttamanna. Ýmsir hafa sýnt vilja í verki og til að mynda hefur rútufyrirtækið Guð- mundur Jónasson ehf. ekið með flóttamenn frá Keflavík til Reykja- víkur endurgjaldslaust í heil 50 ár! Ekki velkomin? Því var það, að harkaleg and- staða fyrrum formanns félagsmála- ráðs Akraness og varaformanns Frjálslynda flokksins, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, við fyrirhug- aða komu flóttamanna til bæjarins vakti furðu landsmanna. Um er að ræða konur: einstæðar mæður eða ekkjur með börn, sem eiga hvergi samastað en dveljast nú í flótta- mannabúðunum Al-Waleed í Írak. Flestar munu þær hafa misst eig- inmenn sína í stríðsátökum. For- maðurinn taldi að ástandið á Akra- nesi væri þannig að bærinn ætti fullt í fangi með að aðstoða bæjar- búa og gaf til kynna að áður en til móttöku flóttamanna kæmi, þyrfti að leysa félagsleg vandamál bæjar- ins. Það er beinlínis hættulegt að formaðurinn skuli tala með þess- um hætti um að Akurnesingar skuli fyrst huga að eigin fólki. Hann kýs þar með að ala á ótta bæjarbúa við að flóttafólkið fari fram fyrir í röð þeirra bæjarbúa sem bíða félagslegra úrræða. Þetta er rangt. Víst mun vera rétt að nokkur fjöldi fólks sé á biðlista á Akranesi eftir félagslegu húsnæði. En formaðurinn virtist ekki vita að koma flóttamanna breytir engu um stöðu biðlistans á Akranesi þar sem flóttamennirnir fara ekki inn í fé- lagslegar íbúðir á vegum bæjarins heldur leigja á almennum markaði. Ríkið greiðir allan kostnað við hús- næði fólksins á meðan á svoköll- uðum aðlögunartíma stendur (í 1-2 ár) en að því loknu greiðir fólk- ið sjálft húsaleigu. Flóttafólk í öðr- um sveitarfélögum hefur undan- tekningalítið aðlagast vel og náð að standa á eigin fótum að aðlögunar- tíma loknum og fáir eiga betra með að aðlagast nýju umhverfi en börn og unglingar sem virðast vera í meirihluta þess hóps sem kemur. Magnús Þór hefur líka margsagt, að stjórnmálaflokkar á Akranesi hafi nú svikið kjósendur sína, því enginn flokkur hafi haft það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar að taka á móti flóttafólki! Þetta lýsir miklu skilningsleysi á eðli flótta- mannahjálpar, því móttaka flótta- manna er skilgreind sem mannúð- arverkefni, en ekki pólitískt verkefni og um hana er samið á al- þjóðavísu milli ríkisstjórnar og Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna áður en ráðuneyti semja við sveitarfélög. Við tökum við því fólki sem að mati Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna býr við mesta neyð og þar sem líklegast er að hjálpin skili árangri. Kærir meiðyrði Magnús Þór hefur farið hamför- um á bloggsíðu sinni, nú gegn fyrr- um samstarfsfólki sínu í bæjar- stjórn Akraness. Auk þess ætlar félagsmálaforkólfurinn að kæra einhvern fyrir að hafa sagt að hann sé kynþáttahatari. Og Frjálslyndi flokkurinn hefur óneitanlega feng- ið á sig stimpil kynþáttaandúðar. Höfum hugfast að sérhvert mannslíf er einstakt og börnin gráta eins, hverrar þjóðar sem þau eru. Hjálpum þeim. Höfundur er varaborgarfulltrúi Hjálpum þeim VIÐHORF aMargrét K. Sverrisdóttir Níu sveit- arfélög á Ís- landi hafa tek- ið á móti flóttamönn- um og er komin góð reynsla á alla verkferla auk þess sem íbúar hafa jafnan verið velviljaðir í garð flótta- manna. www.triumph.is Krossgötur ehf Fiskislóð 26, 101 Reykjavík, sími: 892 0999 Halló pabbi! Halló mamma! Vilt þú kynnast... Ef svo er gefst þér færi á að taka á móti erlendum skiptinema næstu 5–10 mánuði. Ingólfsstræti 3, 2. hæð Sími 552 5450 • www.afs.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ... nýjum viðhorfum? ... framandi menningu? ... nýrri sýn á land og þjóð? Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Búlgaríu 26. maí frá kr. 39.990 Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v 2-4 í hótelherbergi / íbúð í viku. Súpersól tilboð, 26.maí. Aukavika ekki í boði. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Aðeins örfá sæti í boði! Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í maí á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.