24 stundir - 20.05.2008, Síða 23

24 stundir - 20.05.2008, Síða 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 23 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Við hjónin ætlum sjálf að byggja vistvænt hús og höfum við und- irbúninginn komist að því hversu erfitt er að komast af stað. Helsta vandamálið er að hér á landi vantar vistvæn viðmið sem henta íslensk- um aðstæðum fyrir slíkar bygg- ingar en til er ítarlegur norrænn gagnagrunnur sem þyrfti að laga að okkar aðstæðum hér,“ segir Guð- rún Tryggvadóttir, framkvæmda- stjóri Náttúran er ehf. Áhuginn vaxandi Guðrún nefnir Sesseljuhús á Sól- heimum sem gott dæmi um vist- vænt hús en það var teiknað af arkitektinum Árna Friðrikssyni. Hún segir áhugann fyrir því að reisa vistvæn hús hér á landi lítinn en vaxandi og þá vanti upp á fræði- lega þáttinn, þ.e.a.s að taka út bygg- ingarefni og rannsaka hvernig þau henti íslenskum aðstæðum þannig að hægt sé að búa til skala og jafnvel gefa húsum einkunn samkvæmt þeim. Þegar er byrjað er þróa slíka skala erlendis og segir Guðrún að þeir gætu orðið framtíðin hér. „Næst langar okkur að koma upp á vefsíðunni gagnagrunni sem gerður var af umhverfisfræðingum sem við höfum verið í samstarfi við. Þetta tekur allt sinn tíma og hangir dálít- ið á einni spýtu sem heitir stjórn- völd og að þau leggi fram fjármagn í þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Vistvænn tékklisti Á natturan.is má finna banda- rískan tékklista um hvað skilgreini vistvænt hús. Þar segir meðal ann- ars: „Nýbyggingar og ný hverfi má ekki reisa á viðkvæmum svæðum frá sjónarmiðum náttúruverndar eins og t.d. á annars góðu rækt- unarlandi, votlendi, í heimkynnum dýra og jurta í útrýmingarhættu.“ Auk þess ætti húsið að vera í þægi- legri göngufjarlægð frá biðstöðvum almenningssamgangna þannig að fólki standi til boða að skilja bílinn eftir heima. Sesseljuhús Gott dæmi um vistvænt hús. Vistvænar byggingar geta orðið framtíðin Íslensk viðmið nauðsynleg Á vefnum natturan.is er áætlað að koma upp gagnagrunni um vistvæn hús og hvernig skuli stað- ið að byggingu þeirra. Þegar eru til viðmið um slíkt í nágrannalöndum. ➤ Ef hús er reist þannig að þaðberi virðingu fyrir umhverf- inu og heilsu fólks þá er það vistvænt. ➤ Sesseljuhús á Sólheimum ergott dæmi um vistvænt hús og er teiknað af Árna Frið- riksyni. VISTVÆN HÚS Í Skuggahverfi hafa nú risið lúxusíbúðir en fáir vita sögu þessa hverfis og hvernig það byggðist. Skuggasund og Skuggahverfi er nefnt eftir tómthúsbýlinu Skugga sem reist var 1802–1803 í landi fyrsta býlisins sem þar var reist, Arnarhólsbýlis. Á nítjándu öld var hverfið talið eitt helsta fá- tækrahverfi Reykjavíkur og þar bjó fátækt alþýðufólk. Við fjölgun íbúa í Reykjavík varð hverfið timburhúsabyggð og götur lagðar. Þar á meðal Lind- argata sem dregur nafn sitt af Móakotslind sem var helsta vatnsból hverfisins. Vatnsbólinu var lokað eftir að þaðan var rak- inn taugaveikisfaraldur. Snemma á tuttugustu öld tók hverfið miklum breytingum og varð að stærsta iðnaðarhverfi bæjarins. Fyrirtæki eins og Gunn- ars Majones, Kexverksmiðjan Frón, Prentsmiðjan Edda og Brjóstsykursverksmiðjan Nói eru meðal fyrirtækja sem hófu þar starfsemi sína. dista@24stundir.is Fátækt alþýðufólk byggði Skuggahverfi Umbreyting hverfis Auglysingasimi Fer ðal ög Sér bla ð 24 stu nda Auglýsingasími: Kolbrún S.510 3722/kolla@24stundir.is Katrín s.510 3727/kata@24stundir.is 30. maí

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.