24 stundir - 20.05.2008, Síða 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 27
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
Sesseljuhús er timburhús með
grasþaki og voru sjónarmið um-
hverfisverndar í hávegum höfð við
hönnun og smíði þess. Við bygg-
ingu hússins var til að mynda
reynt að halda uppgreftri í algeru
lágmarki og þess gætt að grafa ekki
utan graftarmarka og raska ekki
svæðum utan þeirra. Sesseljuhús
var opnað þann 5. júlí árið 2002
en þá voru 100 ár liðin frá fæðingu
Sesselju Hreindísar Sigmunds-
dóttur, stofnanda Sólheima. Fyrstu
skóflustunguna tók Sif Friðleifs-
dóttir, þáverandi umhverf-
isráðherra, en ríkisstjórnin lagði
fram 75 milljónir króna til bygg-
ingar hússins.
Vitundarvakning
„Löngu er orðið tímabært að
setja saman íslensk viðmið um
byggingu vistvænna húsa. Frum-
kvæðið verður að koma frá ríkinu
þannig að málin komist í ákveðinn
farveg og hægt verði að vinna þetta
markvisst. Víða er fólk með þekk-
ingu en það þarf hnitmiðaða áætl-
un til að vinna eftir. Við höfum
fengið fyrirspurnir frá gestum
Sesseljuhúss um hvernig best sé að
snúa sér í byggingu vistvænna
húsa og er mikill áhugi meðal fólks
sem er að byggja að fá slíkar leið-
beiningar. Ég held að það hafi orð-
ið ákveðin vitundarvakning síðast-
liðin ár og fólki er orðið meira
umhugað um á hverju börnin
þeirra skríða eða hvaða efni eru í
málningunni sem það notar,“ segir
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir,
forstöðumaður Sesseljuhúss.
Frumkvöðlastarf á sínum tíma
Öll þau efni sem notuð voru við
byggingu hússins þurftu að stand-
ast strangar kröfur í umhverfislegu
tilliti. Eins var haft í huga þegar
ákveðið var hvar húsið ætti að rísa
að það myndi frekar aðlaga sig
náttúrunni en öfugt. Bergþóra seg-
ir að efnivið í vistvæn hús sé hægt
að fá hér á landi nú þegar en eftir
því sem markaðurinn kalli eftir
meira muni án efa bætast við úr-
valið. Hún segir misjafnt hversu
útbreidd slík hús séu í heiminum
en Norður-Evrópa og Skandinavía
standi þar mjög framarlega og Ís-
lendingar muni geta fylgt eftir þeg-
ar spýtt verði í lófana.
Menningarveisla í júní
Í Sesseljuhúsi er haldið úti ýmis
konar fræðslustarfssemi. Fræðslu-
fundirnir Að lesa í landið verða
haldnir nú á næstum vikum en á
þeim er einblínt á nánasta um-
hverfi fólks. Var fyrsti fundurinn
haldinn síðastliðna helgi með
fuglaskoðun og sá næsti, Lands-
lagið með gleraugum jarðfræð-
ingsins, verður eftir hálfan mánuð
en þá kemur jarðfræðingur í
heimsókn og rýnir í landslagið. Í
júní verða síðan skoðaðar plöntur.
Þá verður menningarveisla Sól-
heima haldin í byrjun júní og í
tengslum við það verður far-
andsýning Landverndar um vist-
vernd í verki sett upp í Sesselju-
húsi en íbúar Sólheima tóku
einmitt þátt í því síðastliðinn vet-
ur. Auk þess verða sýndir þar
kertaskúlptúrar, búnir til í kerta-
gerð Sólheima. Allar frekari upp-
lýsingar má finna á www.sesselju-
hus.is.
Vitundarvakning Hefur
orðið segir Bergþóra.
Frumkvöðlastarf á Sólheimum
Umhverfissetur rekið
í vistvænu húsi
Sesseljuhús á Sólheimum
var hannað af Árna Frið-
rikssyni. Þar er rekið um-
hverfissetur sem stuðlar
að fræðslu um umhverf-
ismál með áherslu á sjálf-
bærar byggingar.
➤ Markmið Sesseljuhúss er aðstuðla að fræðslu um um-
hverfismál þar sem áhersla er
lögð á sjálfbærar byggingar
og sjálfbært samfélag.
➤ Sólheimar eru fyrsti stað-urinn á Íslandi sem hlýtur er-
lenda viðurkenningu sem
sjálfbært byggðahverfi.
SÓLHEIMAR
Pallur er fjárfesting sem fara þarf
vel með og sé hann hirtur vel helst
hann sem nýr í lengri tíma. „Aðal-
málið er að koma olíunni á sem
fyrst og fúaverja með olíu í lit. Bíði
fólk of lengi með viðarvörnina
aukast líkur á því að viðurinn upp-
litist og gráni. Gerist það verður
viðloðun olíunnar mun verri og lík-
urnar á því að olían flagni af aukast.
Eftir að borið hefur verið á skjól-
vegginn í fyrsta sinn skal bera á
hann á fjögurra til fimm ára fresti,
en meta þarf þörfina í hvert sinn
með tilliti til veðurs. Ég myndi
mæla með að bera oftar á pallinn og
jafnvel einu sinni á ári. Liturinn í
olíunni kemur í veg fyrir að sólin
uppliti og geri timbrið grátt en sólin
er í mörgum tilfellum verri en vatn-
ið. Glær olía hefur því lítið að segja
sem vörn í fyrsta sinn, en er góð og
gild sem framhaldsvörn. Gagnvarið
timbur er þó í raun fúavarið fyrir
utan að það vantar sólarvörnina,“
segir Guðjón Rúnarsson húsa-
smíðameistari hjá Sólpöllum.
Veður og vindur
Ætla má að margir pallar hafi
komið illa undan hinum vætusama
vetri. Mikilvægt er því að hlúa vel
að timbrinu og bera á það eftir
þörfum, meira mæðir á láréttum
flötum en lóðréttum og þarf því að
bera oftar á þá fleti. Einnig skiptir
staðsetning skjólveggja máli,
ríkjandi áttir með slagveðursrign-
ingum fara oft illa með timbrið og
þarf því að bera oftar á þá fleti.
maria@24stundir.is
Margir pallar koma illa undan vætusömum vetri
Mikilvægt að bera á eftir þörfum
Aðalmálið Að koma
olíunni á sem fyrst.
Skápa og skúffuhöldur
Amerísku höldurnar
komnar aftur