24 stundir - 20.05.2008, Síða 34

24 stundir - 20.05.2008, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir ÞÝSKAR ÁLKERRUR til allra starfa Vandaðar kerrur á góðu verði, léttar og fallegar. Margar stærðir og gerðir. Sturtubúnaður , álbrautir o. fl. Söluumboð: N1 Laugatanga 1 Mosfellsbæ - sími 566 8188. Fjarðanet hf. Grænagarði Ísafirði sími 470 0836. KB búrekstrard. Egilsholti 1 Borgarnesi sími 430 5500. Háholt 18 Mosfellsbæ sími 894 5111 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Mosi gerir mörgum garðeigandan- um gramt í geði, ekki síst þegar hans verður vart í miklum mæli á grasflötinni. Að sögn Steinunnar Reynisdóttur, deildarstjóra Garð- yrkjudeildar Garðheima, er mos- inn mesta vandamálið í þeim görð- um þar sem er mikill skuggi af trjám eða húsum eða þar sem jarð- vegur er mjög þéttur og leirkennd- ur. Kalk breytir sýrustigi Best er að uppræta mosann snemma á vorin en annars er aldrei of seint að ráðast gegn honum. Gott er að byrja á því að tæta mos- ann í flötinni, til dæmis með hrífu eða mosatætara. Því næst ætti fólk að dreifa kalki yfir flötina. „Það breytir sýrustiginu í jarðveginum þannig að mosinn á erfiðara um vik og grastegundirnar eiga auð- veldara með að taka upp áburð- arefni. Svo dreifir maður blákorni eða graskorni yfir,“ segir Steinunn Reynisdóttir. Steinunn mælir ekki með því að kalki eða áburði sé dreift meðan grasflötin er mjög blaut. „En það er náttúrlega gott að gera þetta áður en það rignir eða vökva fljótlega á eftir því að efnin fara ekki að virka fyrr en þau blotna og leysast upp,“ segir Steinunn sem mælir með því að áburðargjöf fari fram tvisvar til þrisvar á sumri. Það getur komið að gagni í bar- áttunni gegn mosanum að leyfa börnum að leika sér á flötinni eða gata hana með heykvísl. „Svo er líka hægt að fá sér svartan sand, setja hann yfir flötina þannig að mosinn hyljist. Þá kemur grasið upp smátt og smátt. Það hefur líka gefið góða raun að dreifa moltu- blöndu, sveppamassa eða einhverri næringarríkri mold yfir,“ segir hún. Fíflar upprættir Mosi er ekki það eina sem plagar grasflataeigendur þessa dagana. Mörgum er í nöp við gula túnfífla, skriðsóleyjar, maríustakka og aðrar plöntur sem eiga til að skjóta þar upp kollinum. „Það er hægt að pilla upp fíflana en þú pillar ekki svo glatt upp skriðsóley,“ segir Steinunn sem mælir með því að fólk noti herbamix á hana. „Þetta er hormónaefni sem drepur ekki grasið en drepur aðrar plöntur og er því eingöngu ætlað á grasflatir,“ segir Steinunn Reynisdóttir hjá Garðheimum að lokum. Gott fyrir grasið Það getur verið gott að leyfa börnum að leika sér og ærslast á grasflötinni. Hægt er að vinna á mosa í grasi með ýmsum ráðum Mosanum sagt stríð á hendur Ýmis ráð eru gegn mosa í grasflötum sem plagar marga garðeigendur á vori hverju. Gott er að tæta upp mosann og nota síðan kalk og áburð til að fá grasið græna til að njóta sín. ➤ Gott er að dreifa áburði ágrasflötina þrisvar á sumri, fyrst í maí, svo í júní og að lokum í júlí. ➤ Reikna má með að um 7,5 kgaf áburði dugi á 100 fm gras- flöt á sumri. ÁBURÐARGJÖF Nú hafa vísindamenn staðfest að ræktun á kartöflum sé um 8000 ára gömul og að uppruni matarkart- öflunnar sé við Títíkakavatnið á mörkum ríkjanna Perú og Bólivíu, hátt í Andesfjöllum. Matarkartafl- an, sem slík, er hvergi til „villt“, heldur er hún afkomandi nokkurra náskyldra, hnýðismyndandi teg- unda úr „kartöfludeild“ ættkvíslar- innar Solanum sem einnig leggur okkur til tómata og eggaldin, ásamt fjölda annarra tegunda. Flestar þeirra sem þekktar voru í „Gamla heiminum“ fyrir uppgötvunina á Vesturheimi voru illa þokkaðar eit- ur- og nornajurtir, tengdar galdri og gjörningum. Þess vegna mættu kartöflur og tómatar framan af fremur dræmum undirtektum sem eðlilegur mannamatur hjá „upp- lýstum“ Evrópubúum þegar þær voru kynntar til sögu okkar. Menn ætluðu ekki að feta í fótspor norna, sem nýttu sér bolmurt og bella- donnu til að komast í náið sam- band við fjandann. Og á þessum árum voru enn öldur og órói vegna galdratrúar og ógna Rannsóknar- réttarins. Galdrabrennurnar í Vest- ur-Evrópu, sem náðu alla leið norður á Strandir, voru líka í upp- siglingu, svo það var betra að hætta ekki á neitt! Hverjir voru fyrstir? Ekki er alveg á hreinu hvaða Evrópuþjóð var fyrst til að rækta kartöflur til manneldis. En um 1600 eru kartöflur orðinn fastur hlutur í próvíanti spænsku og portúgölsku skipaflotanna. Vegna þess að þær geymdust vel í skip- rúmi og neysla á þeim bjargaði sjó- mönnum frá hinum hræðilega sjúkdómi, skyrbjúgnum, þóttu þær sjálfsagður skrínukostur um borð. Kartöflurækt Portúgala var þó löngu fyrr komin af stað í nýlend- um þeirra í Afríku og Asíu, og bændur í heimalandinu tóku kart- öflurækt upp stuttu síðar. Það er heldur ekki ljóst hverjir voru fyrstir til að flytja kartöfluútsæði til Evr- ópu, fyrir utan þær örfáu plöntur sem aðallinn ræktaði sér til skemmtunar og upphefðar. En þrátt fyrir frásagnir af því að ýmsir litríkir og nafngreindir hetjukarak- terar hafi „fært“ kartöflur til við- komandi landa, þá er – við nánari rannsókn – líklegra að velgerðar- mennirnir hafi verið heldur grárri. Fyrst og fremst voru þeir munkar og óbreyttir sjómenn, flestir nafn- lausir og gleymdir núorðið. Og al- mennt er talað um þrjár „kartöflu- gusur“ með um 300 kartöflu- afbrigðum sem bárust frá Chile, Perú og Kólumbíu á sautjándu öld. Á þessum 300 afbrigðum byggðist svo kartöflurækt Evrópubúa, bæði austan hafs og vestan, alveg fram á síðustu öld. Stundum með skelfi- legu bakslagi, eins og Írar fengu að reyna um miðja nítjándu öld. Meira um það næst. GARÐASPJALL Úr sögu kartöflunnar Hafsteinn Hafliðason skrifar um kartöflur. Anna Margrét Elíasdóttir garð- yrkjufræðingur segir frá ein- stökum tegundum lyngrósa og hvernig þær þrífast hér á landi í Grasagarði Reykjavíkur fimmtu- daginn 22. maí kl. 20. Þá mun Walburga Bergmaier garðyrkju- fræðingur í Grasagarðinum í München segja frá lyngrósasafn- inu þar í borg. Leiðsögnin hefst við Laugatungu. Fræðslan er ókeypis og eru allir velkomnir. Lyngrósafjöld í Laugardalnum Grasflötin verður fallegri ef hún er slegin reglulega auk þess sem slátturinn sjálfur verður auðveld- ari. Með heppni er jafnvel hægt að komast undan því að raka grasið að loknum slætti. Gæta verður þess þó að slá grasið ekki of snöggt til styrkja grasrótina. Mismunandi sláttuvélar eru í boði og mikilvægt að velja vél miðað við þarfir. Ef um til- tölulega litla grasflöt er að ræða nægir ef til vill lítil rafmagns- sláttuvél. Fyrir stærri garða er líklega betra að kaupa bens- ínsláttuvél. Sums staðar er ekki hægt að slá alla flötina með hefð- bundnum sláttuvélum og geta þá sláttuorf komið að góðu gagni. Grasflötin slegin fegurðarljóma VORIÐGARÐURINN lifsstill@24stundir.is a Þetta er hormónaefni sem drepur ekki grasið en drepur aðrar plöntur og er því eingöngu ætlað á grasflatir. - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.