24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Rallvertíðin lofar vægast sagt afar góðu
þetta árið. Fjöldi þáttakenda nú var mun
meiri en fyrir ári og allt stefnir í enn fleiri kepp-
endur á næsta móti í rallinu.
Þrír ítalskir titlar í röð hjáInter Milan eftir helginaen eina
evrópska deild-
in, fyrir utan þá
ensku, þar sem
vottur af
spennu fannst
fram á síðustu
stund var þar í
landi. Hefði leikmönnum Inter
fatast flugið gegn Parma í loka-
leiknum hefðu Rómverjar get-
að hreppt titilinn en Inter átti
aldrei í vandræðum með
Parma, sigraði 0-2 og sendi
fornfrægt lið Parma þannig
niður um deild.
Thierry Henry kvartarsáran yfir að vita ekkertum
hvort hann sé í
áætlunum
verðandi þjálf-
ara Barcelona,
Pep Guardiola,
á næstu leiktíð.
Hann er reynd-
ar ekki einn um það því Spán-
verjinn hefur ekkert látið uppi
enn sem komið er og einbeitir
sér að því að tryggja varaliði
Barcelona, sem hann stjórnar,
sæti í annarri deild B á næstu
leiktíð. Varalið stórliða Spánar
spila sem kunnugt er í neðri
deildum landsins en geta þó
ekki farið upp í þá efstu.
Getur verið að fyrrumlandsliðsþjálfari Eng-lands,
Steve McCla-
ren, þjálfi í
Hollandi á
næstu leiktíð?
Fjölmiðlar ýja
að því eftir að
karlinn sat í
stúku með eiganda FC Twente
og fylgdist með leik Twente og
Ajax. Sjálfur segist hann aðeins
hafa verið að fylgjast með góð-
um knattspyrnuleik. Lítil sem
engin eftirspurn hefur verið eft-
ir hæfileikum hans eftir að
hann fékk sparkið frá enska
knattspyrnusambandinu.
Stjóri Arsenal er farinn aðlíta í kringum sig hvaðnýja leik-
menn varðar.
Umboðsmaður
Albertos Agu-
ilani hjá Roma
fullyrðir að Ar-
sene Wenger
hafi sett sig í
samband og forvitnast um
kaup á Ítalanum sem þykir
einn þeirra flottari meðal yngri
leikmanna Ítalíu. Aguilani get-
ur og hefur spilað fleiri stöður
en eina á vellinum en mest
ánægja er með hann á miðj-
unni hjá Roma.
Þrátt fyrir ágætan árangurChelsea undir stjórnAvrams
Grants hefur
karlinn við-
urkennt það
sem fjölmiðlar
þarlendir hafa
haldið fram; að
hann verði vart
við stjórnvölinn hjá liðinu á
næstu leiktíð þrátt fyrir árang-
urinn. Þykir honum mest til
lasts að hann þykir innhverfur
um of sem er galli þegar forver-
inn var hinn sviðsljósglaði Jose
Mourinho. Sá er enn kenndur
við allnokkur lið.
„Ég er viss um að mótin verða mun meira spenn-
andi en áður því miklu fleiri kylfingar geta haldið
dampi í 36 holur en 54,“ segir Haraldur Heimisson,
stigameistari Kaupþingsmótaraðarinnar 2007 en hún
hefst að nýju í ár eftir viku á Hellu. Verður hún með
því breytta sniði að spilaðar verða 36 holur í stað 54
áður sem flestir telja að geti fært enn meiri spennu í
mótið.
Kaupþingsmótaröðin er deild þeirra bestu hérlendis
og fá 144 bestu kylfingar landsins keppnisrétt á henni.
Hápunkturinn er Íslandsmótið í höggleik sem í ár fer
fram í Vestmannaeyjum 24. til 27. júlí. Mánuði síðar
fer svo fram Íslandsmótið í holukeppni á Grafarholts-
velli.
Samhliða Kaupþingsmótaröð unglinga þetta árið fer
einnig fram Áskorendamótaröð en þar geta þeir keppt
sem eru að byrja í golfinu og komast ekki inn á aðal-
mótaröð unglinga.
Kaupþingsmótaröðin í golfinu hefst um næstu helgi
Hella verður fyrsta hindrunin
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
„Fyrsta keppnin tókst að öllu leyti
vel og keppendur almennt mjög
ánægðir enda eru þeir talsvert fleiri
nú en verið hefur í rallinu hér
heima lengi,“ segir Guðmundur
Höskuldsson, stigavörður hjá
Landssambandi íslenskra aksturs-
félaga. Fyrsta rall sumarsins fór
fram um helgina og var metþáttaka
í öllum fjórum keppnisflokkum.
Þeir félagar Sigurður Bragi Guð-
mundsson og Ísak Guðjónsson á
Lancer Evo sigraðu um helgina
með nokkrum yfirburðum en átta
mínútur skildu að fyrsta sætið og
það fimmta.
Forvitnir Allmargir voru
mættir á kajann í Hafnarfirði
þaðan sem fyrsta rall sum-
arsins hófst um helgina.
Byrjunin
lofar góðu
Fyrsta vorrall rallökumanna fór fram um helgina og tókst vel
Keppendum fjölgað mikið milli ára og spennan því meiri
➤ Niðurstaðan eftir fyrsta mótiðSigurður/Ísak 59.06
Pétur/Heimir 01.00.56
Marian/Jón Þór 01.03.00
Jóhannes/Björgvin 01.05.28
Fylkir/Elvar 01.07.33
HEILDARNIÐURSTAÐA
Kristján Einar Kristjánsson
ökuþór náði sínum besta ár-
angri í Formúlu 3 hingað til
um helgina þegar hann náði
þriðja sætinu í fimmtu keppni
ársins og það á hinni heims-
frægu kappakstursbraut
Monza á Ítalíu. Voru aðstæður
allar samt með erfiðara móti,
mikil rigning og meðalhraði
talsvert undir því sem best
gerist vegna þess. Talsvert var
einnig um árekstra sem Krist-
ján sneiddi þó listilega hjá.
Kristján hinn
þriðji
Miklar breytingar urðu á lög-
um Handknattleikssambands-
ins á nýliðnu ársþingi þar sem
mestum tíðindum sætti mót-
framboð til embættis for-
manns sambandsins. Var
Guðmundur Ingvarsson þó
endurkjörinn til eins árs.
Hvað mótið varðar er mesta
breytingin sú að fjögurra liða
úrslitakeppni fer fram í efstu
deild en margir hafa kallað
eftir slíkri breytingu síðustu
árin. Standa vonir til að áhorf-
endatölur hækki í kjölfarið.
Aukin ábyrgð
Auðvelt
Íslandsmeistarar Vals í
kvennaflokki byrja leiktíð sína
vægast sagt örugglega. Eru
þær á toppnum eftir tvo leiki
með fullt hús stiga og sjö
mörk í plús. Öll önnur lið
hafa tapað stigum.
Sjö í plús
SKEYTIN INN
Slakað á Andartökin fyrir startið eru oft
taugastrekkjandi
Niðurtalning Mun fleiri voru skráðir til
leiks nú en voru í fyrra
Pittsburg Penguins eru komn-
ir í úrslitaleikinn í NHL deild-
inni eftir að hafa kaffært
Philadelphia Flyers auðveld-
lega í fjórum leikjum gegn
einum. Sidney Crosby og fé-
lagar hafa skautað gegnum
andstæðinga sína ótrúlega
auðveldlega og unnu fjórða
leikinn gegn Flyers 6-0. Þær
mæta Detroit í úrslitum.