24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
„Myndin mun ekki breyta lífi ykkar
en ef þið eruð í réttu hugarástandi
þá mun myndin breyta skapi ykkar.
Þið munið kannski kveina og
kvarta og þið munið kannski vera
ósátt við stóra, kjánalega loka-
atriðið en þið munið aldrei hætta
að brosa,“ segir kvikmyndarýnir
Empire-kvikmyndaritsins, Damon
Wise, í dómi sínum um nýjustu af-
urð þeirra Stevens Spielbergs og
George Lucas, Indiana Jones and
the Kingdom of the Crystal Skull.
Wise er hæstánægður með mynd-
ina og gefur henni fjórar störnur af
fimm mögulegum.
Flestir nokkuð sáttir við Indy
Wise er síður en svo eini kvik-
myndarýnirinn sem er ánægður
með nýjustu ævintýraför hins knáa
fornleifafræðings Indiana Jones því
flestir dómar um myndina hafa
hingað til verið fremur jákvæðir.
Á vefsíðunni metacritic.com er
myndin með einkunn upp á 68 af
100 mögulegum en einkunnin er
fundin út með því að reikna með-
altal af þeim dómum sem birst hafa
um myndina.
Indy lifir áfram
Þó svo að flestir séu nokkuð
ánægðir með Indy þá þykir myndin
síður en svo fullkomin og hafa
gagnrýnendur bent sérstaklega á að
tölvugerðar tæknibrellur í mynd-
inni séu á köflum að kaffæra sög-
una og séu ekki í stíl við fyrri
myndir.
Þessi gagnrýni mun þó síður en
svo draga úr áhuga aðdáenda fyrri
myndanna á að berja þessa augum
og er líklegt að myndin verði vel
sótt þegar hún verður frumsýnd
hér á landi 22. maí.
Svo ætti það ekki að spilla að nú
þegar er farið að ræða um fimmtu
Indiana Jones-myndina en þar
kemur til greina að Harrison Ford
verði í aukahlutverki á meðan ung-
stirnið Shia LaBeouf sjái um allan
hasarinn.
Á kunnuglegum
slóðum Indy sýnir arf-
taka sínum hvar hann
kann best við sig.
Dómar um nýjustu Indiana Jones-myndina streyma inn
Flestir sáttir við
Indiana Jones
Indiana Jones and the
Kingdom of the Crystal
Skull var frumsýnd á Can-
nes-kvikmyndahátíðinni
um helgina. Dómar um
kvikmyndina eru því
farnir að streyma inn.
➤ Af þeim dómum sem birsthafa um Indy 4 hefur dómur
Empire verið jákvæðastur, 80
af 100.
➤ Neikvæðasti dómurinn birtisthins vegar í breska blaðinu
The Guardian, tvær stjörnur
af fimm.
INDY-DÓMAR
Kvikmyndir traustis@24stundir.is
Í Harold & Kumar Escape from
Guantanamo Bay segir af vinunum
hörundsdökku, Harold og Kumar,
sem eru handteknir fyrir misskiln-
ing á leið sinni til Amsterdam og
sendir til Guantanamo Bay, þaðan
sem þeim tekst að flýja. Markmið
þeirra er að komast í brúðkaup
fyrrum kærustu Kumars, svo þeir
geti hreinsað mannorð sitt og
Kumar geti unnið kærustuna aftur.
Staðalímyndir og tabú
Það er ekki annað hægt að segja
en að húmorinn sé frekar einhæfur
í þessari grínmynd. Hún setur sér
það markmið eitt að gera grín að
sem flestum staðalímyndum,
minnihlutahópum og tabú-málum
eins og rúmast í einni kvikmynd.
Suðurríkjamenn, svertingjar, músl-
imar, arabar, gyðingar, hommar,
fangaverðir, hasshausar og George
W. Bush fá allir fyrir ferðina í
myndinni, sem á löngum köflum
tekst að vera þokkalega fyndin og
skemmtileg. Hún er gerð til að
hneyksla og hræra aðeins í pólitísk-
um réttrúnaðar-hugsunarhætti,
sem full þörf er á í nútímaþjóð-
félagi þar sem varla má prumpa án
þess að farið sé fram á umhverf-
ismat og grenndarkynningu.
Vandamálið er að myndin gerir
þetta bara ekki alveg nógu vel. Því
þó að hún sé nokkuð beinskeytt,
og komi áhorfendum í opna
skjöldu á tíðum, getur hún ekki
flokkast undir neitt annað en
formúluunglingamynd með snið-
ugum, kjánalegum og neyð-
arlegum húmor í besta falli, í stað
þess að vera sprenghlægileg.
Það er fullljóst að þessi mynd
Kaldhæðni, klof og kannabisreykingar
mun hneyksla margan góðborg-
arann, enda markmið hennar að
vissu leyti. Því má segja með nokk-
urri vissu að hún höfði heldur til
yngri áhorfenda en eldri. En þessi
mynd á best heima á leigunum,
eða sem stolinn „fæll“ í fartölvu
fermingarkrakka.
Yfirheyrsla Hinn vitgranni laganna vörður eys úr skálum heimsku sinnar.
Little Britain-tvíeykið, David
Walliams og Matt Lucas, er nú að
undirbúa innrás sína á Bandaríkja-
markað þar sem það hyggst kynna
Bandaríkjamönnum ekta breskan
húmor. Nú þegar hefur það verið
gert opinbert að tvíeykið trítilóða
sé að vinna að bandarískri útgáfu
af Little Britain-þáttunum, sem
verða sýndir á HBO-sjónvarps-
stöðinni, en ef eitthvað er að
marka Variety-kvikmyndaritið þá
leynist mun meira í pokahorninu
hjá hinum bráðfyndnu Bretum.
Variety greinir frá því að Walli-
ams og Lucas séu um þessar
mundir að vinna að tveimur bíó-
myndum, með sitt hvoru kvik-
myndaverinu.
Annars vegar eru þeir að vinna
að mynd með DreamWorks kvik-
myndaverinu en svo einnig með
hinu breska Working Title kvik-
myndaveri sem hefur meðal ann-
ars sent frá myndir á borð við Ato-
nement og Hot Fuzz.
Little Britain þættirnir hafa sleg-
ið rækilega í gegn um heim allan
en þættirnir hófu göngu sína sem
útvarpsþættir á BBC árið 2003 en
sökum vinsælda var ákveðið að
færra þættina yfir í sjónvarpið. vij
Með tvær myndir í vinnslu
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Þessi mynd á best heima á
leigunum, eða sem stolinn
„fæll“ í fartölvu fermingarkrakka.
Leikstjórar: J. Hurwits og H. Schlossberg
Leikarar: John Cho, Kal Penn
Harold & Kumar Escape
from Guantanamo Bay
Hörfatnaður frá
Pause Café
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsunum Fákafeni)
www.gala.is • S:588 9925
Opið 11-18 og 11-16 lau.
Stærðir 34-52
HEILL HEIMUR
AF SKEMMTUN
Opið sunnudaga til fimmtudaga
11.00 -24.00
Opið föstudagaoglaugardaga
11.00 - 02.00
Grennandi
meðferð
Rétt verð 55.700 kr.
Sumartilboð
29.200 kr.
CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við
frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni.
HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift
að fara vel inn í hana.
HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu.
VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana
stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi.
Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með
honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti.
FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur
í Flabélos tækið.
hringið núna í síma 577 7007
OPIÐ
TIL 9
af völdum vörumGJAFA
DAGAR
Matar og kaffistell ásamt öðrum gjafavörum
til sýnis á uppdekkuðum borðum
á gangi Kringlunnar.
Velkomin brúðhjón að skrá óskalistann
www.tk.is
Líttu við - Sjón er sögu ríkari