24 stundir - 20.05.2008, Síða 45

24 stundir - 20.05.2008, Síða 45
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 45 Verð frá 9.990 kr. ÚTSKRIFTAR JAKKAFÖT - RÚV klukkan 19.40 Í kvöld fer fram fyrri undan- riðill í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva en keppnin fer fram í Belgrad. Í kvöld munu 19 þjóðir stíga á stokk en þar á meðal eru fram- lög þjóða á borð við Noreg, Finnland og Pólland. Kynnir keppninnar er sem fyrr hinn mikli Euro-popp aðdáandi Sigmar Guðmundsson. Ballið byrjar Skjár Einn kl. 20.10 Kid Nation er bandarísk raun- veruleikasería þar sem 40 krakkar á aldrinum 8 til 15 ára flytja inn í yfirgefinn bæ og stofna nýtt samfélag. Þar búa krakkarnir í 40 daga án af- skipta fullorðinna. Það er boðað til kosninga hjá krökk- unum þegar velja á nýtt bæj- arráð og hefst þá kosningabar- áttan hjá krökkunum. Krakka-þjóð Stöð 2 klukkan 21.05 Stórleikarinn James Woods snýr aftur í hlutverki lögfræð- ingsins eitilharða Sebastian Stark í þáttaröðinni Shark. Við höldum áfram að fylgjast með Sebastian sækja erfiðustu málin fyrir saksóknaraemb- ættið en oftar en ekki hittir hann fyrir harðsvíraða glæpa- menn sem hann eitt sinn varði sjálfur. Stór fiskur... Stöð 2 Sport kl. 19.45 Í kvöld verður blásið til leiks í Frostaskjóli en þar taka heimamenn í KR á móti hinu fagurgræna liði Breiðabliks. Hvorugu liðinu tókst að sýna sannfærandi leik í síðustu umferð en KR tapaði fyrir spræku liði Fjölnismanna á meðan Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þrótt. Því má búast við hörkuleik í Vesturbænum því auðvitað vilja bæði lið sanna sig. Boltinn rúllar HÁPUNKTAR Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur nú sem hæst og eru margar frægustu stjörnur heimsins þar samankomnar til að kynna væntanlegar bíómyndir og baða sig í aðdáun almúgans. Á meðal þeirra mynda sem frumsýndar voru á Cannes er nýjasta afurð leikstjórans Woody Allen, Vicky Cristina Barcelona. Myndin skart- ar þeim Penelope Cruz, Javier Bardem, Re- beccu Hall og Scarlett Johansson í aðal- hlutverkum en það vakti mikla athygli á frumsýningu myndarinnar að Scarlett var hvergi sjáanleg. Nú hafa heimildarmenn nátengdir leikstjór- anum smávaxna ljóstrað því upp að ástæðan fyrir því að Scarlett var fjarverandi hafi verið sú að hún hafði verið með svo miklar kröfur að kvikmyndaverið, sem gefur út myndina, taldi það ekki svara kostnaði að hafa hana sem hluta af fylgdarliðinu. Scarlett mun hafa neitað því að deila förð- unardömu með Penelope Cruz og ennfremur hafnaði hún því alfarið að dvelja á sama hóteli og Penelope Cruz og Woody Allen. Þess í stað krafðist hún þess að dvelja á hóteli í 30 mín- útna fjarlægð frá hóteli Allens og Cruz. Enn- fremur fór hún fram á það að hafa sitt eigið hár- og förðunarteymi en það lið hefði kostað kvikmyndaverið um 20.000 dollara aukalega, fyrir þá fjóra daga sem Johansson átti að dvelja í Cannes. „Þrátt fyrir að Woody þyki ofboðslega vænt um Scarlett þá þótti honum mjög leiðinlegt að hún skyldi ekki vilja leika með liðinu,“ sagði ónafngreindur heimildarmaður í samtali við ameríska fjölmiðla. Því fór það svo að Scarlett situr nú heima, fjarri sælunni í Cannes. Þokkagyðja fjarverandi á Cannes-hátíðinni Scarlett bregst Woody Allen

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.