24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir „Fór ég fyrsta hringinn áðan í Oddi. Þetta á að verða sumarið sem ég massa golfið, ekki þetta djöfuls dútl sem ég er búin að vera í síðustu sumur. Í fyrra td gat ég ekki spilað neitt því ég var alltaf í útlöndum. Ég hata nebla að vera svona léleg í ein- hverju.“ Katrín Atladóttir katrin.is „Unglingastarf þeirra hefur svo sannarlega skilað þeim þessari dollu. Alltaf gaman þegar lið eins og Portsmouth nær árangri í íþróttum. Það verður ansi langt þar til þeir komast með tærnar þangað sem Ipswich komst með hælinn sinn litla á síðustu 8 ár- um. “ Gunnar Sigurðsson www.haglabyssa.blog.is „Hvað er málið með allar þessar hálfvitalegu auglýsingar? Húsa- smiðjuauglýsingaherferðin er samt fáránlegust; fólk með stórt nef og undarlega hárgreiðslu. Hvernig þetta á að hvetja mig til að fara í Húsasmiðjuna er mér hulin ráðgáta. Held ég sé ekkert að flýta mér í Húsasmiðjuna.“ Jón Lárus jonlarus.wordpress.com BLOGGARINN Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Friðrik Ómar og Regína Ósk unnu hörðum höndum í gærdag við að undirbúa glæsilega veislu Euro- bandsins á skemmtistaðnum Ma- gacin í miðbæ Belgrad. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, kippti í nokkra spotta í borginni og sá til þess að íslenski hópurinn fengi inni á besta stað bæjarins, á besta tíma. Á góðum kvöldum kostar aðgöngumiðinn þangað inn um 35 þúsund krónur. „Aðrir keppendur hérna hafa ver- ið að óska eftir því að spila í partíinu okkar,“ sagði Friðrik Ómar í gær. „Eins og staðan er núna höfum við ákveðið að Simon, keppandinn frá Danmörku, komi fram og ætlum að skoða fleiri.“ Staðurinn er glæsilegur þó að hann sé ekki stór. Rúmar aðeins um 300 manns. Á gólfum glitrar svart, silfurlitað og gyllt glimmer og sér- stök VIP-stúka skartar flottum sóf- um úr grænu og svörtu leðri. Sal- ernin eru svo með frumskógarþema. En þó að umgjörðin sé guðdómleg virðist Friðrik Ómar enn hafa fæt- urna á jörðinni. „Þetta er bara eins og á Íslandi, við erum að hengja upp plaggöt af okkur sjálfum hér fyrir utan,“ segir hann og hlær. „Þetta er massa vinna, maður vaknar eldsnemma á hverj- um degi og fer á fullt. Ég hlakka bara mest til þegar við verðum komin upp á svið. Þá getur maður slappað best af, því það kunnum við best af öllu því sem við erum að gera hérna.“ Rússar að kaupa keppnina? Dagskrá gærkvöldsins fólst í því að kynna land og þjóð og auðvitað framlag okkar í ár. Frið- rik og Regína fluttu undirleiks- sveit sína af böllunum heima til Serbíu og áætlað var að hella þekktum Eurovision-slögurum yfir gesti á tæplega klukkustund- arlöngu balli. Friðrik hefur svo verið að fylgj- ast vel með æfingum og segir að stressið sé byrjað að gera vart við sig hjá keppendum. „Það eru nokkrir búnir að missa sig á æfingum og öskra í hljóðnemann. Það er mikið talað um rússneska keppandann, hann er gífurleg stjarna. Það er grínast með það að Rússarnir mæti með fullar ferðatöskur hérna af pen- ingum til að kaupa keppnina.“ Ræðismaður Íslands í Serbíu bókaði flottasta staðinn í Belgrad VIP-partí Euro- bandsins eftirsótt Eurobandið lét panta flottasta skemmtistaðinn í Belgrad fyrir einka- samkæmi sitt sem fór fram í gærkveldi. Miðar voru eftirsóttir, enda að- eins 300 stykki í boði. Simon Góður vinur Frikka. Eurobandið Eins og konungsborin í Bel- grad í gær. HEYRST HEFUR … Mikið var að gerast á Listahátíð um helgina og mætti Björk Guðmundsdóttir með fríðu föruneyti á Listasafn Reykjavíkur á sunnudag til þess að fylgj- ast með gjörningi Marinu Abramovic. Upphaflega átti listakonan, sem hefur verið kölluð „amma gjörningalistarinnar“, að flytja verk með kynlífs- fræðingnum Dr. Ruth en flutti þess í stað annars konar verk við mikinn fögnuð viðstaddra. bös Ásdís Rán segir á bloggi sínu að ferðalag sitt til L.A. og Las Vegas hafi verið hið rólegasta þrátt fyrir að myndir er hún tók á ferðalaginu gefi vísbendingar um annað. Ásdís lofar að birta myndir á blogginu sínu bráðlega en karlpeningurinn ætti að vera spenntur fyrir því þar sem hún fór m.a. í heimsókn í Playboy-setrið og í þeim veislum er lítið um kapp- klæddar konur. bös Mugison kom til landsins á sunnudag eftir vel heppnaða tónleikaferð í Kanada. Hann stoppar þó ekki lengi því á miðvikudag hefst fyrri Evróputúr hans á árinu í London. Mugison reynir hvað hann getur til þess að halda sem flesta tónleika með bandinu sínu fram í ágúst því þá neyðist hann til að taka sér frí vegna barneigna því bæði Addi tromm- ari og Pétur Ben eiga þá von á barni í heiminn. bös Fyrir helgi greindu 24 stundir frá samstarfserfiðleikum listakon- unnar Marinu Abramovic og kyn- lífsráðgjafans Dr. Ruth. Þær áttu að koma fram saman sem hluti af Til- raunamaraþoni hátíðarinnar en ekkert varð úr samstarfi þeirra. „Það var ákveðið að þær myndu bara gera þetta hvor í sínu lagi. Það var það langt á milli hugmynda þeirra um hvernig atriðið skyldi fara fram,“ segir Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri markaðs- og kynning- armála hjá Listahátíð. „Dr. Ruth hélt afar klassískan fyrirlestur, eins og hún er þekkt fyrir. Hún var með ráðleggingar til sýningarstjóra og gesta úti í sal um hvernig væri hægt að efla sjálfs- traust á kynlífssviðinu. Það var troðfullt og mikið glens og gam- an.“ Tjáði sig um Dr. Ruth Marina kom svo fram í lok dags en gjörningur hennar snerist að nokkru leyti um samstarfserfið- leika hennar við kynlífsfræðinginn. „Hún byrjaði á því að sýna myndband er fjallaði um samskipti hennar við Dr. Ruth, allt frá því að þær byrjuðu að ræða saman um hvernig atriðið ætti að vera fram til þess að slitnaði upp úr hjá þeim. Svo gerði hún sinn gjörning sem snerist í kringum sálarrannsókn- arborð er krafðist þátttöku gesta.“ Soffía segir daginn hafa farið á besta veg þrátt fyrir þessa örð- ugleika og að í raun hafi þessi óvænta breyting verið til hins betra. biggi@24stundir.is Atriði Dr. Ruth og Marinu féll um sjálft sig Kynlífsgjörningur rofinn Marina Gerði myndband um samstarf sitt við Dr. Ruth og sýndi gestum. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 6 2 7 9 3 8 1 4 4 3 7 5 8 1 6 2 9 8 1 9 2 4 6 7 5 3 3 8 5 9 2 7 1 4 6 2 7 6 8 1 4 9 3 5 9 4 1 6 3 5 2 7 8 1 9 8 3 5 2 4 6 7 6 5 4 1 7 9 3 8 2 7 2 3 4 6 8 5 9 1 Styrmir, ég er ekki að ásaka þig, en það vantar nokkur vínber. 24FÓLK folk@24stundir.is a Þetta var sá besti sem ég hef tekið þátt í. Salurinn lá alveg kylliflatur. Elfar Logi, var þetta vel heppnaður Forleikur? Elfar Logi Hannesson leikstýrir verkinu For- leikur, sem frumsýnt var á veitingahúsinu Við Pollinn á Ísafirði síðastliðinn föstudag. XE IN N HL 08 05 00 1 25. maí 2008 kl. 20.00 Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Gospelkór Reykjavíkur og Gospelkór Fíladeflíu undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt úrvals hljóðfæraleikurum Andraé Crouch & Carol Dennis-Dylan Miðasala í síma 5354700 og á www.hljomar.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.