24 stundir


24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 48

24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 48
24stundir ? Ég leigi hjá ungu pari sem eignaðistnýlega sitt fyrsta barn. Það eru forrétt-indi að fá að fylgjast með hringrás lífsinsáður en ég fjölga mér sjálfur. Barnið hef-ur opnað augu mín fyrir því að ég semfaðir er í besta falli fjarstæðukennd hug-mynd. Þó barnið sé stórkostleg lífvera,þá er ég ekki tilbúinn til að vakna á næt- urnar til að hugga og skipta á. En það er ástæða fyrir því að nýfædd börn eru hávær – náttúran er að sporna við offjölgun mannkyns á sjálfbæran hátt. Ef nýfædd börn væru hljóðlát myndi fólk fjölga sér ótakmarkað vegna þess að þau eru svo krúttípúttíleg þegar þau eru ekki vælandi. Kjarnafjölskyldan væri hjón með 30 börn og skóla-, heil- brigðis- og velferðarkerfi heimsins væru löngu sprungin. Þá væri byggð á Íslandi löngu byrjuð að teygja sig inn á hálend- ið. Það er fróðlegt að vera áhorfandi. Eft- ir að leigusalar mínir eignuðust barn þá hófst andlegur undirbúningur minn fyr- ir barneignir framtíðarinnar. Enn sem komið er hef ég reyndar ekki lært mikið, enda hvorki verið fenginn til að passa né skipta á - ég þori varla að halda á barninu. En ég hef komist að því að barnið hagar sér svolítið eins og Playboy-kóngurinn Hugh Hefner. Líkt og Hefner þá gerir barnið lítið. Það ligg- ur bara og sefur þar til það byrjar að grenja. Þá fær það framan í sig kven- mannsbrjóst sem er yfirleitt nóg til að hugga það. Ef það virkar ekki þarf að skipta á því – líkt og um moldríkt gam- almenni sé að ræða. Hringrás lífsins YFIR STRIKIÐ Hvers vegna eru kornabörn hávær? Atli Fannar Bjarkason ætlar ekki að fjölga sér strax. 24 LÍFIÐ Flottasti næturklúbbur Belgrad var sérpantaður fyrir Íslendingapartí Eurobandsins í gær- kvöldi. Eurobandið með VIP-partí í gær »46 Listakonan Marina Abramovic og Dr. Ruth slitu samstarfi sínu og komu fram á Listahátíð hvor í sínu lagi. Kynlífsgjörningur rofinn »46 ● Ekki lokið „Það er mikill gleðidagur í dag,“ segir Lára Hanna Einarsdóttir. Hún hefur verið í far- arbroddi þeirra sem andmælt hafa fyrirhugaðri Bitruvirkjun en Skipulagsstofnun lagðist gegn virkjuninni í gær. Lára Hanna segir baráttunni þó ekki lokið. „Þetta er álit skipulagsstofn- unar og það er afdráttarlaust. Næsta skref finnst mér að ætti að vera að Orkuveitan hætti við virkj- unina, Ölfus dragi breytingu á að- alskipulagi til baka og landið verði friðlýst, það væri óskaferlið.“ ● Áfram Pólland „Það munu allir fylgjast með en ég hef ekki heyrt pólska lagið ennþá,“ segir Gra- zyna María Ok- uniewska, hjúkr- unarfræðingur og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, aðspurð um hvort að Pólverjar á Íslandi muni koma saman og styðja sína þjóð í forkeppni Euro- vision, en Pólverjar keppa í fyrri undankeppninni sem fram fer í kvöld. Grazyna er frá Póllandi en hefur búið á Íslandi frá árinu 1991. „Ég veit ekki einu sinni hver syng- ur lagið en ég mun horfa á keppn- ina. Ég geri það á hverju ári.“ ● Til taks „Við óskum alltaf að til þess þurfi ekki að koma að okk- ar atkvæði séu notuð. Það gerist bara ef símakerfið klikkar,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdóttir sem fer fyrir varadómnefnd Íslands í Eurovisi- on. Tveimur undankeppnum fylgir ekki aukið álag fyrir nefnd- ina. „Íslendingar mega ekki greiða atkvæði í fyrri und- ankeppninni en við erum til taks í þeirri seinni og á laugardeg- inum.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við King Koil hefur framleitt hágæða rúm í Bandaríkjunum síðan árið 1898 og framleiðir í dag einu dýnurnar sem eru bæði með vottun frá FCER (Alþjóða rannsóknasamtök kíropraktora) og Good housekeeping (stærstu neytendasamtök í Bandaríkjunum). AMERÍSKAR HEILSUDÝNUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI. H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.is VORTILBOÐ EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF SVEFNSÓFUM MIKIÐ ÚRVAL FJÖLSTILLANLEGRA RAFSTÝRÐRA HEILSURÚMA FRÁ ÞÝSKALANDI OG USA S Cape Wallhugger mest seldi ameríski stillibotn í heimi með heilsudýnum frá King Koil TILBOÐ! Francisco Fjölstillanlegt þýskt heilsurúm með heilsudýnu (2x90x200) kr. 499.000 TILBOÐ! Pablo Fjölstillanlegt þýskt heilsurúm með heilsudýnu (2x80x200) kr. 315.000 Á RAFSTILLANLEGUM HEILSURÚMUM Eigandi Flex Music er miður sín eftir að Eric Prydz afboðaði komu sína til landsins á síð- ustu stundu Eric Prydz var of þreyttur »43

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.