24 stundir - 05.06.2008, Page 1

24 stundir - 05.06.2008, Page 1
24stundirfimmtudagur5. júní 2008105. tölublað 4. árgangur Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! Kvennahlaupið verður haldið í 18. sinn á laugardag. Hlaupið er á 90 stöðum hér og 20 stöðum erlendis en að jafnaði taka tæplega 16.000 konur þátt. Konur hlaupa HEILSA»26 Sægreifinn Kjartan Halldórsson slær ekki hendinni á móti grilluðu hrefnu- kjöti og finnst það ljúffengur matur. Út- lendingar eru líka hrifnir en Kjartan borðar hrefnu með sætu sinnepi. Hrefna með sinnepi GRILLIл25 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Hvert ár sem áynnist með því að allar 12 ára stúlkur á landinu væru bólusettar gegn leg- hálskrabbameini kostar 1,8 milljónir. Með slíkri bólusetningu væri hægt að lengja heild- arlífaldur hvers árgangs um tæp 17 ár. „Að mínu mati er það forsvaranlegur kostnaður, og kostnaður ætti því ekki að koma í veg fyrir að stjórnvöld tækju þetta að sér,“ segir Jakob Jóhannsson, krabbameins- læknir og heilsuhagfræðingur. Jakob, sem starfar sem læknir á Landspít- alanum, rannsakaði í meistaraprófsritgerð sinni í heilsuhagfræði kostnaðinn við að bólusetja allar 12 ára stelpur á Íslandi gegn leghálskrabbameini. Jakob segir að heildarkostnaður við að bólusetja hvern árgang yrði 47 milljónir króna, en 30 milljónir eftir að búið er að taka tillit til þess sem sparast með færri með- ferðum og aðgerðum vegna leghálskrabba- meins. Eftir að búið er að taka tillit til þess kostn- aðar sem sparast heilbrigðisyfirvöldum vegna færri leghálskrabbameinstilfella, kostar hvert ár sem ávinnst með bólusetningunni 1,8 milljónir, eins og áður sagði. Til er bólusetningarlyf gegn ákveðnum gerðum af vörtuveirum, sem að sögn Jakobs orsaka um 60% tilfella leghálskrabbameins. Lyfið er hægt að kaupa í apótekum og kostar hver skammtur um 19 þúsund krónur. Geta lifað aukaár fyrir 1,8 milljónir BÓLUSETNING BORGAR SIG»10 KOSTNAÐUR VIÐ BÓLUSETNINGU Að bólusetja heilan árgang 12 ára stúlkna kostar ríkið 47 milljónir. Keypt í apóteki kostar hver bólusetning um 19 þúsund krónur.  Hægt væri að koma í veg fyrir 60% tilfella leghálskrabbameins með bólusetningu  30 milljóna viðbótarkostnaður fyrir heilbrigðiskerfið að bólusetja einn árgang Með sól í hjarta „Við sjáum mikla breytingu á honum“ Daníel Freyr Newton, 6 ára Hólmvíkingur, brosir breitt þessa dagana og það gera aðrir Hólmvíkingar líka. Daníel er nefnilega ný- kominn heim eftir mikla hjartaaðgerð í Boston í Bandaríkjunum og er strax farinn að geta leikið sér úti. Því fagna bæjarbúar sem hafa stutt vel við bakið á fjölskyldunni, að sögn móður Daníels, Jóhönnu Guðbrandsdóttur. Daníel fæddist með hjartagalla sem uppgötv- aðist strax á fæðingardeild Landspítalans. Í stað þess að fara með þann stutta heim fóru foreldrarnir með hann nokkurra daga gamlan á sjúkrahús í Bost- on og aftur þegar hann var þriggja mánaða til að láta víkka út ósæðarloku, að því er Jóhanna greinir frá. Í maílok var gerð viða- meiri aðgerð á Daníel. Mynd/Jóhanna Tvítugir piltar lýsa því hvernig þeir og félagar þeirra spila tölvuleiki heilu helgarnar án svefns. Það sé fíkn. Sumir þeirra þora ekki að sofna af hræðslu við að tölvunum verði stolið. Svefnlausir á tölvuleikjamóti »6 Svangur björn um nótt er ekkert bangsaskinn, segir Bjarki Friis. Hann vann við að deyfa og merkja ísbirni á Grænlandi og segir að erf- itt hefði verið að flytja skagfirska ísbjörninn aftur á heimaslóðir. Með ísbjörnum á Grænlandi »8           Bless Airwaves Illa horfir fyrir Airwaves- hátíðinni því starfsmenn segja nú upp hver af öðrum. 38 Koma vel undan vetri Leiðsögumenn eru sammála um að hreindýrin komi vel undan vetri en líklega er stofninn ríflega sex þúsund dýr. 24 Lakers á handleggnum Hans Henttinen er einn harðasti aðdáandi Lakers hér á landi og hann lét tattóvera merki liðsins á handlegg sinn skömmu eftir fertugsafmælið. 20           14 122% munur á bændagistingu 9 10 11 10 9 »2

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.