24 stundir - 05.06.2008, Síða 10

24 stundir - 05.06.2008, Síða 10
Hagkvæmt að bólusetja Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Það er hagkvæmt að bólusetja ungar stúlkur á Íslandi gegn leg- hálskrabbameini, segir Jakob Jó- hannsson, krabbameinslæknir og heilsuhagfræðingur. Jakob rannsakaði í meistara- prófsritgerð sinni í heilsuhagfræði kostnaðinn við að bólusetja allar 12 ára stelpur á Íslandi gegn leg- hálskrabbameini. Niðurstaðan, sem hann kynnir í fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag, er sú að hvert aukaár sem kona í landinu myndi lifa vegna um- ræddrar bólusetningu kosti 1,8 milljónir. Þá er búið að taka tillit annars vegar til kostnaðar við bólusetninguna og hins vegar þess sem sparast þar sem færri konur þurfa á aðgerð og meðferð vegna leghálskrabbameins að halda. Kostar 47 milljónir á ári Heildarkostnaður á ári við bólusetninguna segir Jakob að yrði 47 milljónir, en 30 milljónir eftir að búið er að taka tillit til þeirra útgjalda heilbrigðisyfirvalda sem sparast á móti. „Að mínu mati er það forsvar- anlegur kostnaður,“ segir Jakob. „En þótt heilsuhagfræðin segi að það sé hagkvæmt er þetta á end- anum pólitísk spurning.“ Jakob bendir á að meðalaldur þeirra sem greinast með legháls- krabbamein sé 45 ár. „Þannig að við þurfum að bólusetja í mörg ár áður en ávinningurinn kemur í ljós.“ Til er bólusetningarlyf gegn ákveðnum gerðum af vörtuveir- um, sem eru í um 60% tilfella or- sakir leghálskrabbameins. „Með bólusetningu væri því mögulegt að draga úr tíðni leghálskrabba- meins um 60%,“ segir Jakob. Sprautan kostar 19 þúsund Bóluefni þetta fæst í apótekum og kostar hver sprauta um 19 þús- und krónur. Jakob bendir á að vilji foreldrar bólusetja dætur sínar gegn leghálskrabbameini í dag geti þeir beðið heimilislækni sinn um að skrifa upp á umrætt lyf. „En það er þá á kostnað viðkomandi.“ Samkvæmt heimildum 24 stunda hefur málið verið til athug- undar innan heilbrigðisráðuneyt- isins. Ekki náðist í heilbrigðisráð- herra við vinnslu fréttarinnar.  Bólusetning gegn leghálskrabbameini kostar 47 milljónir á ári  Heilbrigðisráðuneytið verið með málið til athugunar ➤ Að meðaltali greinast 17 kon-ur árlega á Íslandi með leg- hálskrabbamein. ➤ Meðalaldur þeirra er 45 ár og20% þeirra látast innan við fimm árum eftir greiningu. LEGHÁLSKRABBAMEIN Þverfaglegur Jakob er krabba- meinslæknir á Landspítalanum og heilsuhagfræð- ingur. 24stundir/G.Rúnar 10 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir Börnin í Mjanmar (Búrma) þurfa hjálp Þinn stuðningur skiptir máli Hringdu í síma 904-1000 og gefðu 1000 krónur Hringdu í síma 904-3000 og gefðu 3000 krónur Hringdu í síma 904-5000 og gefðu 5000 krónur „Bændur eru auðvitað staddir í miðri íslenskri efnahagslægð eins og aðrir. Ef svo væri ekki tel ég að íslenskir bændur væru að taka stórstígum framförum í átt til meiri samkeppnishæfni við erlenda landbúnaðarframleiðslu.“ Þetta er mat Haraldar Benediktssonar, for- manns Bændasamtakanna. Verðbólgan étur ávinning Eins og greint var frá í 24 stund- um má ætla að heyskapur muni kosta bændur þriðjungi meira í ár en í fyrra. Haraldur segir að hluta af þessari kostnaðarhækkun sé bú- ið að taka inn í mjólkurverðshækk- unina sem tók gildi í byrjun apríl síðastliðins. „Engu að síður er það nú staðreynd að verðbólgan er nánast búin að éta þessa hækkun upp. Það sem við munum sjá á næstunni tel ég vera að kjötverð muni hækka verulega. Það er hins vegar alþjóðleg þróun og ég tel að verðmunur milli innlends og er- lends nauta- og lambakjöts muni fara minnkandi á næstunni.“ Haraldur segir að vissulega séu þessar hækkanir erfiðar fyrir bændur. „Margir bændur hafa að undanförnu lagt út í fjárfestingar til að stækka bú sín og auka hag- ræðingu í búskap. Þegar þessar hækkanir á aðföngum erlendis frá leggjast ofan á háan fjármagns- kostnað og mikla verðbólgu er ljóst að það verður mörgum ansi erfitt.“ freyr@24stundir.is Efnahagsaðstæður standa í vegi fyrir aukinni samkeppnishæfni Efnahagslægð bændum erfið Heyskapur Það gæti orðið þriðjungi dýrara að heyja í sumar en í fyrrasumar. Forsvarsmenn stærstu söluaðila veiðileyfa í ám landsins greina lítil áhrif kreppunnar í sölunni þó að- eins megi greina minnkandi eftir- spurn. „Það hafa rétt um 87% af veiði- leyfunum verið seld, sem er svipað og í fyrra,“ segir Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur og sömu sögu segir Arnar Jón Agnarsson, sölufulltrúi hjá Laxá. Segja þeir jafnframt að- eins mega greina minnkandi eft- irspurn en ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af sumrinu. „Maður verður þó að hafa í huga að 70% leyfanna seldust í haust svo áhrifin af kreppunni verða líklega meiri næsta ár. Maður hefur svona frekar áhyggjur af því,“ segir Arnar. Misjafnt er hve mikið selst af leyfum eftir ám og er það breytilegt á milli ára. Fer þar saman veiði árs- ins á undan og hvað leyfin kosta í viðkomandi ám. Er þó alltaf tals- verður hópur kúnna tryggir sínum svæðum hvernig sem veiðist, að sögn Páls. thorakristin@24stundir.is Kreppan hefur lítil áhrif á sölu veiðileyfa í ám landsins Leyfin seljast svipað og í fyrra 24stundir/Einar Falur Fjölbreytt verð Veiðileyfi kosta frá nokkrum þúsundum upp í yfir 100 þúsund. Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu og tollstjórinn í Reykjavík hafa skrifað undir samkomulag um aukið samstarf og samvinnu á sviði fíkniefnamála. Embættin munu m.a. hafa samvinnu um rekstur og þjón- ustu fíkniefnaleitarhunda og sam- vinnu við rannsóknir á innflutningi, sölu og dreifingu fíkniefna og grein- ingarvinnu á því sviði. Tollstjórinn í Reykjavík ber ábyrgð á rekstri, þjálfun og öllu öðru utan- umhaldi um hundateymi sem er til taks fyrir lögregluna á höfuðborgar- svæðinu þegar á þarf að halda. Lögreglan og tollurinn í Reykjavík Aukið samstarf um fíkniefnamál Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Göran Hägglund, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, hafa undirritað viljayfirlýsingu um auk- ið samstarf landanna í lyfjamálum. Í viljayfirlýsingunni, sem var und- irrituð á fundi heilbrigðisráðherra Norðurlanda á Gotlandi nú í byrj- un vikunnar, er sérstaklega getið um vilja til að auka samstarf á sviði verðmyndunar lyfja og endurgreiðslna vegna lyfjanotkunar. Á fund- inum lagði Guðlaugur Þór áherslu á aukið norrænt samstarf í lyfja- málum, að því er segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Viljayfirlýsing um lyfjamál

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.