24 stundir - 05.06.2008, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Fákeppni ríkir á fjarskiptamarkaði. Þrátt fyrir að nær hver einasti mað-
ur gangi með síma á sér lækkar verðið lítið. Ætli nútímatæknin sé dýrari
en fastlínan grafin í jörðu og tengd í hvert einasta hús? Verðið hækkaði
a.m.k. á milli maí og júní hjá Vodafone og Símanum.
„Það eru fyrst og fremst tvö fyrirtæki sem eru að berjast. Síminn er
heldur að gefa eftir og aðrir að sækja á,“ sagði Hrafnkell Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, í viðskiptafréttum 24 stunda í gær.
„Það er alveg ljóst að það er ekki mikil aðgreining í gjaldskrám. Þá virð-
ast allar breytingar fylgjast mjög vel að,“ bendir Hrafnkell á.
Ætli það gæti verið athugunarefni fyrir Samkeppniseftirlitið? Já, svarar
Páll Gunnar Pálsson. „Þetta er einn af þeim mörkuðum sem við leggjum
áherslu á í okkar eftirliti enda er þetta mikilvægur neytendamarkaður með
fáum keppinautum.“
Verðlag farsímafyrirtækja er birt á neytendasíðu 24 stunda í gær. Þar má
sjá augljós merki um hve flókið það er fyrir neytendur að átta sig á því
hvað þeir greiða fyrir símtölin.
Þeir þurfa að hugsa: Hringi ég úr Síma frelsi í Vodafone síma greiði ég
23 krónur á mínútuna. Þá þarf ég einnig að greiða upphafsgjald, 4,95
krónur. Hringi ég hins vegar úr Síma frelsinu í Nova greiði ég sama upp-
hafsgjald en 28 krónur á mínútuna. Bíddu, við hvaða fjarskiptafyrirtæki
skiptir Sigga frænka? Eins má sjá að það er dýrara hjá frelsisviðskiptavin-
um Vodafone að hringja í viðskiptavini Nova en Símans. Eflaust eru ein-
hverjar flóknar tæknilegar skýringar á því, en ætli
raunverulega skýringin sé ekki heldur fákeppnin?
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak-
anna, bendir á að mjög erfitt sé að bera saman verð
fyrirtækjanna. Því hafi það lengi verið skoðun Neyt-
endasamtakanna að setja ætti upp reiknivél fyrir neyt-
endur.
Fullkomin reiknivél með öllum réttu forsendunum
breytir hins vegar ekki því að fjarskiptamarkaðurinn
er frumskógur; sem er draumur fákeppenda. Meðan
neytandinn þarf ekki aðeins að hafa á hreinu við
hvaða fyrirtæki hann skiptir, heldur einnig þeir sem
hann hringir í, þjóna fyrirtæki á fjarskiptamarkaði
sjálfum sér betur en viðskiptavinum sínum.
Frumskógur
neytandans
Í fúlustu alvöru sagt, þá eru þetta
svakalega há laun fyrir mann sem
vinnur hjá hinu opinbera.
Ef eigendur ein-
hverra einkafyr-
irtækja ákveða
með lýðræðis-
legum hætti að
borga forstjór-
unum sínum
svona laun, þá er
það ekki mitt
mál. En þessi of-
urlaun eru dregin af launaseðl-
unum hjá okkur öllum hinum.
Erum við að tala um að ef við
hefðum borgað Guðmundi Þór-
oddssyni bara 1,3 milljónir á
mánuði, þá hefði hann stokkið
frá borði og farið annað? Svo er
sagt að þetta sé ekki starfsloka-
samningur.
Andrés Jónsson
andres.eyjan.is
BLOGGARINN
Svakaleg laun
Það liggja fyrir nægar vísinda-
legar rannsóknir til að rökstyðja
að við eigum að stunda hval-
veiðar, m.a. ligg-
ur fyrir að hvala-
stofnar eru
orðnir það stórir
að þeir eru langt
frá því að vera í
útrýmingarhættu
en þola vel tölu-
verða veiði. Allt
bullið í svo-
nefndum náttúruverndarsinnum
gegn þessum veiðum byggir á allt
öðru en vísindalegum rökum,
sama má segja um Samfylk-
inguna. Ótti margra um að hval-
veiðar dragi úr áhuga ferða-
manna á því að koma til Íslands
virðist ekki á rökum reistur.
Ferðamönnum fjölgar...
Magnús Stefánsson
magnuss.is
Hvalveiðarnar
Það er hægt að verja 1,5 milljarði
í hermálastofnun og halda hér
uppi frönskum orrustuþotum og
erlendum her
gegn hernaðarvá
sem ekki hefur
verið skilgreind.
Allt á kostnað ís-
lenskra skatt-
greiðenda. Hins
vegar virðist eng-
in áætlun til
hvernig verjast á
ísbjörnum! Og algjör ofrausn er
að eiga deyfilyf í landinu til að
svæfa einn ísbjörn! Okkur ber jú í
lengstu lög skylda til að þyrma
lífi slíks höfðingja, en hann er á
skrá yfir dýr í útrýmingarhættu
og alfriðaður að íslenskum lög-
um. Ísbjörn sem gengur laus í
byggð getur verið hættulegur …
Jón Bjarnason
jonbjarnason.blog.is
Fallinn höfðingi
Gunnhildur
Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Eins og fram kom í 24 stundum í gær
bíða foreldrar eftir varanlegri lausn á
starfsmannahaldi innan leikskólanna. Það kann að
vera að neikvæð umræða um álag, starfsmanna-
veltu, laun og lokanir geti haft áhrif á starfsum-
hverfi skólanna þar sem erfitt getur reynst að
vinna í umhverfi sem verður fyrir neikvæðri um-
ræðu. En það er mikilvægt að foreldrar hafi eitt-
hvað um þjónustuna að segja og skal engan undra
að foreldrar geri nú kröfu um að þeir sem þjón-
ustuna veita leggi sig fram um að hlusta á áhyggj-
ur þeirra og bregðist við af festu og alvöru.
Á sama tíma og umræðan um skólastarfið á haust-
in ætti að snúast um gleði og tilhlökkun barnanna
eru foreldrar kvíðnir fyrir vetrinum, vitandi það
að líklega þurfi leikskólinn að grípa til þess ör-
þrifaráðs að senda barnið heim einhverja daga yfir
skólaárið.
Samfélagið gerir sífellt auknar kröfur um fag-
mennsku innan skólanna, kröfur um gæði þjón-
ustunnar hafa aukist, vistunartíminn er lengri,
samsetning barnahópsins hefur breyst, meðalaldur
leikskólabarna er lægri en áður og hátt hlutfall
barna sækir leikskóla. Spyrja má hvort þetta sé
æskileg þróun. Ekki er útlit fyrir að vinnutími for-
eldra styttist en hugsanlega mætti spyrja hvernig
samfélagið geti stutt við foreldra í uppeldis-
hlutverkinu.
Alveg eins og það er misjafnt eftir sveitarfélögum
hvernig þau styðja við starfsfólk leikskólanna, t.d.
varðandi skilyrði til menntunar, er það misjafnt
eftir fyrirtækjum og stofnunum
hversu mikið er lagt upp úr fjöl-
skylduvænu starfsumhverfi.
Það hlýtur að teljast skylda sam-
félagsins að styðja við foreldra í
uppeldi og menntun barnanna,
framtíðarþegna þessa lands. Skil-
greina mætti betur ábyrgð hvers og
eins þegar menntun og uppeldi
barnanna er annars vegar og að
hver axli sína ábyrgð.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heimilis og skóla
Skylda samfélagsins
ÁLIT
Björk
Einisdóttir
bjork@heim-
iliogskoli.is