24 stundir


24 stundir - 05.06.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 05.06.2008, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir FÉ OG FRAMI vidskipti@24stundir.is a Samkeppnin er mjög hörð. Það dylst engum, það er mikið í gangi. Fyr- irtækin eru orðin fjögur sem slást um hyll- ina á þessum markaði. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Það er mjög jákvætt að fá sem besta mynd af markaðnum á hverj- um tíma, það hjálpar neytendum,“ segir Eyrún Magnúsdóttir, talmað- ur Nova, um nýja skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PS) um töl- fræði á íslenska fjarskiptamarkaðn- um árið 2006. Hún bendir þó á að upplýsingarnar í henni séu tveggja ára gamlar. Markaðurinn veitir aðhaldið Hrannar Pétursson, talsmaður Vodafone, efast um að skýrsla sem þessi veiti sérstakt aðhald. „Mark- aðurinn sér um það,“ segir hann og að samkeppnin sé hörð á þessum markaði. „Það dylst engum, það er mikið í gangi. Fyrirtækin eru orðin fjögur sem slást um hyllina á þess- um markaði,“ segir Hrannar. Linda Waage, talsmaður Símans, segir skýrslu af þessu tagi vera já- kvæða og auka gagnsæi markaðar- ins að vissu marki. „Það ríkir mikil samkeppni á þessum markaði og þess vegna er mikilvægt að óháður aðili sjái um að safna upplýsingum af þessu tagi.“ Verðmyndun á markaði Í skýrslunni kemur í ljós að gjaldskrár Vodafone og Símans voru mjög keimlíkar auk þess sem breytingar á þeim fylgdust mjög að. „Þetta er bara verð sem myndast á markaðnum,“ segir Hrannar um ástæðu þessa. „Ef horft er á gjald- skrárnar einar og sér þá eru töl- urnar ekkert ósvipaðar frá einu fyr- irtæki til annars. Svo er það mismunandi hvað er á bak við þær. Þjónustuleiðirnar og sparnaðar- leiðirnar eru ólíkar.“ Undir þetta tekur Linda. „Það er misjafnt hvernig tilboð fyrirtækj- anna eru sett fram.“ Sáu tækifæri Eyrún segir skýrsluna sýna ástandið eins og það var þegar undirbúningur að stofnun Nova hófst. „Þá var komist að þeirri nið- urstöðu að það væri kjörið tæki- færi að koma inn á markaðinn,“ segir hún. Hún segir viðskiptavini Nova vera orðna 10 þúsund á þeim sex mánuðum sem fyrirtækið hafi starfað. „Í ljósi þess að hin félögin hafa verið gagnrýnd fyrir flókna verðskrá sáum við okkur hag í því að bjóða upp á miklu einfaldari verðskrá,“ segir hún aðspurð um það hvernig þau hafi nálgast mark- aðinn. „Við vissum að við yrðum að gera betur og gætum ekki bara boðið það sama og hinir.“ Mikil sam- keppni Talsmenn fjarskiptafyr- irtækja segja mikla samkeppni um viðskiptavini. Segja harða samkeppni ríkja  Talsmenn fjarskiptafyrirtækjanna segja að hörð samkeppni ríki  Markaðurinn sér um aðhaldið segir talsmaður Vodafone ➤ Póst- og fjarskiptastofnun(PS) kynnti í vikunni skýrslu með tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn árið 2006. ➤ Forstjóri Samkeppniseftirlits-ins segir augljós fákeppn- iseinkenni á markaðnum. ➤ Forstjóri PS segir gjaldskrárvera líkar og að breytingar á þeim fylgist að. FJARSKIPTAMARKAÐUR MARKAÐURINN Í GÆR                ! "##$                          ! "#$!   % &   ! !  '$  ()*+, (  - ./ 0/  $1  2        345  $#  # 61 # )$$  )7     81  "#$!#   ,9 $0  (   1. .  :  .          ;$ 1     !   .0   !  "                                                                          :. ! . <  != % ( >4?>5>@3 @A3AB55C ?BAC@A4CA - 434C@C?@? @BA>CCA ?>@5???? AD?3C54C4A B@@?D@@@? 5CA>?CCC A3@>5?5@ ?4A?D4A4B B@B5C>5A 4CD334CC - A@D>55DC DD>4@5 B5@C5C 5CCA4? - 5B4DAA - ?A3?A>D - - - ?CCC5CCCC ?C?C4C - 4EB@ 3?EDC @EB5 - ?BECC ACECC ?>EBC B43ECC ADE4C @DE@C DE4? ?CE4B 3EC3 @5ECC ?EAD 4E>3 A?AECC ?5A5ECC 3?CECC - ?54ECC - AAECC - - - 553CECC ?CECC - 4E>B 3?EBC @E>C 4E55 ?BEC5 ACE3C ?>E@C B44ECC ADEBC @5ECC DE45 ?CEBC 3EC4 @5E>C ?EA4 4E>> A?DECC ?5D5ECC 3?BECC CE@5 ?4?ECC ?ECC AAECC BECC - >ED@ 554CECC ?CECC 4ECC 0 ! . B AA DD - DC 4 3 43 45 4 ?4 34 ?5 ?C - 5 A 3 A - D - 3 - - - 4 ? - F$ . $. D4ACC> D4ACC> D4ACC> 3C5ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> 34ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> D4ACC> AC5ACC> D4ACC> ?C3ACC> D4ACC> ?45ACC> 4?AACCB 34ACC> D4ACC> D4ACC> B3ACC> ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi fyrir 2.413 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréf- um í Færeyjabanka eða um 3,18%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Teymi, 2,56%. Bréf í Century Aluminum lækkuðu um 2,46%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,62% og stóð í 4.657,55 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,95% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE-vísitalan lækkaði um 1,4% og þýska DAX-vísitalan um 0,8%. Flugfélög leita nú leiða til þess að draga úr kostnaði og afla nýrra tekna vegna hás eldsneytisverðs. Dregið hefur verið úr flughraða á vissum leiðum og veitingar um borð skornar niður. David Cas- telveter, talsmaður Air Transport Association, segir í viðtali á blo- omberg.com að allt kunni að verða skoðað. Robert Mann flug- ráðgjafi segir það kunna að vera rökrétt skref að miða fargjöld við þyngd farþega. ibs Farmiðaverð eftir þyngd Glitnir hlaut viðurkenn- ingu frá fagtímaritinu Fin- ancial Times (FT) á dög- unum fyrir metnaðarfullt starf í orkumálum. Sjálf- bærisverðlaun blaðsins voru afhent á þriðjudags- kvöld en Glitnir var þar í öðru sæti í flokknum Sjálf- bær samningur ársins (Sustainable Deal of The Year). Efstu verðlaun hlutu BlueOrchard Finance og Morgan Stanley í samein- ingu. Samningurinn sem Glitnir hlaut viðurkenningu fyrir var lánasamn- ingur upp á fimmtán milljónir dollara tengdur rannsóknum og upp- byggingu á jarðhitasvæðum á Salton Sea í Kaliforníu. Alexander Rich- ter, sem leiðir rannsóknar- og kynningarstarf Glitnis á sviði orkumála, Helgi Anton Eiríksson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs, og Jonathan Byrne hjá Glitni í London veittu viðurkenningunni viðtöku. mh Glitnir fékk viðurkenningu frá FT Fons Eignarhaldsfélag hf. hefur skilað ársreikningum til Árs- reikningaskrár fyrir rekstrarárin 2004 til 2006. Sagt var frá því í 24 stundum í fyrradag að Fons hefði ekki skilað ársreikningum fyrir umrædd ár, sem sé brot gegn lög- um. Daginn eftir að 24 stundir leituðu skýringa hjá Pálma Har- aldssyni fyrir því að félagið skil- aði ekki inn ársreikningum, var þeim skilað fyrir rekstrarárin 2006 og 2005. Í gær skilaði félagið inn ársreikningi fyrir árið 2004. hos Fons skilar ársreikningum Bandarískir bílstjórar eru farnir að stela notaðri matarolíu frá veitingastöðum til þess að fylla á tanka bíla sinna. Nýlega var bíl- stjóri handtekinn fyrir utan Bur- ger King veitingastað í Kaliforníu þar sem hann var að stela yfir 1.100 lítrum af notaðri mat- arolíu. Áður urðu veitingastaðir að borga til að losa sig við notuðu olíuna en nú er þessu öfugt farið. Verð á notaðri matarolíu hefur margfaldast en hún er notuð til þess að framleiða bíódísil. Stolin matarolía sett á tankinn Nýjar sumarvörur Stærðir 40-60 Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.