24 stundir - 05.06.2008, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@24stundir.is
Boston hefur átta sinnum fagnað sigri
í þeim „rimmum“ en Lakers náði að
brjóta ísinn í áttundu tilraun vorið
1985 og aftur vorið 1987. Fjölmargir
stuðningsmenn Boston Celtics hafa
„skriðið“ undan steini í vetur eftir um
tveggja áratuga þrautagöngu en Lakers
hefur aftur á móti fagnað titlinum
þrjú ár í röð, 2000-2002. Hannes
Hjálmarsson er einn af hörðustu
stuðningsmönnum Boston og elskar
hann að hata Lakers. Hans Henttinen
vorkennir stuðningsmönnum Boston
en hann lét húðflúra félagsmerki La-
kers á handlegg sinn skömmu eftir að
hann varð fertugur.
Tilviljun réði
Hans Henttinen hefur frá árinu
1979 verið stuðningsmaður LA Lakers
en þá sá hann einn frægasta körfu-
boltaleik fyrr og síðar.
„Það var tilviljun sem réði því að ég
fór að halda með Lakers. Fyrsti körfu-
boltaleikur sem ég sá var sjötti leikur
Lakers og Philadelphia 76’ers, þar sem
Magic Johnson tók að sér að leika
miðherja í stað Kareem Abduhl Jabb-
ars. Þar skoraði Magic 42 stig, tók 15
fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Eftir
þann leik varð Lakers liðið mitt og
Magic var „maðurinn“. Fram að þess-
um leik hafði ég aldrei horft á körfu-
bolta, aldrei spilað körfubolta sjálfur.“
Hans segir að hann hafi aldrei haft
sterkar taugar til Boston-liðsins í gegn-
um tíðina. „Ég veit ekki hvort maður
getur notað svo sterkt orð að maður
hafi hatað Boston-liðið. Jú kannski á
fyrstu árunum en eftir 1987 hef ég eig-
inlega vorkennt þeim sem hafa haldið
með Boston. Liðið hefur ekki getað
neitt. Svona svipað og ég vorkenni
stuðningsmönnum Liverpool í enska
boltanum. Ég nenni ekki lengur að
hata, ég vorkenni þeim,“ segir Hans en
hann er einn dyggasti stuðningsmað-
ur Manchester United.
Sagði engum frá húðflúrinu
„Árið 1988 ákvað ég að láta húð-
flúra merki Lakers á mig þegar liðið
yrði meistari á ný. Það gerðist árið
2000, rétt rúmum tveimur mánuðum
eftir að ég varð fertugur. Ég sagði eng-
um frá þessu. Fór bara til Fjölnis
Bragasonar og lét gera þetta. Konan
mín og börnin tóku ekki eftir þessu
fyrr en nokkrum dögum síðar. Ég er
afar stoltur af Lakers-merkinu og ég
hef meira að segja bætt við tölunni 32
til þessa að heiðra Magic og Man Utd
fékk einnig að fljóta með. Bara til að
undirstrika þessa sjúklegu dellu þá fór
ég í tvær ferðir til að sjá mína menn
spila. Báðar ferðirnar voru á „Show-
time“-tímabilinu og var ég svo hepp-
inn að komast á æfingu hjá Lakers og
Chicago sem þeir voru að spila við í
Forum-höllinni. Þar hitti ég Magic
Johnson, Kareem Abduhl Jabbar,
James Worthy og fékk einnig tækifæri
til þess að ræða við Michael Jordan.“
Þeir sem aka um götur Reykjavíkur
hafa eflaust tekið eftir bifreið með
númerinu LAKERS. Þar er Hans
Henttinen á ferð. „Ég lét reyndar þetta
númer á bílinn hjá konunni minni.
Fyrir tveimur árum neitaði hún að
vera með þetta númer á bílnum. Það
vakti of mikla athygli og hún þoldi
það ekki. Númerið er í geymslu
núna,“ sagði Hans Henttinen.
Í geymslu Manchester United og La-
kers eru liðin að mati Hans. Lakers-
númerið er í geymslu eftir að eiginkonan
neitaði að vera með það á bílnum.
Hef kennt í brjósti
um Boston í 20 ár
Hans Henttinen er viss um að Lakers „rúlli“ Boston upp í úrslitum NBA-deildarinnar
Að eilífu Lakers verður
órjúfanlegur hluti af per-
sónu Hans Henttinen það
sem hann á eftir ólifað.
➤ Fyrsti körfuboltaleikurinnsem Hans Henttinen sá um
ævina var sjötti leikur Lakers
og 76’ers í úrslitum NBA-
deildarinnar vorið 1980.
➤ 12 árum eftir að Hans ákvaðað láta tattóvera Lakers-
merkið á sig var það komið á
sinn stað.
MEÐ LAKERS-TATTÚGömlu stórveldin Boston
Celtics og LA Lakers mæt-
ast í lokaúrslitum NBA-
deildarinnar og er fyrsti
leikurinn í kvöld. Þessi lið
mættust síðast í úrslitum
vorið 1987 og er þetta í
10. sinn sem Boston og
Lakers keppa um titilinn.
„Ég var eiginlega alveg búinn að
gleyma því hvað maður hatar La-
kers-liðið. Þessi tilfinning er mjög
sterk þessa dagana. Það er ekki
spurning að Boston Celtics mun
fagna NBA-meistaratitlinum og
þetta fer 4:0 eða 4:1 fyrir mína
menn. Og ég rökstyð það þannig
að Lakers mun ekki ráða við varn-
arleik Boston – sem er frábær,“ seg-
ir Hannes Hjálmarsson, rekstrar-
og stjórnmálafræðingur, einn
dyggasti stuðningsmaður Boston
Celtics á Íslandi.
Hannes segir að áhuginn á Bost-
on Celtics hafi vaknað á fjölliða-
móti í Njarðvík þegar hann var 12
ára. „Þar var sýnt myndband með
leik Boston Celtics þar sem Bill
Russell var aðalmaðurinn. Þegar
Larry Bird kom til liðsins sumarið
1979 og Magic Johnson á sama
tíma til Lakers þá vaknaði enn
meiri áhugi á deildinni hjá mér.“
Hannes fylgist grannt með gangi
mála í úrslitakeppninni en „fjörið“
hefst í kvöld þegar liðin mætast í
fyrsta sinn í Boston Garden í Bost-
on.
„Maður lætur ekki þessa leiki
fara framhjá sér. Ekki séns. Ég hef
séð flesta leikina í úrslitakeppninni.
Það hefur aldrei komið fyrir að ég
hafi vaknað í sófanum kl. 5 að
morgni og misst þar með af loka-
kaflanum. Það hefur verið frekar
erfitt tíðarfar fyrir okkur sem höld-
um með Boston. Ég hef reyndar
alltaf haft trú á mínum mönnum í
upphafi tímabils. Síðan hefur fokið
í flest skjól þegar liðið hefur á tíma-
bilið. Staða liðsins í dag er því mik-
ið gleðiefni og sumarið hefur ekki
verið svona fallegt lengi,“ sagði
Hannes.
Hannes Hjálmarsson segir að Lakers ráði ekki við vörn Boston
Bill Russell kveikti neistann
Kobe Bryant, leikmaðurLakers, var valinn bestileik-
maður NBA-
deildarinnar á
dögunum og er
þetta í fyrsta
sinn á 12 ára
ferli sem hann
fær þessa við-
urkenningu.
Boston sigraði AtlantaHawks, 4:3, í fyrstu um-ferð Austurdeildar. Lið-
ið lenti í vandræðum gegn Cle-
veland
Cavaliers í
næstu umferð
en hafði einnig
betur, 4:3. Í úr-
slitum sigraði
Boston lið
Detroit, 4:2.
Boston lék síðast til úrslita í
deildinni vorið 1987 þar sem
Larry Bird var aðalmaðurinn.
Lakers lenti ekki í miklumvandræðum á leið í úr-slitarimmuna. Liðið
vann Denver
Nuggets, 4:0.
Utah Jazz veitt
aðeins meiri
mótspyrnu í
annarri umferð
en þar hafði
Lakers betur,
4:2. Meistaralið San Antonio
Spurs, með Tim Duncan
fremstan í flokki, átti ekki
möguleika í úrslitum Vest-
urdeildar en þar hafði Lakers
betur, 4:1.
Kevin Garnett, leikmaðurBoston Celtics, verður ínýrri tegund af Adidas-
skóm í fyrsta
leiknum í
kvöld gegn La-
kers. Aðeins
verða fram-
leidd átta pör
af þessum
skóm fyrir
hvern leik í úrslitakeppninni.
Skópörin verða því 32 í það
minnsta en 56 ef sjö leiki þarf
til að knýja fram úrslit. Skórnir
verða seldir á uppboði fyrir
góðgerðarsamtök.
Lakers hefur fagnað 14 titlum.
Síðast árið 2002. Boston er sig-
ursælasta lið NBA með 16 titla
en liðið hefur aðeins tapað
þrisvar í lokaúrslitum.
FRÉTTIR ÚR NBA
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Ég veit ekki hvort maður getur notað svo sterkt orð að maður hafi
hatað Boston-liðið. Liðið hefur ekki getað neitt. Svona svipað og
ég vorkenni stuðningsmönnum Liverpool í enska boltanum. Ég nenni
ekki lengur að hata, ég vorkenni þeim.
ÞÝSKAR ÁLKERRUR til allra starfa
Vandaðar kerrur á góðu verði, léttar og
fallegar. Margar stærðir og gerðir.
Sturtubúnaður , álbrautir o. fl.
Söluumboð:
N1 Laugatanga 1
Mosfellsbæ - sími 566 8188.
Fjarðanet hf. Grænagarði Ísafirði
sími 470 0836.
KB búrekstrard. Egilsholti 1
Borgarnesi sími 430 5500.
Háholt 18 Mosfellsbæ
sími 894 5111
Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA-meistari.
Fyrstu tveir leikirnir fara fram í Boston, 5. og 7. júní.
Næstu tveir verða í Los Angeles 10. og 12. júní. Eftir það
verður leikið til skiptist í Boston og Los Angeles ef til
þarf.
Fimmti leikurinn er á dagskrá 15. júní, sá sjötti á
þjóðhátíðardegi íslenska lýðveldisins og fæðingardegi
Jóns Sigurðssonar. Sjöundi leikurinn er á dagskrá 19. júní, sem er jafn-
framt kvenréttindadagurinn á Íslandi.
Ráðast úrslitin þann 17. júní?