24 stundir - 05.06.2008, Síða 23
24stundir FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 23
Stoltur stuðningsaðili
Yfirgefin herstöð á Íslandi er viðfangsefni
sýningar myndlistarmannsins Anne Kathrin
Greiner á sýningunni Leigjendurnir sem
verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í dag. Myndirnar eru allar tekn-
ar á herstöðinni í Keflavík stuttu eftir að íbú-
ar hennar yfirgáfu hana og fluttu aftur til síns
heima.
Í verkum sínum fæst Anne Kathrin gjarn-
an við þau veraldlegu og hversdagslegu svæði
sem oft er litið framhjá en hafa þrátt fyrir
það bolmagn til að vekja umræður um
reynsluheim og minningar bæði einstak-
lingsins og heildarinnar. Um leið eru þau
hvatning til þess að fólk velti fyrir sér hinu
liðna og tengingu þess við samtímann.
Meðal hugðarefna hennar eru menning-
arleg staða í umhverfi samtímans sem og
landamæri og þröskuldar bæði í bókstaflegri
merkingu og á myndhverfan hátt. Þrátt fyrir
þá staðreynd að verkið sé að verulegu leyti
undir miklum áhrifum og í raun samofið
samspili stjórnmála og landafræði, segir
Anne Kathrin að ásetningurinn með því sé
fremur að beina sjónum áhorfandans að
myndrænum og djúpum flötum verksins.
Það felur í sér hugleiðingar sem tengjast
missi, brotthvarfi, ótta við nútímann, of-
sóknaræði sem orsakast og er hvatt áfram
sem einskonar stjórntæki og arkitektúrinn í
umhverfi okkar sem framlenging af einstak-
lings- og hópsálum fremur en að það sé sér-
staklega „huglæg“ skrásetning. Hugmyndin
um yfirgefna herstöð er notuð í verkinu til að
koma á framfæri málefnum af þessu tagi sem
eru bæði tímalaus og alþjóðleg en sem um
leið snúast að verulegu leyti um menning-
arlega og pólitíska spillingu í samtímanum.
Anne Kathrin Greiner býr og starfar í
Berlín og London. Hún hefur MFA-gráðu í
myndlist frá the Royal College of Art in
London og hefur haldið einkasýningar og
tekið þátt í samsýningum víða um heim.
Sýningin Leigjendurnir verður opin til 29.
júlí.
Anne Kathrin Greiner sýnir í Skotinu
Gamla herstöðin í Keflavík í brennidepli
Áshildur Haraldsdóttir flautu-
leikari og Katie Buckley hörpu-
leikari spila á stofutónleikum á
Gljúfrasteini næstkomandi
sunnudag klukkan 16.
Áshildur nam flautuleik við Tón-
listarskólann í Reykjavík og lauk
síðan háskólaprófum frá The
New England Conservatory of
Music, Juilliard-skólanum í New
York og Konservatoríinu í París.
Hún hefur unnið til verðlauna í
fjórum alþjóðlegum tónlist-
arkeppnum og hljóðritað fimm
einleiksgeisladiska.
Katie hóf nám hörpuleik 8 ára
gömul í Bandaríkjunum og lauk
gráðunum Bachelor of Music,
Performeŕs Certificate og Master
of Music frá Eastman School of
Music í Rochester, New York.
Flauta og harpa
á Gljúfrasteini
Sýning á verkum Magnúsar
Kjartanssonar myndlistarmanns
stendur yfir í Listasafni Árnes-
inga. Á sýningunni, sem er liður í
dagskrá Listahátíðar, eru 43 verk
sem Magnús vann á pappír frá
1982 til 1988 og hafa aðeins fáein
af þessum verkum áður verið
sýnd. Laugardaginn 7. júní
klukkan 12.30 til 15.30 verður
haldið stutt málþing um verk
Magnúsar og viðfangsefni hans á
safninu. Jón Proppé stýrir mál-
þinginu og aðrir frummælendur
verða Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur, Halldór Björn Run-
ólfsson, forstöðumaður Lista-
safns Íslands, Snorri
Ásmundsson myndlistarmaður
og Þóra Þórisdóttir, myndlist-
armaður og gagnrýnandi.
Málþing um
Magnús
Fjórða alþjóðlega barna- og ung-
lingabókahátíðin sem kennd er
við mýrina verður haldin dagana
19. til 23. september undir yf-
irskriftinni Draugar úti í mýri.
Meðal helstu atriða má nefna
höfundaheimsóknir í skóla og
stofnanir, kynningar og dagskrá í
Norrræna húsinu, höfundaspjall
og aðra menningardagskrá.
Garðabær er sérstakur vinabær
hátíðarinnar.
Bókahátíð