24 stundir - 05.06.2008, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir
Skólavörðustíg 21 - Sími - 551 4050 - Reykjavík
Gullfalleg
sængurverasett
aldrei meira úrval
Eftir Hauk Johnson
haukurj@24stundir.is
„Það var farið og fylgst með burði
hreindýranna núna í maí, uppi á
Fljótsdalsheiði, í Sandvík og á fleiri
stöðum, og athugað hvernig burð-
ur gengi. Hann kom vel út að því er
ég best veit,“ segir Sævar Guðlaugs-
son, formaður Félags leiðsögu-
manna með hreindýraveiðum.
Hann segir stofninn vel á sig kom-
inn þrátt fyrir óvenju snjóþungan
vetur.
„Stofninn er venjulega um 6000
hreindýr í upphafi veiðitímans og
líklega rúmlega það núna.
Kvótinn hefur verið aukinn síð-
ustu ár og það kemur til af því að
hreindýrum hefur fjölgað frekar en
fækkað.“
Eftirspurnin mikil
Hreindýraveiðileyfin eru eftir-
sótt en rúmlega þrjú þúsund um-
sóknir bárust um þau 1333 dýr sem
heimilt er að fella á næsta veiði-
tímabili.
„Leyfunum er úthlutað tilviljun-
arkennt með hjálp tölvu. Eftir-
spurnin er mikil og hefur frekar
aukist heldur en hitt. Við fáum líka
einhverja útlendinga, líklega um
20-30 á hverju ári.“
Það er þó ekki öll von úti fyrir
áhugasama ef þeir vinna ekki í
veiðileyfahappdrættinu því fjöl-
margir grípa þá til þess ráðs að fara
til Grænlands.
Margt í boði á Austurlandi
Sævar situr ekki auðum hönd-
um þó hreindýraveiðin hefjist ekki
strax. Hann á og rekur ferðaþjón-
ustuna Mjóeyri við Eskifjörð.
„Við erum í alls konar óvissu-
ferðum og gönguferðum, göngum
t.d. mikið á Gerpissvæðið sem er
austasti hluti landsins. Svo erum
við líka með gistingu og bátaleigu.
Það er því nóg að gera í því í
sumar. Ég byrja í gönguferðunum
21. júní og er í því fram undir
mánaðarlok júlí en þá tekur hrein-
dýraveiðitíminn við. Ég er því í
raun á göngu í þrjá mánuði á ári.
Ég reyni líka að fara á aðrar veiðar
en á þessum árstíma eru allar
fuglategundir friðaðar. Það er því
helst refurinn sem má veiða núna.
Ég hef verið frekar lítið í því en vil
þó helst komast aðeins í það. Svo
stunda ég líka svolitla sjóstang-
veiði,“ segir Sævar sem er bjartsýnn
á góða veiðitíð með haustinu.
Mikil eftirspurn er eftir hreindýraveiðileyfum
Gengur í þrjá
mánuði á ári
Hreindýraveiðar á Aust-
urlandi eru vinsælar á
meðal skotveiðimanna
og komast færri að en
vilja. Veiðar hefjast ekki
fyrr en síðar í sumar en
Félag leiðsögumanna
með hreindýraveiðum
hefur fylgst með stofn-
inum og kemur hann víst
vel undan vetri.
Vanur maður Sævar
er reyndur hrein-
dýraleiðsögumaður
og veiðimaður.
➤ Hreindýraveiðitímabilið hefst15. júlí á törfum og 1. ágúst á
kúm, en lýkur þann 15. sept-
ember.
➤ Veiðimenn fara í fylgd hrein-dýraleiðsögumanna sem hafa
sértilgerð leyfi til slíkra ferða.
➤ Hreindýraveiði og ferðaþjón-ustu henni tengda má kynna
sér á mjoeyri.is, na.is og
hreindyr.is.
HREINDÝRAVEIÐAR
Þeir sem ekki eru stórtækir í úti-
vistinni en vilja þó skreppa í
gönguferð annars staðar en í
Reykjavík ættu að prófa að ganga
að Helgufossi í Mosfellsdal.
Keyrt er upp að húsi Nóbel-
skáldsins Halldórs Laxness,
Gljúfrasteini. Þaðan er gengið inn
eftir dalnum, meðfram ánni
Köldukvísl. Sé maður sæmilega
léttur á fæti ætti Helgufoss að blasa
við eftir 45 mínútur til klukku-
stund.
Þar er upplagt að hvíla sig um
stund og njóta umhverfisins og
friðsældarinnar við fossinn áður en
haldið er til baka.
Ekki eru neinar stórkostlegar
torfærur á leiðinni en auðvitað
ráðlegt að vera í sæmilegum skóm.
Kort af svæðinu má finna við
Gljúfrastein. Þetta er stutt og
skemmtileg gönguferð fyrir byrj-
endur. hj
Stutt og þægileg gönguleið við Gljúfrastein
Meðfram Köldukvísl að Helgufossi
Á góðum sumardegi getur verið
skemmtilegt að fara út í Viðey.
Náttúrufegurðin er mikil og get-
ur verið athyglisvert að ganga með-
fram ströndum eyjarinnar. Þykir
fegurð stuðlabergsins í Virkis-
höfðanum og Eiðisbjarginu þar
standa upp úr. Fuglalíf er einnig
mikið í eynni og er æðarfuglinn
þar fyrirferðarmestur.
Alla þriðjudaga í sumar er boðið
upp á ókeypis göngur með leið-
sögn en einnig er hægt að panta
leiðsagnir á öðrum tímum.
Viðeyjarstofa selur veitingar frá
kl. 11:30 til 17:00 alla daga. Siglt er
frá Sundahöfn á klukkustundar
fresti frá 11:15 til 19:15 og til baka
frá 11:30 til 20:30. hj
Öll fjölskyldan nýtur sín í Viðey
Stutt að fara
Ófáir höfuðborgarbúar hafa
brugðið sér í Esjugöngu á lífsleið-
inni, margir oftar en einu sinni.
En þótt Esjan standi alltaf fyrir
sínu þá getur verið mikilvægt að
breyta til við og við.
Skúli H. Skúlason hjá Ferðafélag-
inu Útivist gerir sér grein fyrir
þessu og því verður félagið með
nokkrar mismunandi ferðir upp
á borgarfjallið á næstunni. Ein
þeirra verður farin næstkomandi
sunnudag, 8. júní.
„Þetta er liður í ákveðnu Esju-
þema sem við tökum fyrir í ár.
Við erum með sex Esjugöngur í
allt og sú síðasta er í október. Það
hafa margir gengið hefðbundnu
leiðina upp á Esjuna en þarna
tökum við hana á sex mismun-
andi vegu og förum oft leiðir sem
menn hafa ekki prófað áður.“
Í ferðinni á sunnudag verður
gengið frá Mógilsá, stefnan tekin
á Gunnlaugsskarð og þaðan
áfram á hæsta hluta Esjunnar,
Hábungu, sem stendur í 914
metra hæð. Þaðan liggur leiðin til
norðausturs í átt að Esjuhorni.
Loks verður farið um Sandsfjall
og í Flekkudal. Alls verður gengið
í 7 klukkustundir, um 14 km leið.
Segir Skúli að ferðin sé miðlungs-
erfið.
„Þetta er auðvitað fjallganga, en
allir sem geta gengið fjöll á annað
borð geta farið í þessa göngu. Það
er ekkert klifur eða neitt slíkt.“
Lagt verður í hann frá BSÍ klukk-
an 9:30 og eru allir velkomnir.
Greitt er á staðnum og er al-
mennt verð 3.700 kr. en 3.100 kr.
fyrir félagsmenn. hj
Óhefðbundnari
Esjugöngur
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Hreindýraveiðileyfin eru eftirsótt
en rúmlega þrjú þúsund umsóknir
bárust um þau 1333 dýr sem heimilt er
að fella á næsta veiðitímabili. útivist