24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 25
24stundir FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 25 Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Ég er hrifinn af öllu því sem upp úr sjónum kemur,“ segir Kjartan Halldórsson sægreifi þegar þjarm- að er að honum að velja eitthvert uppáhaldssjávarfang á grillið. Að lokum lætur hann undan og segist eiga bágt með að standast hrefnukjötið. „Já, ætli það sé ekki hrefnukjötið sem eigi vinninginn, en svo finnst mér líka humar ómótstæðilegur.“ Kjartan segir það af og frá að hrefnukjötið flokkist undir hag- kvæma húsmæðrabrellu í matseld. „Nei, nei! Af og frá, hrefnan er og hefur alltaf verið herramannsmat- ur.“ Kjartan segir kílóverðið á hrefnunni líklega um 1200 krónur um þessar mundir. „Ekki er hún dýr þótt hún hafi nú reyndar hækkað aðeins nýlega,“ bætir hann við. Kjartan sker hrefnukjötið í bita og raðar á pinna með rauðlauk og rauðri papriku. Hann setur örlítið af olíu á kjötið og kryddar með kryddblöndu sem hann fæst ekki til að tilgreina nánar. „Salt og pipar er ágætt á hrefnukjöt,“ segir hann leyndardómsfullur og það er ljóst að þeir sem vilja bragða á sannri Sægreifahrefnu verða að leggja leið sína til Kjartans á Geirsgötuna en einn grillpinni með veglegum hrefnubitum á fæst þar fyrir um 1200 krónur. Útlendingar vilja hrefnukjöt Kjartan býður upp á kartöflu- spjót með hrefnukjötinu og kók í gleri. „Mér finnst gott að hafa sætt sinnep með hrefnunni,“ segir hann og býður það með. „Útlendingar vilja helst hrefnu- kjöt,“ segir hann og segir hvala- skoðunarskipin í nágrenninu ekki skipta neinu máli hvað varðar vin- sældirnar. Frægur á heimsvísu Aðspurður um vinsældir staðar- ins og skrif um hann í víðlesnustu blöðum heims segist hann vera þakklátur fyrir viðtökurnar. „Ég borgaði ekkert fyrir þetta,“ segir hann og hlær. „Þeir gera þetta bara sjálfviljugir og þrátt fyrir allt saman þá standa ekki milljónir í röðum hjá mér,“ bætir Kjartan við í gamni. „Það er nóg að hafa hér hundruð,“ segir hann og hlær enn. „Ég hef ekki undan að matreiða og nú ætla ég að fara að selja fisk hér líka í verbúð 3 á næstunni.“ Útlendingarnir sólgnir í grillað hrefnukjöt Sægreifinn grillar Í gömlu höfninni í Reykja- vík er lítill veitingastaður sem hefur vakið athygli heimsins. Um Sægreifann við Geirsgötu hefur verið skrifað í New York Times og ferðamannavísinum Lonely Planet og fisk- réttir staðarins lofaðir. Kjartan Halldórsson, sæ- greifinn sjálfur, skellti hrefnu á grillið. ➤ Kjartan segir algeran óþarfaað leggja hrefnukjöt í bleyti í mjólk áður en það er mat- reitt. ➤ Hrefnukjötið fær lýsisbragðef það er eldað í of langan tíma. GRILLAÐ HREFNUKJÖT Góðar fréttir fyrir sælkera Sægreif- inn ætlar að opna fiskverslun í grennd við veitingastaðinn á næstunni. Hógvær greifi Vinsældir grillaða sjávarfangsins aukast í sífellu en sæ- greifinn lætur frægðina ekki stíga sér til höfuðs. „Gott hrefnukjöt minnir á nauta- kjöt og er frábært á grillið,“ segir Karl Ómar Jónsson hjá Esju kjöt- vinnslu og bætir því við að yfir sumartímann sé hrefnukjötið selt ferskt sem geri matreiðsluna fyrsta flokks. „Hrefnukjötið fæst m.a. í öllum Samkaupsverslununum, Nóatúni og Melabúðinni,“ segir Karl Óm- ar. „Verðið er fast í 1498 krónum á kílóið hjá öllum söluaðilum.“ Meyrt og minnir á nautakjöt Á sumrin er mangó vinsæll í salöt og eftirrétti. Mangóávöxturinn þroskast hægt líkt og perur. Í ís- skáp getur ferlið tekið langan tíma og betra að láta mangóá- vöxtinn þroskast við herberg- ishita en stinga honum síðan í ís- skápinn þegar hann er farinn að mýkjast. Vel þroskaðan mangó má til dæmis mauka í mat- vinnsluvél með ferskum súrald- insafa( 2 -3 tsk.) og bera fram með þeyttum rjóma og rifnu súr- aldinhýði til skrauts. Mangóæðið byrjar senn LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Já, ætli það sé ekki hrefnukjötið sem eigi vinninginn en svo finnst mér líka humar ómótstæðilegur. AUGLÝSINGASÍMINN ER 510 3744 grillið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.