Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Síða 3
farni Bárðarson
frá Hóli
^OLUNGARVÍK við ísafjarðar-
djúp er me'ð allra .elztu veiðistöð-
Unt á landi hér og er nú að rísa
til vogs og virðingar fyrir dugnað
°g fyrirhyggju dugmikilla at-
hafnamanna og nútíma tækni, sem
bar ryður sér óðfluga til rúms og
skapar íbúunum velmegun á borð
við það sem er hér í kaupstöðun-
Utn við Faxaflóa. Víkin hefur frá
iandnámstíð verið þekkt sem ein
allra fremsta veiðistöð þessa
]ands. Víkin horfir móti norðri
°S úthafinu. Þar er allra veðra
v°n að vetri til og eiginlega hvaða
tima árs sem er. Þarna nam land,
sem kunnugt er, norsk seiðkona,
i’uriður sundafyllir af Háloga-
iandi. Hún var svo kölluð, af því
að hún seiddi öll sund nærri byggð
smni full af fiski, þegar hallæri
mikið hafði herjað svo að við
hungri lá. Hún setti Kvíamið á
Isafjarðardjúpi og tók til á koll-
°tta af hverjum bónda í ísafirði,
en bá var allt Djúpið kallað einu
nafni ísafjörður, líklega eftir að
th'afna-Flóki háfði gengið á fjöll
UÍ>P írá Vatnsfirði á Barðaströnd
°S séð flóann fullan af hafis. Og
a'ltaf hefur það þótt boða góðan
af'a, þegar fiskur var genginn á
Kvíamið.
Jóhann Bárðarson frá Bolungar-
V|k hci'ur skrifað bók um víkina,
sem heitir Áraskip. Er það merki-
leg bók og hafi hann mikla þökk
fyrir . það verk. í þeirri bók eru
teiknúð fiskimið þau, er mest voru
notuð, þar á meðal Kvíamið, og
sést á því, að snemma hafa Bol-
víkingar og Inndjúpsmenn, er
uppsátur höfðu í Víkinni, verið
djarfir til sjósóknanna. Ég minnist
þess að hafa veturinn 1932—33
róið við annan mann á smátrillu,
tveggja-manna-fari frá ísafjarðar-
kaupstað og út á Kvíamið á gó-
unni Við fengum einmuna veður
þessa átta róðra, sem við rerum,
en lítið held ég hefði orðið um
varnir hjá okkur, ef veður hefði
rokið upp. Allt frá dögum Þur-
iðar hefur verið sóttur sjór þarna
af kappi og margur stjórnsnill-
ingurinn hefur fleytt skipi sínu
yfir úfinn sjóinn og náð heilu og
höldnu að landi, en margir hafa
líka gist hina votu gröf í blátær-
um sjónuin. Ég minnist þess til
dæmis, að afi minn, móðurbróðir
og tvcir langafabræður mínir auk
margra frænda minna eru í þessu
stóra, fagra hvilurúmi. Á þessari
vík seiðkonunnar frá Hálogalandi
hafa líka margar hetjudáðir verið
drýgðar og margur maðurinn
hrifinn úr liörðum greipum dauð-
ans, bæði á sjó og við sjávarmál-
ið, eltur út í ógnandi holskeflur,
Bjarni Bárðarson
hvítfyssandi, gráðugar og misk-
unnarlausar.
Meðal fornmanna, hinna miklu
sæfara víkinga- . og sögu-aldar,
þótti það sérstakt lán og heppni
að bjarga mönnum úr sjávarháska.
Leifur Eiríksson, landafundamað-
urinn mikli, sem kallaður var hinn
heppni, fékk ekki það viðurnefni
fyrir að finna eina af heimsálf-
unum, heldur fyrir það, að hann
bjargaði heilli skipshöfn frá bráð-
i um bana, sem hafði brotið skip
sitt og hafðist við í eyðiskeri
langt frá aílri mannabyggð. í
þessum kafla verður sagt frá ein-
um manni af svo mörgum sem
ekki aðeins einu sinni, heldur
þrisvar sinnum var svo lánssam-
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 243