Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Qupperneq 6
son bóndi á Ilvítanesi, bróðurson-
ur Helga Hálídánarsonar lektors,
Guðmundur Þorbjörnsson Guð-
mundssonar í Eyrardal 16 ára.
Alla þessa þrjá báta rak upp í
Bolungarvík. Er nú ósagt frá
fjórða bátnum, sem fórst þennan
slysadag. Bátur sá hét Hlöðver og
var frá Aðalvík. Á bátnum voru
þessir sex menn: Friðrik Magn-
ússon, formaður og útgerðarmað-
ur á Látrum, Þorbergur Jónsson,
Efri-Miðvík, ér átti bátinn með
Friðriki Magnússyni, Hermann ís-
leifsson, 47 ára og var það hann
sem stýrði bátnum þessa svaðil-
íör frá Straumnesi og vestur.yfir
Djúp í blindhríð og myrkri. Fjórði
var Jósep Hermannsson, er þá var
f.vrirvinna aldraðra foreldra,
fimmti var Óli Þorbergsson, sjötti
Friðrik Finnbogason og er hans
áður getið.
Frásögn af svaðilför þessari yf-
ir Djúpið er einhver sú stórkost-
legasta sem um getur. Eru þeir
báðir tii frásagnar um það formað-
urinn, Friðrik Magnússon, og nafni
hans, Friðrik Finnbogason. Hefur
síra Sigurðúr Einarsson, prestur
í Hoiti, skrifað skilmerkilega
gréin af frásögn þeirra eftir að
hafa talað við þá báða samtímis,
ennfremur er frásögn Friðriks
skrifuð af honum sjálfum í bók-
inni, Áraskip, bls. 118.
Hér verður þó nokkuð sagt frá
björgun þeirra félaga, er bát
þeirra hvolfdi í lendingu í Bol-
ungarvík í brimi og myrkri. Sjó-
menn er voru nð gera að afla sín-
um urðu þeirra varir og brugðu
fljótt við, skinnklæddust og óðu
upp undir hendur út í sjóinn til
að grípa hvern þann, er hægt var
að ná til. Ekki segja þeir Friðrik-
arnir, enda lítið um það vitað,
hverjir voru þarna að verki. En
Bolvíkingar kunna frá einum
manni að segja, er þar vann það
afrek, sem lengi var í minnum
haft; var það Bjarni Bárðarson,
hinn handsterki og öruggi
fullhugi. Einn mannanna, Jósep
Heimiannsson, lenti undir bátnum
og var fastur, en Bjarni og tveir
menn aðrir óðu að bátnum og
bauðst Bjarni til að lyfta bátnum
að framan, meðan hinir tveir
reyndu að ná manninum undan
bátnum, áður en næsta ólag riði
yfir, og tókst það. Er svo sagt,
að maðurinn lægi þversum undir
bátnum og stóðu höfuð og herðar
útundan bátnum öðrum megin, en
fætur hans hinum megin. Svo seg-
ir Finnbogi Bernódusson, er var
þó með sterkustu mönnum þar, að
svona handtök mundu fáir leika
við svo erfiðar aðstæður, og tel
ég það til fádæma, segir Finnbogi
ennfremur. Þarna tókst að bjarga
strax öllum nema einum, Friðriki
Finnbogasyni, en hans var leitað
og fannst hann meðvitundarlaus
í næstu vör og var hann lagður
á tunnu og náðist þá sjór upp úr
honum og hresstist hann brátt, en
fékk þó snert af lungnabólgu og
fór formaður bans strax daginn
eftir til ísafjarðar að sækja með-
ul handa honum. Friðrik Magnús-
son var hið mesta hraustmenni
og lengi formaður, bæði á ára-
sklpum og síðar mótorum. Hann
dó 1957, en var fæddur 8. júií
1877. Það leiö lieil vika þar til
venzíafólk þessara Aðalvíkinga
fékk fréttir af þeim og má nærri
geta um fögnuð þann, sem ríkti
norður þar, þegar hópurinn birt-
ist einn daginn á brekkubrún fyr-
ir ofan bæinn í Miðvík.
Skal nú skilið við þennan slysa-
dág, en þegar Bjarni kom heim
til sin að Ytribúðum, barði hann
að dyrum, en ekki heyrðist til
hans fvrir veðurol'sanum. Barði
hann þá aftur og svo liarkalega að
ekki þurfti upp að ljúka, því að
hurðin mölbrotnaði og var þó sterk
og vel frá henni gengið. Var
þarna þá stödd kona, er ekki var
þar til heimilis og var henni lengi
minnisstætt þetta atvik, sem von
var, en Kristín undraðist minna,
því að hún hafði víst ýmislegt
séð, sem fáir léku sem Bjarni, ef
hann var í þeim ham, sem hann
var þetta skipti.
Á sumardaginn fvrsta 24. apríl
1913, var mesta afspyrnurok við
ísafjarðardiúp. í roki þessu brotn-
uðu nokkrir bátar í Bolungarvík
oe í Hnífsdal og líklega hafa þá
víðar orðið skemmdir þar vestra,
bótt enn sé bað ófrétt. (Þióðvilj-
inn, 30. anríi 1913). Blíðskanar-
veður var bá í Revkjavík. Blaðið
ísafold segir svo 26. apríl: Aftaka-
veður var við ísafjarðardjúo á
sumardaginn fyrsta. Þrír bátar
höfðu brotnað í Hnifsdal og eitt-
hvað af bátum í Bolungarvík, en
manntjón þó eigi orðið. — Dag-
blaðið Vísir segir 27. april: — í
ofsaveðri í dag (fimmtudag)
(fregnin er frá Bolungarvík). Báts
tapar. — fórst mótorbátur hé'ðan
úti á Djúpi; mannbjörg varð með
naumindum. Annan mótorbát rak
hér upp og brotnaði í spón. Átta
mótorbátar héðan hleyptu til ísa-
fjarðar. í Hnífsdal brotnuðu fjórir
mótorbátar.
Ilaraldur Stefánsson dagbókar-
höfundur í Bolungárvík skrifaði í
bók sína þennan eftirminnilega
dag: — 24. apríl, sumardagur
fyrsti. — Austan andvari til kl. 1
um daginn, eftir það gekk hann
í N.-rok með bleytukafaldshríð,
var veðrið með því mesta sem
kemur. 8 mótorbátar hleyptu héð-
an til ísafjarðar. 4 mótorbátar
sukku í Hnífsdal og brotnuðu mik-
ið. Vélbáturinn ,.l\Iávur”, sem var
að koma úr róðri, sökk. Mennirn-
ir björguðust yfir í annan bát.
Vélbáturinn Guðrún sökk hér á
höfninni. Vélbátarnir Hringur,
Sóló og Frægur slitnuðu upp og
drifu hér í land. M.k. Hekla frá
Eyjafirði strandaði hér á sandin-
um. Menn björguðust allir.” —
Þannig eru þær helztu skrifaðar
heimildir sem finnanlegar eru um
veðrið á sumardaginn fyrsta 1913
og afJeiðingar af því. Um Mávinn
er það helzt að segja, að hann
var veikbvggður danskur bátur
mcð Alfavél, og voru sumir bátar
af þessari gerð keyptir með vél-
inni í frá Danmörku. En þeir
voru eins og gömlu árabátarnir
ekki nógu sterkir fvrir vélarnar,
og það fundu menn með tíð og
tíma. Þeaar Mávurinn sá, að ekki
var lendandi í Vikinni, sneri
haiin frá landi og keyrði beint í
báruna, en bað boldi báturinn ekki
og brotnaði að framan eða sprakk
eins oa sumir orða það. Var nú
ekki að sökum að spyrja. Bátur-
inn fvlltist brátt af sjó og vélin
stöðvaðist. Bátinn bar að landi,
hann náleaðist óðum grunnbrotin.
oa enain hjálp gat borizt úr landi-
Mennirnir, er voru siö að tölu,
biðu barna bess er verða vildi án
bess að geta nokkuð aðhafzt sér
til biargar, og hlýtur bað að hafa
verið hrollvekjandi tilhugsun bæði
246 SUNNUDAGSÚJ.AÐ _ ALÞÝÐUBLAÐIÐ