Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Side 8

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Side 8
 - iliiSi* ■ ;'i.. ■ ' . , . i ‘ ■ - /; .■:' ■ ; ;:i Bolun írarvík. bátnum inn til Bolungarvíkur. Sagt er, að bátur sá hafi verið úr Álftafirði. Eitt sinn var það er Bjarni var á sjó, líklega sem háseti, að línan festist £ skrúfunni og stöðvaðist vélin og varð ekki komið í gang. Bjarni lét binda á sig streng og fór svo útbyrðis og kom ekki inn aftur, fyrr en hann hafði skorið hvern spotta úr skrúfunni. Það mætti segja margar sögur af hreysti og hugdirfð Bjarna. En hann var aldrei fyrir það sjálfur að gera mikið úr verkum sínum, og skal hann ekki á hinu eilífa lífsins landi argast'yfir masi um þá hluti, er hann sjálfur taldi einskis virði. Bjarni var góður glímumaður og talinn með allra sterkustu mönnum síns tíma í Vík- inni. Bjarni reri lengi með gæða- manninum Jóhannesi Jenssyni, líklega á Vigurbrelð. Voru þar þá eitt sinn fimm mestu ræðarar í Bolungavík og þótt sá bátur væri þungur í róðri, þurfti þá enginn að reyna að róa fram úr þeim. En sagt var að margar brotnuðu ár- arnar á því skipi, er þessir ber- serkir voru saman komnir, en svo var sagt um þessa menn, að engin ár væri svo sterk að þeir gætu ekki brotið hana um legginn í róðri, ef þeim bauð svo við að horfa, og var Bjarni einn af þeim. Eitthvert sinn, er Bjarni var ungur eða innan við átján ára aldur, var staddur í búð Bárðar föður hans mikill slagsmála og áflogahundur, Jón Matthíasson. Voru þeir Bjarni þá eitthvað að takast á og lagði Jón Bjarna. Þá sagði Bárður: -r Það er mannlegt að detta Bjarni, en að standa upp aftur! Réðist þá Bjarni aftur á’Jón og kom honum undir, Þessi vel fseri maður sém var um leiö mikill fiskimaður og nökkuð drykkfelldur, fór til Ame- ríku. Þar var hann eitt sinn stadd- ur í banka um miðjan dag. Komu þá tveir ræningjar inn og ógnuðu starfsfólkinu með byssum og þorði enginn að hreyfa sig. En fyrr en varði réðist Jón á annan ræningJ ann og gat rotað hann, en fékk um leið skot í kviðinn, sem þó var ekki alvarlegt, en ræningjarnu urðu handsamaðir fyrir snarræði Jóns. En þegar blað eitt í borginni sagði frá atburðinum hélt ritstjór- inn því fram, að annað hvort hefði maður þessi verið vitlaus eða Þa að hann hefði verið íslendingur- Já, þeir voru margir karlmenm þessir sjóarar í Bolungavíkinni og eru það eflaust enn, því nú er þar að rísa sjómanna borg með ny- tizku sniði og vélvæðingu. Bjarni andaðist í Reykjavík 9- maí J957. 248 SUNNUDAGSBLAÐ, _ ALÞÝÐUBLAÐIÐ »

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.