Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Page 10

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Page 10
koma þér á óvart að hún sé nefnd Natasja, — þó hún sé í einu og öllu óiík Natösju hinni. En ég hygg að þær séu nöfnur. Geturðu hugsað þér annað eins — að einn- ig hún sé nefnd Natasja! Og þó svo þú þekkir hana ekki af lýs- ingu minni, þá vona ég að hjarta þitt hermi þér hver hún sé. .. Ég bið þig sem sagt, Vasili: finndu Natösju og taktu þér hana fyrir.konu éins fljótt og auðið er, meðan þú ert enn á lífí, áður en það verður um seinan. Láttu það jakki bregðast að giftást henni, þó hún sé eldri en þú, eigi kannski börn: ég hygg einnig þú sért fjöl- skyldumaður. Hirtu ekki um þa'ð! Farðu frá konunni þinni, gifztu Natösju, gerði sem ég segi þér. Sérðu til, þetta er einasta tæki- færið að hitta hana, og ef það gengur ,úr- greipum missum við aftur sjónar hvor á öðrum. .. Vertu ekki að hrista höfuðið, Vasili. Ég.skai útskýra þetta allt eftir andartak. Ég skal segja upp alla, söguna alveg eins og hún gerðist, og ég ætla að reyna að vanda hana eins og ég er maður til. Vonandi kemst hún út í stóru upplagi — þá er líklegra að hana beri fyrir þig. Gerðu þér engar áhvggjur. þetta er allt -í lagi. Ég hef lesið heilmargar skáldsögur og veit vel hvernig þær eru sett- pr saman. Og ég hef nógan tíma, það er mest um vert. Ef út í það er farið: hyað hindraði mig að ger ast frægúr rithöfundur það sem ég á ólifað af minni löngu ævi? Og hafðu augun hjá þér, Vas- ili, meðan þú lest. Kannski bær- ist eitthvað innra með þér, kann- ski hiálnarðu þá veslings skip- brotsmanninum.......Og þú tekur utan um Natösju, þar sem þú situr hjá henni einhvers staðar í skuggasælum lundi, og hefur yf- ir orð skáldsins um söngvana frá Georgíu, þá sem vekja upp fyrir áheyranda sínum annað líf á ann- arlegri strönd. „Syngdu ekki um Goorgíu, 'ástín míri!” Þú veizt að það var Púsjkin, eftirlætisskáldið þitt, sem kvað þetta kvæði. En það er ekki rétt hiá bér að Púsj- kín bj>fí.-vo|pí?S skofínn Tfímn fóil f f^o»ír akarnm'hiyccnolrofí. Þetta veit ég með vissu, trúðu mér til. Eitt enn: finnst þér þú ættir að lesa Natösju sorgarsögu mína? Betra væri að lesa henni Púsjkín, elska hana eins og ég unni henni. Og njóta hapiingjunnar. Þetta er allt og sumt sem ég bið þig. . i VIÐ Natasja sátum á bekk við Tsvetnoj-götu. Við vorum al- ein. Þáð var ís og snjór á jörðu og enginn hætti sér út nema við Natasja, við vorum ástfangin og ekkert hrædd við að detta og meiða okkur. „Þetta er andstyggilegt,” sagði ég, „maður gengur af vitinu, ef þessu heldur áfram. Ef veðrið breytist ekki á morgun, ef það fer ekki að snjóa, þá þverneita ég að fagna nýju ári. Hefurðu nokkurntíma vitað annað eins í desemberlok? Ekki ég heldur! Það eru allar þessar atómtilraunir og vígbúnaður. Kuldi á sumrin, rign- ing á veturna. Það er nóg kom- ið.” Ég ætlaði mér að halda áfram, útlista kenningu mína um geisla- virkni í andrúmsloftinu sem væri í þann veginn að koma nýrri ís- öld af stað; mundum brátt ger- ast síðhærð og taka að gefa út af okkur mammúta, — en Na- tas.ia greip fram í fyrir mér. Hún sagðist muna eftir snjó um miðj- an júní einhverntíma í bernsku sinni. Hún fullyrti að þetta hefði verið úti á landi, nærri Saratov, þar sem þau voru í fríi árið 1928. Þetta þótti mér óheyrileg saga. Það var útilokað að Natasja mvndi eftir þessari snjókomu, — þó ekki væri af öðru en því, að þá var hún ekki nema tveggja ára gömul: Minni manna eru tak- mörk sett. Og nú lét hún dæluna ganga um einhver skorkvikindi, fiðrildi. hana ömmu sína. .. „Vertu ekki með þessa vitleysu,” sagði ég reiðilega. Eða ertu kann- ski eldri en því þvkist? Ég þori að veðia að þú ert fædd 23 en ekki 26.” Auðvitað var ég bara að stríða honni Mér grarodist af bví ég hoVVio hána íjt off iriTl Við voríi?( ^rinir í lancfnrj t.frriR. Við höfðum sagt hvort öðru allt sem vi@ riiundum um sjálf okkur, þar á meðal hluti sem maður tal- ar ekki um að jafnaði né reynir til að muna. Þá við værum enn ekki gift og byggjum ekki saman var heilt ár liðið síðan ég fékk hana til að fara frá Boris fyrir fullt og allt. Við hittumst hvern einasta dag, minnsta kosti annan hvern. Og nú kemur allt í einu upp úr kafinu að Natasja hafði upplifað fleira en mig óraði fyrir. Til dæmis hafði liiin ein- hverntíma verið að leika sér að eldspýtum, liún var ekki einu sinni farin að ganga þegar þetta var, og þá liafði hún kveikt í hár- inu á sér sem brann með gulum loga, — þetta mundi hún mjög vel. Ég var eldri en hún, greindari og betur menntaður; ég var ekki gefinn fyrir að láta undan að nauðsynjalausu. Svo ég fór að halda einhverju fram um það hvað endurminningar væru óáreiðanleg- ar, og lagði því harðar að henni sem minni líkur urðu til að ég bæri hærri hlut. „Ég man til dæmis sagði hún sí og æ. „Og ég líka ..,” anzaði ég og reyndi af öllum mætti að rifja upp eitthvert löngu gleymt atvik úr æsku minni. Líkast til var þetta sálfræðiíeg orsök þeirrar líkams- breytingar sem kom yfir mig þetta sama kvöld og sem síðan gerbreytti allri ævi okkar. Núna, mörgum árum síðar, veitist mér örðugt að segja ná- kvæmlega til um hvað það var sem gerðist. Kannski hafði öll ®vi mín til þessa verið undirbúningur þessarar einu stundar, kannski voru það forlög mín sem svo eru nefnd, að undirgangast allt það sem á eftir kom. Ég veit ekki, ég veit það ekki. .. Þessa stvnd- ina var ég minnsta kosti ekki að hugsa neitt í þá áttina, ég var einungis að knýja á dyr endur- minningarinnar, reyna til a® þröngva þeim upp og muna Ii@ið- Þá brast skyndilega einhver ör- lagaþrungin fyrirstaða og ág steyptist niður í hyldýpi með nán- a«t líkamlegri, yfirmáta óbæailegri tiifi'nriincf boss að hrana. Ég hraP- nn<r nnðnr og n«ðar án þess að skilja hverju fram fór’ og þegar ég kom til sjálfs míu 250 SUNNUDAGSBLAÐ _ ALÞÝÐUBLAÐID

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.