Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 11
var umhverfi mitt gerbreytt og ég s.iálfur ekki samur maður lengur. Ég var staddur í löngu gljúfri, umluktu nöktum fjallgörðum og fiatbrýndum hæðadrögum. Gljúf- urbotninn var þakinn ísskorpu. Nakin tré stóðu meðfram ísnum undir snarbröttum klettum. Þau voru ekki mörg, en það mátti heyra á holu gnauði vindsins að skógurinn var ekki langt undan. Það var nálykt í loftinu, og glóði á rotnandi trjágreinar í öllum áttum. Raunar var þetta enginn rotviður — heldur slitur af tunglinu sem úlfar höfðu rifið sundur; nú beið það þeirrar stund- ar að aftur yxi hvitt skínandi hold á beinum þess og það risi að nýju á himnji við öfundsjúkt gel.t úlfanna. .. En Þ'rr en mér gæfist minhsta fnð ciiönova mig á þessu öllu réðst að mér skrímsli með gap- andi gini. Það bar óséða fætur sína með ógnarliraða og ég gizk- aði að þeir væru ekki bara fjórir eða fimm talsins heldur minnsta kosti jafnmargir og fingurnir og tærnar ó höndum mér og fótum. Það var minna en mammútur en eneu að síður stvrkara en stærsti biörn. Þeear bað var komið fast að mér, sá ég að.maei bess var gagn- sær eins og fiskblaðra, og inni fvrir skókust ofurlitlar mannverur, gleyptar lifandi, upp og niður, aftur og fram með hinum skelfi- legasta hætti. Skrímslið hlaut að vera svo gráðugt að það gleypti í sig fórnarlömb sín án þess svo mikið sem að tyggja þau; þau Córu rakleitt niður í magann þar sem bau héldu áfram að engjast orr ci-»riVla. Vitaskuld geri ée ekki nema að lúsa því sem ég skynjaði í stórum dráttum og mfnum eigin orðum. Þessa stundina riimuðust alls eng- in orð í huga mér; þar fyrir fannst ekkert nema skilvrt tauga- viðbröeð og margbrevtileg aftur- kvæm trúartilfelli sem svo eru nofnd. í skelfingu minni muldr- aði ég fvrir munni mér slíka svar- daga, að ég fæ ekki af mér að færa bá í letlir. Þn )->!<« man éa að hescir fiar- s+nrV>nf«ti okiót og um- svifalau.s áhrif. Skrímslið hö-faði undan, dróst burt meðfram klöppunum án þess að snerta við mér, en skaut frá sér í viðvör- unarskyni heilli skúr af rafmagns- gneistum. Ég býst við að það sé einungis vegna þess að í ringl- uðum huga mínum virtust þessir neistar „rafmagnaðir,” að ég gerði mér grein fyrir því að þetta var sauðmeinlaus sporvagn sem ekið hafði hjá mér, og endurheimti tímaskynið sem mér hafði verið glatað. Það kom á daginn að ég sat með kyrrum kjörum á bekknum hjó Natösju sem ekki hafði tekið eftir neinu; umhverfis okkur drundi og stundi borgin eins og stormbarinn skógur undir hjúpi næturinnar. „Ef veðrið breytist ekki,” sagði ég órólegur í bragði, „ef það fer ekki að snjóa á morgun, þá kem- ur ekki til mála að ég fagni nýju ári.” En ég hætti mér ekki út í neina frekari könnun míns eigin hugar. Mér hafði brugðið hræði- lega við þessa glennu sem minnið gerði mér. Ég sat þögull og reyndi að jafna mig, andaði að mér gam- alkunnu loftinu með benzíndauni sínum og rotnandi misturbirtu götuljósanna — sem minnti lítt á tunglsskin og var líka áreiðanlega virkilegt rafmagnsljós. Ég skim- aði áhyggjulega eftir húsunum, götuljóskerunum, trjánum og sporvögnunum sem öðru hvoru skutust hjó lnisunum og trjánum; allt virtist ofur-raunverulegt, eins og það átti að sér og engu öðru líkt. Ég sá líka stórvaxna konu sern kom með göngulagi ballerínu eftir isskorpunni á Tsvetnoj-götu. Hún var spölkorn í burtu og ó- gerningur að greina útlit hennar eða gizka á hvað hún væri gömul. Frh. á bls. 262. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 251

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.