Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Page 15

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Page 15
tiJ aðgerða til að hindra framkvæmd heimastjórnar- laganna, verði þau samþykkt.” Ef- ,til vill heíði þó mátt koma í veg fyrir sumt sem síðar gerðist, hefðu sameiningarmenn í Úlster ekki fengið foringja við hæfi, Sir Edward Carson, sem var þingmaður fyrir íhaldsflokkinn. Þessi miðaldra lögfræðingur svip- harður og stærilátur sem liann var, stjórnaði úr þessu öllum aðgerðum í Úlster, og eftir að hann hóf afskipti af málinu, varð öll von úti um að takast mætti að leysa málið á friðsamlegan hátt. Carson var nefnilega á sinn hátt jafn ósveigjanlegur og Ciarke, og í upphafi að minnsta kosti naut hann miklu víðtækari stuðnings en tóbakssalinn í Dyflinni. Sir Édward Carson var lögmaður og átti öruggt Sæti á þingi. Hann var 58 ára gamall. og hafði aidrei tekið þátt í neinum vopnuðum átökum, en engu að síður hikaði hann ekki við að grípa til cíbeldis. þegar liann fékk ekki sitt fram með öðru móti. Að þessu leyti var afstaða hans hin sama og afstaða I.R.B., — og þess vegna má segja, að Car- son liafi verið uppfylling allra vona Clarkes. Úr þessu hlaut að verða stríð. Carson hóf baráttu sína 23. september 1911, er hann flutti ræðu yfir hundrað þúsund áheyrendum skammt frá Belfast. Þegar Winston Churchill kom til borgarinnar í febrúar 1912 til að mæla með heimastjórnarfrumvarpinu, en hann gegndi þá embætti flotamálaráðherra í ráðuneyti Asquiths, var honum ekki leyft að tala í fundarsal borgarinnar, heldur varð að halda ræðu sína á knattspyrnuvelli. 12. júlí sama ár brutust út óeirðir í skipasmíðastöðv- um í Belfast og tvö þúsund kaþólskir verkamenn voru reknir burt. í september og október undirrit- uðu 219 þúsund Úlsterbúar skuldbindingu um að viðurkenna ekki yfirráðarétt írskrar heimastjórnar. Sumir rituðu nafn sitt með blóði til að undirstrika, live mikil alvara þeim væri. Fjöldafundir voru tíðir, þar sem menn eins og Bonar Law, foringi íhalds- fiokksins, og auðvitað Carson, fluttu hvatningar- ræður og baráttusálmar voru sungnir. Milljón pund- um var safnað í sjóð, sem átti að renna til styrktar særðum mönnum. ekkjum og munaðarleysingjum, eC til borgarastyrjaldar drægi. Klúbbar sameining- armanna voru myndaðir, og í desember skipulagði Carson Sjálfboðaliðsher Úlsters, og þetta lið hóf óðara opinberar heræfingar. — Þeir geta kallað þetta landráð, ef þeir kæra sig um, sagði Carson. — Mér stendur hjartanlega á sama um, hvort þetta eru landráð eða ekki. Og á fundi í Glasgow skömmu síðar, áréttaði bann þetta: — Dómsmálaráðherrann segir, að stefna rnín í orðum og verki leiði til stjórnleysis. Heldur hann að ég viti það ekki? í þessu efni naut Carson öflugs stuðnings áhrifa- mikilla afla innan íhaldsflokksins brezka. Bonar l aw, foringi flokksins, gekk svo langt að segja með veiþóknun, að frekar en að viðurkenna yfirráð írsks löggjafarþings, myndu sameiningarmenn í Úlster vjija „lúta yfirráðum erlends ríkis.” Og 14. nóvem- ber 1913, vitnaði eitt af málgögnum sameiningar- manna til nýlegs fundar Carsons og Þýzkalands- Sir Edward Carson keisara og sagði: — Okkur liefur boðizt aðstoð frá voldugum þjóðhöfðingja á meginlandinu, sem er roiðubúinn til að senda her til að bæta írlandi við ríki sitt .... og losa England þar með við allan frekari vanda af landinu......Og ef konungur vor undirritar lögin um heimastjórn, munu írskir mót- mælendur fagna þessum frelsara frá meginlandinu, alveg eins og forfeður vorir gerðu eitt sinn við líkar aðstæður. Spennan milli Englands og Þýzkalands var það mikil út af stefnu keisarans í flotamálum, að þessi hótun gat haft við eitthvað að styðjast, og þessi möguleiki efldist enn vorið eftir, þegar Carson gat láitð sjálfboðaiiðasveitir sínar fá 35 þúsund þýzka riffla og tvær og hálfa miiljón af skotum. Þessi vopn hafði Carson látið kaupa í Hamborg, og annaðist þau viðskipti fyrir liann Frederieh nokkur Crawford, litill maður vexti. sem eitt sinn hafði verið for- sprakki samsæris um að ræna Gladstone; hann var einn„þeirra, er hafði undirritað skuldbindinguna, sem refnd var áðan, með blóði sínu. Crawford tókst að koma þessari vopnasendingu fram hjá brezkum herskipum til hafnar í Larne, og þar var þeim skip- að upp 24. apríl í allra augsýn, án þess að yfir- völdin geröu neina tilraun til að hindra það. Meðan þessu fór fram, hélt ríkisstjórnin að sér höndum. Því kunna að hafa valdið atburðir, er gerðust mánuði áðuiv en þá hafði hermálaráðherr- ann fvrirskioað nnkki’a herflutninga til Úlster, til varnar því að sjálfhoðaliðar Carsons réðust á v.opna- búr stjórnarinnar þar. Fjölmargir háttsettir foringj- ALÞÝÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAÐ £55

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.