Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Side 22

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Side 22
GRÝLUKERTIÐ Frh. af bls. 251. En þreklegur vöxtur hennar og' léttilegt göngulag kom mér með einhverjum hætti til að ætla að hún væri oröin roskin, hefði raun- verulega dansað í ballett, jafnvel komizt svo langt, sem Ódetta, að vinna sér hylli Kurbatovs aðmír- áls. Ekki hafði ég hugmynd um hvaðan mér kom þessi vitneskja, enda liafði ég aldrei séð konuna fyrr; ég ímyndaði mér, að þetta væri tómur hugarburður. Ég hafði enga löngun til að ganga úr skugga um hugboð mitt. En ég gat ekki leitt hjá mér einhvern grun um að þegar hún kæmi að næsta götuljóskeri, ekki því sem hún nálgaðist nú heldur því næsta, mundi eitthvað koma fyrir hana. Nánar tiltekið: mér fannst hún mundi hrasa nákvæmlega á þeim stað sem ég sá fyrir. Mér kom jafnvel til hugar að reyna að vara hana við. En forvitnin hélt aftur af mér meðan ég fylgdist í of- væni með för hennar. Og þegar hún kom á staðinn, hrasaði og féll, baðandi höndunum út í loft- ið, fann ég til, einhvers staðar innst inni, rétt eins og ég hefði sjálfur stjakað við henni. Við Natasja hlupum til að hjálpa henni á fætur. Gamla konan var viti sínu fjær af skelfingu og vildi alls ekki rísa upp; hún W%%HMtMUmHUUHMUMW ISunnudags- blaðið hefur allt il af nöt fyrir gott i: aösent efni. HtMMMMMMHMMMMMMH* hlammaðist jafnharðan niður aft- ur á blautan botninn. Hún kvaðst ekki geta tyllt í hægri fótinn vegna þess að leggurinn hefði brotnað, hvíslaði angistarfull að okkur að hún hefði heyrt greinilegt brothljóð í því hún datt. Það lagði portvínslykt úr tann- lausum munni hennar. Meðan við bisum við þetta más- andi ketflykki varð mér smám saman Ijóst hvernig í öllu lá. Bersýnilega lézt konan verr á sig komin en hún raunverulega var. Það var ekkert að hægra fætinum á henni. Það kom ekki til mála því hún hafði misst hann í slysi fyrir þrjátíu árum síðan og feng- ið í staðinn, með mikilli leynd, í'orláta gervifót; það var raunveru- lega hann sem hún óttaðist um. Ég hefði að vísu getað lagt eið út á að þessi merkilega vél, smíðuð úr alúmíni í Berlín á kostnað aðmír- álsins, væri öldungis ósködduð, óskrámuð meira að segja eftir fallið. „Svona nú, stattu nú á fætur, Súsanna Ivanovna, ellegar færðu lungnabólgu,” sagði ég röggsam- lega við konukindina; loks varð ég að æpa á hana til að hún hlýddi. En fyrr en varði var hún tekin að ausa yfir okkur þakkar- orðum, fullviss þess að alúmínið þýzka hefði ekki brugðizt henni útmálaði hún þakklæti sitt með dæmigerðri franskri mælgi. Henni kom það ekkert spánskt fyrir að ég ávarpaði hana með nafni þó við hefðum aldrei hitzt fyrr; henni þótti það víst sjálfsagt mál. Hún endurtók þrásinnis hvað hún væri fegin að kynnast jafn-elsku- legum ungum manni; eflaust myndi ég eftir henni í hlutverki Ódettu í Mariinskí-leikhúsinu í St. Pétursborg. .. „Bara ég væri aftur orðin nítj- án ára,” hrópaði hún upp yfir sig og kyssti tannlausum munni á trosnaða fingur sér. Það kostaði okkur langa mæðu að losa okkur við hana, ríðandi á beinunum; við sögðum henni að fara nú varlega það sem eftir væri. Natasja hló einhver ósköp og linnti ekki spurningum um það hvernig ég hefði kynnzt Súsönnu þessari Ivanovnu. Ég varð að spinna vandræðalega sögu um eitt- hvert tímarit sem einhverntíma hefði prentað æskumynd hennar; ég hefði orðið yfir mig hrifinn af henni þegar ég lá í rússneskri leiklistarsögu sem strákur. Na- tasja lézt vera frávita af afbrýðis- semi; hún reyndi að segja meira semi; hún reyndi meira að segja að setja upp þykkjusvip sem fór henni hara vel. Svo Iék hún kjána og hjúfraði sig upp að mér; hún var mjög blíð og góð þetta kvöld. Og ég gerði mitt bezta til að taka undir við hana. .. En ég gat ekki losnað við Sús- önnu Ivanovnu úr huga mér. Mér fannst stöðugt að einhver vand- ræði steðjuðu að gömlu konunni. Nei, það var ckkert að fætinum hennar, þcss var ég fullviss. En mér kom ýmislégt annað í hug sem gæti orðið henni að meini. Einhvernveginn fannst mér að hún ætti skammt eftir, varla meir en tvo mánuði, — hún færi úr magakrabba. Og það sóttu að mér margvíslegir forboðar aðrir. Okkur var orðið jökulkalt þegar Natasja spurði loks hvernig við ættum að komast lieim — gang- andi eða í sporvagni? Það tók mig langa stund að gera þetta upp við mig. Ég var óhræddur um sjálfan mig, en væri Natasja með í förinni, yrði ég nánast að halda á henni, eins og eggjakörfu heim úr búðinni. Ég forðaðist að hugsa mér að eggin brotnuðu. Endirinn varð að við fórum í sporvagni; það var virkilega hált. Ritstjóri: Kristján Bersi Ólafssoi Ötgefandi: AlþýðublaOiS Prentun: PrentsmiBja AlþýBublaBslh*. 202 SUNNUDAGSÖIAÐ _ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.