Morgunblaðið - 24.09.2003, Síða 39

Morgunblaðið - 24.09.2003, Síða 39
lifun matur Sjóðið spínatið í saltvatni í nokkrar mínútur, látið renna af því allan vökva og kælið. Saxið smátt. Hrærið upp ríkottaostinn, hrærið eggjarauðurnar saman við og þá spínatið. Saltið og piprið og stráið múskatinu út í. Ef fyllingin er of þétt í sér blandið þá eggjahvítunum saman við ásamt nokkrum dropum af volgri mjólk. Það er erfitt að fá canneloni-rör en best er að nota fersk lasagnablöð og rúlla þeim upp utan um fyllinguna. Fjöldi blaða verður að ráðast af því hversu mikil fylling er sett á hvert blað. Leggið í eldfast mót. Bræðið smjörið í potti, hrærið hveitið saman við. Hellið mjólkinni í nokkrum skömmtum út í pottinn og hrærið vandlega þar til úr verður kekkjalaus jafningur. Kryddið. Einnig er hægt að setja smá parmesanost í sósuna. Hellið smá sósu í botninn á fatinu og afganginum yfir pastað. Sáldrið parmesanosti yfir og smá smjörklípum. Bakið í 180° heitum ofni í 30 mínútur. Canneloni með spínati og ríkotta Fylling: 500 g ferskt spínat 250 g Galbani- ríkottaostur 2 eggjarauður Galbani- parmesanostur salt og pipar örlítið múskat Béchamel-sósa: 50 g smjör 50 g hveiti 1/2 l mjólk 1 tsk múskat salt og pipar Galbani- parmesanostur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.