Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 26.04.1964, Qupperneq 2

Sunnudagsblaðið - 26.04.1964, Qupperneq 2
„Hver fetar svo létt heim að fenntum bæ og fingrunum drepur á glugga? Hver liorfir glóeyg á hélu og snæ og hvíslar með sumarraddablæ að nepju og næturskugga: Kveðjið! Ég kem til að hugga”. l’annig fagnaði hann vorkom unni, drengurinn úr Bitrunni, sem síðar varð skólastjóri í höf- uðstaðnum. Hallgrímur Jóns- son er einn þcirra manna, sem verður lengi minnzt vegna þessa kvæðis. Hann föndraði við ljóðagerð í tómstundum sínum og gaf út snoturt Ijóða- kver. — En fyrsta kvæðið þar, Harpa sker sig úr. Hall- grímur var atkvæða- maður á öðr- um svíðum, enda fjörmað- ur mikill. En hann var hugsjóha- maöur, mannvinur og vormað- ur. Þess vegna gat hann kvcð- ið þetta kvæði: „Hver heilsar i dyrum, svo hýr á kinn, aö hálffeimnum bregður sveini? Hver gengur blómkrýiíd í bæinn inn og brciðir út gcislafaðminn sinn svo ljós ræður hverju leyni, og dofa dregur úr meini.” Og Hallgrímur vissi hvað hann söng, þegar hann kvað þetta yndislega kvæði. Hann var fæddur og uppalinn í Bitru í Strandasýslu, — fjörðurinn gengur inn úr Húnaflóa og snýr mynninu í átt til íshafs. Oft er svalt. Hallgrimur hefur, án efa séð landsins forna fjanda, hafísinn, „er hann hrað- ar að landi för, og tungunni brciðri og tönnunum með — liann treður á foldar vör”. — Þegar sjórinn luktist aftur, svo að allar bjargir hans voru bannaðar. En það er mörg Bitran á ís- landi og margt barnið hefur þjáðst undir ofurþunga vetrar og skammdegissorta. Þá bjó draugur í hverju skoti og skort urinn beið við hvers manns dyr og smeygðl sér víða inn fyrir í allri ógn og skelfingu, lamandi, drepandi. Þúsund eru þær, og aftur þúsUnd sagnirhar um hörmungar vetrarins ís- lenzka. Ófáa hefur hann lagt í gröfina — cnn fleiri lest og lamað á sál og líkama. Ekki er allur sannleikurinn í kenn- ingu Einars Ben., þegar hann talar um „túngrösin kynbætt af þúsund brautum”, né karl- mennskuóði Bjarna Thór um veturinn. Um þúsund ár þráðu þúsund hjörtu vorið, svo heitt og innilega, að allt annað þok- aðist í skuggann; það var von- in um sólskin og sumar, sem ein hélt uppi þreki margra, þótt oft léti vorið á sér standa. En þegar fyrsti'vorboðinn blrt- ist var hönum fagn'áð öiéð barnslégum ínnileik: „Hvcr kyssir barnið, svo kongh hlær? Hver klappár vetrárins faniga? Hver strýkur tár þess, scm grét í gæt? Hver grípur strcnginn, svo amman fær roða og rós á vanga? En nótt sígut dimm fyrir dránga*’. Sumárdagurinn fyrfeti cr víst hvergi haldinn hátiðlegur nema á íslandi. Hann cr því fyrst og fremst islenzkur dagur. Þcss vcgna cigum vér að hafa hann í heiðri. „Þcnnan dag hcf- ur Drottinn gjört; lát oss gléðj- ast og minnast á hónum”, minnir mig, að væri texti bisk- upsins sáluga á Þingvöllum 1930. Og þessi hátíðisdagur átti djúp ítök í þjóðinni. Lítið vat um gjafir á hátíðum, jáfnvcl á jólum voru þær lítilfjörlcgaf, og sízt aðalatriði cins og nú cr orðið víða. En sumargjafir gaf fólk. Núna í vetur hitti ég gamla konu ,sem kvaðst ctín gefa sumargjafir. Foreldfar og börn gáfu hvert öðru gjafir og húsbændur og hjú skiptust á gjöfum. Þá var sjálft hálíðahaldið að öðru léyti. Fyrrum var fyrsti Frh. á bls. 334. 322 sunnupagsblað - alþýðublaðih

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.