24 stundir - 10.09.2008, Qupperneq 1
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
Kristbjörg Marteinsdóttir æfir nú
stíft fyrir Avon-gönguna í New
York þar sem safnað er til styrktar
rannsóknum á brjóstakrabba-
meini. Hún greindist með brjósta-
krabbamein árið 2003 en í febrúar
á þessu ári greindist hún aftur, nú
með meinvarp í hægra lunga og
hefur verið í vikulegri lyfjameðferð
síðan í byrjun mars.
Heldur mér við efnið
„Katrín Sveinsdóttir vinkona
mín er líka að fara í gönguna og
hún plataði mig til að taka þátt. Ég
lét slag standa en hélt reyndar að ég
yrði búin í lyfjameðferðinni,“ segir
Kristbjörg og bætir við: „Ég ákvað
að það væri mitt markmið að fara.
Þetta er rosalegur hvati og heldur
mér við efnið. Ef ég væri ekki að
fara út væri ég ekki búin að vera
svona dugleg.“
Hún segir gönguna styrkja sig
mikið. „Í fyrstu göngunni eftir að
ég kom af spítalanum komst ég
varla nokkra metra. Nú geng ég 10
km eins og ekkert sé og upp í 20
suma daga. Í staðinn fyrir að taka
bíllyklana og hoppa upp í bíl hugsa
ég hvort ég geti ekki gengið.“
Kristbjörg gengur um 60 kíló-
metra á viku til að halda sér í þjálf-
un en vegna lyfjameðferðarinnar
Maraþon í
miðri lyfja-
meðferð
Ætlar að ganga 64 kílómetra á tveimur
dögum þrátt fyrir lungnakrabbamein
➤ Avon-gangan fer fram í NewYork 4. og 5. október. Gengnir
eru 42 km fyrri daginn en 21
þann seinni.
➤ Styrktarfélagið Göngum sam-an styrkir rannsóknir á
brjóstakrabbameini og
stendur fyrir vikulegum
gönguferðum.
GÖNGUR
hefur þurft að tappa vatni af hægra
lunganu nokkrum sinnum. „Ég er
ekki með fullstarfandi lunga en ég
er bara með rosalega gott vinstra
lunga,“ segir hún og hlær. Hún seg-
ir lyfjagjöfina líka hjálpa mikið og
þakkar fyrir að þurfa ekki að gang-
ast undir lyfjapróf fyrir gönguna.
Gengur gegnum lyfjameðferð
„Ég er rosa spennt að fara, það er
farið að styttast í þetta,“ segir Krist-
björg.
Til þess að öðlast þátttökurétt
þurfa konur að safna áheitum fyrir
1800 dollara hið minnsta. „Við vilj-
um eiginlega ekki safna meiru því
þeir peningar yrðu eftir úti, við
viljum frekar safna hérna heima.
Margar hafa verið að safna fyrir
Krabbameinsfélagið en ég safna
fyrir Göngum saman, enda segi ég
að ég sé raunverulega að „ganga“ í
gegnum lyfjameðferð.“
24stundirmiðvikudagur10. september 2008172. tölublað 4. árgangur
Tortilla, grillaður kjúklingur,
kryddhrísgrjón,
jalapeno og mikið af osti.
Taco Bell | Hjallahrauni 15 | Sími: 565 2811 | www.tacobell.is
Þú leggur línurnar
Létt & laggott!
– Línurnar í lag!
L&L
E N N E M M / S Í A / N M 3 2 1 6 5
Gerði Kristnýju rithöfund langaði til
að skrifa draugasögu fyrir unglinga
þar sem hún gæti leyft sér smá
óhugnað en sjálfri finnst henni
slíkar sögur eftirminnilegar.
Alvöru óhugnaður
MENNING»19
Bardagakappinn Gunnar Nelson hef-
ur vakið mikla athygli fyrir vasklega
framgöngu á sviði blandaðra bar-
dagalista. Hann er ósigraður á at-
vinnumannsferli sínum.
Nelson tekur slaginn
FÓLK»30
Börn og
uppeldi
11
12
13 13
11
VEÐRIÐ Í DAG »2
Dómsdagsspámenn hafa spáð
heimsendi í dag. Baggalúts-liðar
bíða spenntir eftir því að sjá hvort
þeir hafi rétt fyrir sér í
þetta skipti.
Heimurinn ferst í dag
»26
Helmingslíkur eru á því að Logi
Gunnarsson körfuknattleiksmaður
leiki með Njarðvík á næstu leiktíð
eftir sex ára veru í at-
vinnumennsku.
Á leið heim?
»14
„Án sérstaks samnings um inn-
heimtu seðilgjalda er hún ólög-
mæt,“ segir Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra sem tel-
ur þörf á að beita sektum.
Ólögleg innheimta
»22
SÉRBLAÐ
Brúðuleikhússýning þar sem brúður talasaman um kynferðislegt ofbeldi virðist hafaþau áhrif að börn tali frekar um ofbeldi semþau hafa verið beitt. Eftir eina slíka sýninguúti á landi komu átta tilkynningar um kyn-ferðisofbeldi til barnavernd-arnefndar.
Brúður tala saman
»16
„Fyrstu dagarnir í skólanum geta verið erfiðirfyrir börnin,“ segir Magnea Jóhannsdóttirnámsráðgjafi. Allur undirbúningur skiptirmáli þegar kemur að því að koma rútínu íréttar skorður. Ræða þarf við börnin ummikilvægi þess að líða vel ogað hafa reglu á hlutunum.“
Erfiðir dagar
»17
„Í fæðingu getur myndast mikil spenna ílíkama barns, enda ein erfiðasta upplifunsem við göngum í gegnum. Bara það aðbarnið þurfi að snúa sér niður í fæðing-arveginn, komast út og byrja að andaveldur spennu,“ segir LiljaÁsgeirsdóttir græðari.
Spenna í líkamanum
»18
BÖRN OG UPPELDIAUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 AUGLYSINGAR@24STUNDIR.IS
Lög um akstursbann og sérstök
námskeið fyrir unga ökumenn
hafa borið mikinn árangur. 55%
færri hafa framið svo alvarleg brot
að beitt hafi verið akst-
ursbanni eða sviptingu.
Umferðarbrotum
ungra fækkar
»6
Forsvarsmenn fjárfestingarbank-
anna VBS og Saga Capital töldu
það ekki gott skref að sameinast
Icebank. Saga Capital og VBS hafa
hafið formlegar sam-
einingarviðræður.
Sameiningu við
Icebank hafnað
»12
„Ég get bara ekki hætt að brosa. Ég er hæstánægður að þurfa ekki að fara
frá fjölskyldunni,“ segir Mark Cumara, 23 ára Þorlákshafnarbúi sem 24
stundir sögðu frá á laugardag. Þá stóð til að hann yrði sendur úr landi um
miðjan september en nú hefur hann fengið leyfi til að dveljast hér á með-
an mál hans er til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun.
Ekki sendur úr landi
Mynd/Egill Bjarnason
„Get bara ekki hætt að brosa“
Blokkirnar í fyrsta áfanga Skuggahverfisins
verða endurklæddar vegna galla. Framkvæmdir
munu standa fram á vor og gæti kostnaður num-
ið tugum milljóna króna. Óljóst er hver ber
kostnað vegna þessa.
Lúxusblokkir í Skuggahverfinu
Verða klæddar á ný
»2 »10