24 stundir - 10.09.2008, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir
Austan og norðaustan 5-10 m/s, en 10-15
m/s suðaustantil og á annesjum fyrir norðan.
Rigning eða súld með köflum.
Hiti 8 til 16 stig.
VEÐRIÐ Í DAG
11
12
13 13
11
Rigning eða súld
Austanátt, víðast hvar 5-10 m/s, með tölu-
verðri rigningu um landið austanvert, en úr-
komuminna annars staðar.
Hiti 10 til 15 stig.
VEÐRIÐ Á MORGUN
13
11
12 13
11
Töluverð rigning
Ég álít stöðu Icebank sterka og
að bankinn þurfi ekki að hafa
neinar áhyggjur,“ sagði Geir-
mundur Kristinsson, stjórnarfor-
maður Icebank, í samtali við 24
stundir í gærkvöld. Samkvæmt
heimildum 24 stunda leist for-
svarsmönnum og stjórnendum
Saga Capital og VBS fjárfesting-
arbanka ekki á fjárhagsstöðu Ice-
bank þegar sameining bankanna
þriggja var rædd á óformlegum
fundum.
Saga Capital og VBS hafa
ákveðið að hefja formlegar
sameiningarviðræður og er áætlað
að leggja fram samrunaáætlun fyr-
ir hluthafa innan nokkurra vikna.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
forstjóri Saga Capital, og Jón Þór-
isson, forstjóri VBS, telja bankana
geta myndað sterka heild. mh
Icebank ekki með í sameiningu banka
Sterkir sem heild
Icebank Deilt er um
hvort Icebank stend-
ur vel eða illa.
„Það er ekki hægt að leggja mik-
ið út frá sveiflu eins dags, og stöðu í
lok hans, en það er deginum ljósara
að viðskiptin við útlönd og sá
skuldabaggi sem þeim fylgir leikur
krónuna grátt,“ segir Gylfi Magn-
ússon, dósent í hagfræði við Há-
skóla Íslands. Úrvalsvísitala OMX
kauphallar Íslands lækkaði um
2,47 prósent í gær og stóð í rúmum
4.000 stigum í lok dags. Krónan
veiktist um rúm tvö prósent í gær
og stóð gengisvísitalan í 169,4 stig-
um í lok dags.
Gylfi segir Seðlabankann einnig
eiga í erfiðleikum. „Seðlabankan-
um gengur illa að setja fram tölur
sem byggjast á upplýsingum sem
mark er á takandi. Því miður bend-
ir ekkert til þess að það sé búið að
ná tökum á þessum vandræðum.“
magnush@24stundir.is
Krónan veikist áfram og markaðir falla
Ekki enn búið að ná
tökum á vandanum
Eimskipafélag Íslands var fært á at-
hugunarlista OMX kauphallar Ís-
lands í gær vegna umtalsverðrar
óvissu um verðmyndum en hætta
getur verið á ójafnræði meðal fjár-
festa þegar þannig staða kemur
upp. Gengi bréfa í Eimskip féll um
16,5 prósent á mánudaginn og 8,2
prósent í gær.
Gengið bréfa í félaginu var 34,4
krónur um síðustu áramót en við
lok dags í gær var það 9,7.
Stjórnendur félagsins funduðu í gær um stöðu þess en samkvæmt
heimildum 24 stunda hafa hluthafar áhyggjur af því að salan á XL
Leisure Group muni ganga til baka þar sem ekki hefur tekist að fjár-
magna til fulls 280 milljóna dollara (jafnvirði um 25 milljarða króna)
lán sem tekið var fyrir kaupum á félaginu. Þegar 24 stundir fóru í
prentun var stjórnarfundur að hefjast hjá félaginu.
mh
Eimskip í vandræðum
Aðeins átta hundruð miðar voru í
gærkvöld óseldir á landsleik Ís-
lands og Skotlands sem fer fram á
Laugardalsvelli í kvöld. Alls tekur
Laugardalsvöllur 9.700 manns í
sæti. 1.200 stuðningsmenn Skota
eru komnir hingað til að fylgjast
með leiknum og hafa þeir sett
mikinn svip á lífið í borginni
undanfarna daga. mbl.is
Ísland-Skotland
í kvöld
Velferðarráð Reykjavíkurborgar
samþykkti í gær stefnu í mál-
efnum utangarðsfólks til ársins
2012. Samkvæmt henni á að efla
samstarf og forvarnir, auka reglu-
bundna þjónustu, styrkja tíma-
bundin úrræði og fjölga lang-
tímaúrræðum.
Jórunn Frímannsdóttir formaður
velferðarráðs Reykjavíkurborgar
segir að á næstu vikum verði
opnuð 4 smáhýsi sem hugsuð eru
sem framtíðarlausn fyrir heim-
ilislaust fólk. Með skýrri stefnu-
mótun er ætlunin að koma í veg
fyrir útigang í borginni og tryggja
öllum viðunandi húsaskjól, ýmist
til skemmri eða lengri tíma. mbl.is
Úrræðum fyrir utangarðsfólk fjölgað
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Ég get bara ekki hætt að brosa. Ég
er hæstánægður að þurfa ekki að
fara frá fjölskyldunni,“ segir Mark
Cumara, 23 ára Þorlákshafnarbúi
sem 24 stundir sögðu frá á laug-
ardag. Þá stóð til að hann yrði
sendur úr landi um miðjan sept-
ember en nú hefur hann fengið
leyfi til að dveljast hérlendis á með-
an mál hans er til umfjöllunar hjá
Útlendingastofnun.
Íslendingar í mörg ár
Mark kom frá Filippseyjum
ásamt móður sinni árið 2003. Þá
var hann 17 ára en dvalarleyfi hans
rann út þegar hann varð 18 ára og
lögráða. Síðan þá hefur Mark unn-
ið sem flakari hjá Frostfiski og
borgað alla sína skatta og gjöld án
þess að nokkur athugasemd hafi
verið gerð við að hann sé hér án
dvalarleyfis.
Þegar það kom hins vegar í ljós
gaf Útlendingastofnun Mark frest
til 16. september til þess að fara úr
landi, þar sem lög kveða á um að
útlendingur í ólögmætri dvöl hér
fari úr landi. Þá bað hann um
lengri frest en fékk ekki.
Honum hefur nú verið veitt leyfi
til dvalar á Íslandi uns umsókn
hans um dvalarleyfi hefur verið af-
greidd hjá Útlendingastofnun.
Móðir Marks og uppeldisfaðir
eru bæði með íslenskan ríkisborg-
ararétt og hafa þau búið hér síðasta
áratug. Systir hans, amma og afi á
Íslandi eru líka íslenskir ríkisborg-
arar.
Er létt
Þó að umsókn um dvalarleyfi
hafi enn ekki verið veitt er Mark
mjög létt. „Ég er svo ánægður að
þurfa ekki að fara út og að þurfa
ekki að fara frá fjölskyldunni. Nú
get ég haldið áfram að vinna hér og
hjálpa fjölskyldunni úti,“ segir
hann og bætir við: „Ég er svo þakk-
látur og ég vil þakka öllum þeim
sem komu að þessu máli.“
Cumara ekki
vísað úr landi
Fær að dvelja hér meðan mál hans er í skoðun Dvalarleyfið
rann út fyrir 4 árum Foreldrarnir íslenskir ríkisborgarar
➤ 9. gr. Útlendingur sem hyggstráða sig í vinnu þarf að hafa
dvalarleyfi.
➤ 13. gr. Nánustu aðstandenduríslensks ríkisborgara geta
fengið dvalarleyfi, þar með
talin börn undir 18 ára.
➤ 14. gr. Heimila má útlendingi,sem sækir um endurnýjun
dvalarleyfis, áframhaldandi
dvö þar til ákvörðun hefur
verið tekin um umsóknina.
➤ 20. gr. Heimilt er að vísa út-lendingi úr landi ef hann
dvelur ólöglega í landinu.
LÖG UM ÚTLENDINGA
STUTT
● Sprenging Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins var kallað út
að Ánanaustum í Reykjavík
undir kvöld í gær vegna spreng-
ingar sem varð í vinnuskúr.
Engan sakaði og orsök spreng-
ingarinnar liggur ekki fyrir.
● Laus úr haldi Karlmanni,
sem grunaður er um að hafa
misþyrmt eiginkonu sinni
þannig að lífshættulegir
áverkar hlutust af, hefur verið
sleppt úr haldi. Gæslu-
varðhald yfir manninum rann
út í gær. Konan var hætt kom-
in vegna blæðingar inn á heila
en hún gekkst undir bráðaað-
gerð og er ekki lengur í lífs-
hættu.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Stórmarkaður í Kína hefur
vakið athygli með því að aug-
lýsa sérstakan afslátt á smokk-
um í tilefni þess að skólaárið
er að byrja. Hefur verslunin
verið gagnrýnd fyrir að leiða
huga námshestanna frá nám-
inu. Talsmenn búðarinnar
segjast einfaldlega vilja koma
til móts við fátæka náms-
menn. aij
Útsala í Sjanghæ
Skólasmokkar
SKONDIÐ
Heilsukoddar
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði
Opi› virka daga frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 11-16
Yfir 30.000 sjúkraþjálfarar,
kírópraktorar og læknar um heim
allan mæla með Tempur Pedic.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 27
Amsterdam 22
Alicante 30
Barcelona 26
Berlín 23
Las Palmas 25
Dublin 17
Frankfurt 25
Glasgow 16
Brussel 23
Hamborg 22
Helsinki 12
Kaupmannahöfn 19
London 17
Madrid 27
Mílanó 28
Montreal 15
Lúxemborg 21
New York 24
Nuuk 5
Orlando 26
Osló 15
Genf 20
París 27
Mallorca 33
Stokkhólmur 13
Þórshöfn 12