24 stundir - 10.09.2008, Page 14

24 stundir - 10.09.2008, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Umboðsmenn mínir eru á fullu að reyna að finna lið sem hentar mér. Það hefur ekki gengið eins og maður vildi en ég hef ákveðið að gefa þessu tíma út mánuðinn. Eftir Sindra Sverrisson sindris@24stundir.is „Ég er búinn að vera í þreifingum við ýmis lið og hef fengið tilboð sem mér hafa ekki fundist nógu spennandi. Ég er kominn með fjöl- skyldu og vil ekki lækka mig neitt í launum frá því sem var síðast. Ef ekkert kemur inn á borðið sem hentar verðum við bara heima á Ís- landi. Þar horfi ég alltaf fyrst og fremst til Njarðvíkur enda uppal- inn þar. Ég er í miðjum viðræðum við menn þar og erfitt að segja hvað gerist í því en ég hallast alltaf fyrst og fremst að heimabæ mínum ef ég hugsa heim,“ sagði Logi þegar blaðamaður hitti hann að máli. „Gef þessu tíma út mánuðinn“ Hann hefur upp á síðkastið verið við æfingar með íslenska landslið- inu sem hefur í dag keppni í B-deild Evrópukeppninnar með leik við Dani kl. 20.45 í Laugardalshöll. „Núna einbeiti ég mér bara að leikjunum með landsliðinu en á meðan eru umboðsmenn mínir á fullu að reyna að finna lið sem hentar mér. Það hefur ekki gengið eins og maður vildi en ég hef ákveð- ið að gefa þessu tíma út mánuðinn. Ef ekkert verður komið fyrir 1. október ætla ég ekki að eltast við þetta lengur heldur reyna að semja við lið hérna heima. Það er ákvörð- un mín að gefa þessu tíma út sept- ember og sjá til þá hvað umboðs- menn mínir hafa handa mér,“ sagði Logi. Komi hann heim verður hann þriðji landsliðs- og atvinnumaður- inn á skömmum tíma til að snúa heim því þeir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson sömdu við KR fyrir stuttu. Þeir töluðu reyndar báðir um að hafa einfald- lega saknað heimahaganna svo mikið en Logi vill ólmur halda áfram í atvinnumennskunni ef nægilega gott tilboð berst. Í öðruvísi stöðu en Jón Arnór „Ég er í öðruvísi stöðu en þeir [Jón Arnór og Jakob Örn] að því leyti að ég er með fjölskylduna mína með mér. Ég hef alltaf verið með unnustuna mína, Birnu Björk Þorkelsdóttur, með mér og við eignuðumst barn saman úti á Spáni, og ég hefði ekkert haft á móti því að vera áfram þar ef eitthvað gott byðist. Auðvitað er ekkert gaman að vera alltaf að flakka á milli staða en ég náði því t.d. að vera í Þýskalandi í fjögur ár og hef því ekki verið á jafn miklu flakki,“ sagði Logi, og játti því að kannski væri staðan örlítið að breytast í evr- ópskum körfubolta. „Það eru margir leikmenn að leita sér að liðum, og t.a.m. hafa fjórir úr liðinu sem ég var í í fyrra ekki fundið sér lið, þó að við höfum verið í úrslitum um að komast upp í efstu deild á Spáni. Þetta er kannski vegna þess að það eru komnir fleiri Ameríkanar inn í deildirnar og það bitnar aðeins á okkur evrópsku leikmönnunum.“ Logi fór ungur til Bandaríkjanna og lék þar körfubolta samhliða námi, og eftir tvö tímabil hér heima með Njarðvíkingum hélt hann svo í atvinnumennsku til Þýskalands. „Ég fór frá Njarðvík 2002 til Ulm í Þýskalandi og var þar í eitt tímabil sem gekk mjög vel. Þaðan fór ég til Giessen í tvö ár en meiddist á fyrra tímabilinu og var svolítinn tíma að koma mér í gang aftur. Svo tók ég eitt ár með Bayreuth og var þá bú- inn að vera fjögur ár í Þýskalandi, þannig að mér fannst kominn tími til að breyta til og fór til Finnlands 2006. Þar átti ég gott tímabil sem lauk í mars eða apríl þannig að ég fór beint til Gijon á Spáni og náði nokkrum leikjum í úrvalsdeildinni en við féllum svo um vorið. Ég samdi samt við Gijon aftur því þeir ætluðu sér beint upp aftur en því miður töpuðum við í úrslitaleik um það síðasta vor,“ sagði Logi, sem vill vera atvinnumaður svo lengi sem skrokkurinn leyfir. Í góðu lagi að koma heim „Ég fór út tvítugur og hef verið sex heil tímabil úti en var líka í menntaskóla í Bandaríkjunum þeg- ar ég var 16-18 ára. Samanlagt er ég því búinn að vera úti í átta ár en ég er engan veginn orðinn þreyttur á því. Ég vil vera atvinnumaður á með- an líkaminn leyfir, til svona 36 ára aldurs, en ef ég þarf að koma heim í eitt eða fleiri ár þá er það í góðu lagi. Ég stefni samt ótrauður á að vera áfram úti og það getur ým- islegt gerst á næstu vikum. Spánn er aðalstaðurinn sem ég vil vera á því körfuboltinn er á háu stigi þar og mér finnst líka mjög gaman að búa og vera á Spáni. Ég skoða samt alla möguleika. Ég met það þannig að það séu helmingslíkur á að ég komi heim og þá vil ég helst fara til Njarðvíkur. Það yrði ekkert slæmt og ég veit að tengdaforeldrarnir og mamma og pabbi væru nú alveg til í að fá stelpuna okkar, Söru Björk, heim í heilan vetur í staðinn fyrir að horfa bara á hana í gegnum netið.“ Landsliðs- maður Lands- liðið á hug Loga allan þessa dag- ana en það mætir Danmörku í kvöld. „Vil vera atvinnumaður á meðan líkaminn leyfir“  Helmingslíkur á því að Logi Gunnarsson körfuknattleiksmaður leiki með sínu gamla félagi, Njarðvík, á næstu leiktíð  Landsliðsmaðurinn einbeitir sér að verkefnum landsliðsins þar til málin skýrast Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, segir helmingslíkur á að hann leiki í Iceland Ex- press-deildinni á Íslandi nú í vetur eftir sex ára veru í atvinnumennsku. Hann segist þó hvergi nærri orðinn þreyttur á að spila á meginlandi Evrópu og horfir þar helst til Spánar, en þar hefur hann spilað síðustu tímabil og búið ásamt konu sinni og dóttur sem orðin er hálfs árs gömul. ➤ Logi hefur frá árinu 2002 leik-ið í atvinnumannadeildum í Þýskalandi, Finnlandi og nú síðast á Spáni með Gijon. ➤ Hann lék í fjögur ár í Þýska-landi með Ulm, Giessen og Bayreuth. Veturinn 2006- 2007 lék Logi með ToPo í Finnlandi. ATVINNUMAÐUR Í 6 ÁR 24stundir/Golli Ólafsfirðingurinn Baldur Ævar Baldursson endaði í 7. sæti í langstökkskeppninni á Ólympíumóti fatlaðra í Peking í gær. Baldur stökk 5,42 metra sem er jöfnun á besta árangri hans í T 37- flokknum. Hann komst í úrslit í keppninni en hann hafði sett sér það markmið að enda í 5. sæti. Ólafsfirðingurinn Baldur Ævar jafnaði sinn besta árangur í Peking

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.